Morgunblaðið - 26.01.2015, Page 12
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Það er frábært að vinna myndlist
hér í Garðabæ, ég get ekki sagt
annað. Ég bý hérna Bessastaða-
megin á nesinu, maður er með sjó-
inn við túnfótinn. Hér er mikil nátt-
úrufegurð og fuglasöngur á vorin,
mjög heillandi svæði,“ segir Soffía
Sæmundsdóttir myndlistarkona en
hún er núverandi bæjarlistamaður
Garðabæjar.
„Það er mikil viðurkenning að
vera bæjarlistamaður Garðabæjar.
Þetta eru tilnefningar frá fólki og
félagasamtökum, maður sækir ekki
um. Þetta er því viðurkenning sem
kemur á óvart og er mjög skemmti-
leg,“ segir hún.
Virk í íslensku myndlistarlífi
Allt frá árinu 1992 hefur
Garðabær veitt styrk til listamanns
eða listamanna. Sá aðili sem fyrir
valinu verður fær þar með þann
heiður að vera nefndur bæjar-
listamaður Garðabæjar. Í tilkynn-
ingu Garðabæjar við útnefningu
Soffíu í maí á síðasta ári segir með-
al annars að hún hafi verið einkar
virk í íslensku myndlistarlífi und-
anfarinn áratug.
„Hún stundaði myndlistarnám
í grafíkdeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands 1987-1991 og lauk
Mastersgráðu í málun (MFA) frá
Mills College í Oakland, Kaliforníu
2001-2003. Hún hefur haldið fjöl-
margar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum heima og er-
lendis. Verk hennar hafa verið
sýnd víða, m.a. í Evrópu og Norður-
Ameríku.“
Myndlistarkona með
Segir gott að
vinna að myndlist í
Garðabæ
GARÐABÆR
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
Garðabær er sjötta stærsta sveit-
arfélag landsins. Þar búa rúmlega
fjórtán þúsund manns. Bærinn nær
yfir stórt landsvæði og á mikil
byggingarlönd og ósnerta náttúru.
Það sem öðru fremur mótar lands-
lagið er hið mikla hraun sem
runnið hefur úr Búrfelli og kallast
einu nafni Búrfellshraun.
Byggð hefur verið á svæðinu frá
landnámstíð en sveitarfélagið varð
til árið 1878 þegar Álftaneshreppi
var skipt í tvo hluta. Hét það upp-
haflega Garðahreppur og hafði
Hafnarfjörð innan sinna marka
fyrstu þrjá áratugina. Eftir að
hreppurinn fékk kaupstaðarrétt-
indi 1. janúar 1976 hefur hann
verið nefndur Garðabær. Árið
2012 var Álftanes sameinað Garða-
bæ. Fyrsta skipulag Garðahrepps,
sem miðaði að því að þar risi þétt-
býli, er frá árinu 1955, og náði það
til svæðis beggja vegna Hafn-
arfjarðarvegar, frá Arnarneslæk
að Engidal. Samkvæmt skipulag-
inu reis byggð á Hraunsholti og í
Silfurtúni. Árið 1960 fékk hrepp-
urinn löggildingu sem versl-
unarstaður.
Er sjötta stærsta
sveitarfélagið
Rúmlega 14 þúsund búa í Garðabæ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Það er mikilvægt að foreldrum
standi til boða fjölbreytt þjónusta
þegar fæðingarorlofi lýkur. Best
væri ef ríkið kæmi til móts við sveit-
arfélög og fjölskyldur með því að
lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði,“
segir Viktoría Jensdóttir, formaður
leikskólanefndar Garðabæjar.
Í Garðabæ eru ungbarnaleik-
skólarnir Litlu-Ásar, rekinn af
Hjallastefnunni og Sunnuhvoll, skóli
á vegum sveitarfélagsins þar sem
lögð er áherslu á heilbrigði og vel-
ferð. Þessir skólar taka við alls 80
ungum börnum. Einnig taka Holta-
kot og Krakkakot við börnum frá
eins árs aldri.
170 börn í leikskóla og gæslu
Ungbarnaleikskólar hafa verið
reknir í Garðabæ frá 2008. Þörfin er
mikil. Nú eru um 100 börn í Garða-
bæ, á aldrinum 12 til 24 mánaða, í
leikskólum en um 70 hjá dagfor-
eldrum.
„Stefnan í Garðabæ er sú að
bjóða fjölskyldum val milli þess að
fara með börnin sín til dagforeldra
eða í ungbarnaleikskóla þegar fæð-
ingarorlofi lýkur. Í bænum starfa 11
dagforeldrar sem eru með um 50
börn og við höfum samið við þá – með
þeim útgangspunkti að foreldrar
greiða sama gjald og í leikskóla Einn-
ig geta foreldrar leitað til dagfor-
eldra í öðrum sveitarfélögum,“ segir
Viktoría
Í umræðum á dögunum um sam-
þættingu fjölskyldulífs og atvinnu-
þátttöku var hamrað á mikilvægi
þess að þegar fæðingarorlofi sleppti
gætu foreldrar komið börnum sínum
Morgunblaðið/Ómar
Framtíðin Börnin komast eins árs inn á leikskólana, en með því er komið til móts við þarfir foreldra og atvinnulífs.
Reynslan af starfi ung-
barnaleikskóla er góð
Börn komast að 12 mánaða gömul Fæðingarorlof verði lengt
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015