Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þ etta hefur gengið stór- kostlega vel. Fyrsti dag- urinn var alveg frábær þá fengu stelpurnar gull og silfur. Svo komu þrjú gull hjá stelpunum til viðbótar eftir það. Heilt yfir þá höfum við staðið okkur með eindæmum vel. Árang- urinn hefur komið okkur öllum rosa- lega á óvart því ég held að við höf- um ekki gert okkur grein fyrir hvers sterk við erum,“ segir Daði Steinn Brynjarsson um gengi Ís- lendinga á Evrópumeistaramóti í Brasilísku Jiu Jitsu í Lissabon. Mótinu lauk í gær. Íslendingarnir sem kepptu voru 22 talsins og þeir hlutu fimm gull, tvenn silfurverðlaun og þrjú brons. Tekið skal fram að stelp- urnar sem kepptu fengu öll gullin fimm. „Stelpurnar hafa algjörlega tekið yfir þessa ferð,“ segir Daði Steinn glaður í bragði en bendir á að strákarnir hafi einnig staðið sig vel og komist á pall. Hann segir árangurinn hafi komið flestum mikið á óvart, eink- um keppendunum. Blaðamaður Morgunblaðsins getur tekið undir þau orð því gullhafarnir; Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Ólöf Embla Kristinsdóttir, létu þau orð falla í viðtali að þær hefðu hvorugar átt von á sigri. Erum á réttri braut „Árangur liðsins sýnir að við erum á réttri braut. Það getur verið erfitt að átta sig á hvar maður stendur í sportinu þar sem við búum á litla Íslandi og eigum erfitt með að bera okkur saman við aðra þar sem færri keppinautar eru til að takast á við. Við náum að gera það á svona mótum og erum mjög sátt við út- komuna,“ segir Daði Steinn og bendir á að þeir sem þekkja til glímumenningarinnar sjái að þetta er stórkostlegur árangur. Hann vonast til að árangur mótsins hafi þau áhrif á keppendur að þeir haldi áfram að hafa trú á sér og að þeir geti náð virkilega langt í sinni grein. Daði Steinn er varaformaður BJÍ sem er samband þeirra félaga sem æfa Brasilískt Jiu Jitsu og/eða uppgjafarglímu. Hann er einnig yf- irþjálfari VBC sem er íþróttafélag í Kópavogi. Hann finnur fyrir auknum áhuga á sportinu hér heima og er- lendis. Ekki eru nema um 10 ár frá því farið var að stunda BJJ á Ís- landi. Evrópumeistaramótið í Lissa- bon er það stærsta sem haldið hefur verið, skráðir keppendur voru 3.400 talsins til samanburðar við 2.300 í fyrra. Í Bandaríkjunum hafa verið haldin stór mót í BJJ og hafa kepp- endur verið flestir um 3.000 talsins. Margir sem stunda þessa íþrótt keppa einnig í blandaðri bardaga- list, MMA. „Við njótum góðs af því að MMA er ákaflega vinsælt sport í dag og þetta tvinnast saman,“ segir Daði Steinn. Sigrún Helga Lund frá Mjölni vann tvöfalt gull, bæði í flokki fjólublábeltinga -74 kg 30 ára og yfir og í opnum flokki. Sunna Rannveig Davíðsdóttir frá Mjölni vann gull í flokki blábelta undir 64 kg 30 ára og yfir auk þess að fá silfur í opnum flokki. Ása Guðmundsdóttir frá Fenri fékk gull í flokki blábeltinga yfir 79 kg 30 ára og yfir auk þess að vinna sér inn brons í opnum flokki. Sigursælar og sterkar stúlkur Íslensku keppendurnir á Evrópumeistaramótinu í Lissabon í Brasilísku Jiu Jitsu hafa sópað að sér verð- launum. Kvenpeningurinn hefur þó séð um að vinna til gullverðlauna en samtals eru þau fimm. Ljósmynd/BJJ Samband Íslands Tvöfalt gull Sigrún Helga Lund frá Mjölni vann tvöfalt gull, bæði í flokki fjólublábeltinga -74 kg 30 ára og yfir og í opnum flokki. Hún var að vonum kampakát með tvöfaldan sigur í Lissabon. Ljósmynd/BJJ Samband Íslands Gull og silfur Sunna Rannveig Davíðsdóttir frá Mjölni vann gull í flokki blábelta undir 64 kg í flokki 30 ára eldri og yfir, auk þess að fá silfur í opnum flokki. Hér er hún á palli í Lissabon. Ljósmynd/BJJ Samband Íslands Á palli Ása Guðmundsdóttir. www.volkswagen.is Caddy City er enn einfaldari og hagkvæmari útfærsla af Volkswagen Caddy, sniðin að þörfum þeirra sem vilja traustan vinnufélaga til að létta sér lífið við dagleg störf. City er viðbót í sendibílalínu Volkswagen Caddy. Það er engin tilviljun að Volkswagen Caddy hefur árum saman verið mest seldi atvinnubíllinn á Íslandi. Með tilkomu City er enn auðveldara að bætast í hóp hæstánægðra Volkswagen-eigenda. Caddy City kostar aðeins frá 2.630.000 kr. (2.120.968 kr. án vsk) Caddy með nýju sniði Atvinnubílar Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Vinsælasti atvinnubíllá Íslandi síðastliðin ár!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.