Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
Frá og með 1. mars munu Oddi ehf.,
OPM ehf. og Kvos ehf. sameinast
undir nafni Odda. Þorgeir Baldurs-
son, forstjóri Kvosar, verður for-
stjóri sameinaðs fyrirtækis.
Í dag er Kvos móðurfyrirtæki
bæði Odda og OPM. Oddi hefur haft
á sinni könnu sölustarfsemi, hönn-
un og því um líkt en OPM haldið ut-
an um þrjár framleiðslueiningar.
Kassaverksmiðjuna við Köllunar-
klettsveg (gömlu Kassagerðina),
prentsmiðjuna í Höfðabakka og
plastframleiðsluna við Fossháls.
Þessi skipting rekstrarins í að-
skildar einingar er arfleifð frá þeim
tíma þegar fyrirtækið var umsvifa-
mikið erlendis og er samruninn nú
til þess gerður að einfalda starf-
semina á ný. ai@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Prentverk Úr prentsmiðju Odda,
þar sem oft gengur mikið á.
Oddi, Kvos og OPM sameinast
Bandaríska gagnavörslufyrirtækið
Box Inc. fór vel af stað fyrsta daginn
eftir skráningu á hlutabréfamarkað
vestanhafs.
Viðskiptablaðið greindi frá fyrir-
hugaðri skráningu og hlutafjárútboði
fyrir tveimur vikum. Box býður fyr-
irtækjum og stofnunum upp á vörslu
gagna í skýinu og er stjórnað af hin-
um bráðunga Aaron Levie.
Fréttastofa Bloomberg greinir frá
að hlutir í fyrirtækinu hafi hækkað
um 66% eftir skráningu. Upphafsverð
var 14 dalir á hlut í byrjun föstudags-
ins en var komið í 23,23 dali við lokun.
Hlutafjárútboðið aflaði Box sam-
tals um 175 milljónum dala, jafnvirði
um 23,6 milljarða króna.
Bloomberg segir aukna hörku vera
að færast í gagnavörslugeirann og því
spáð að þessi geiri markaðarins
stækki um 23% árlega á næstu árum.
Er reiknað með að velta gagnavörslu-
fyrirtækja verði um 2,3 milljarðar
dala árið 2018.
Wall Street Jounal segir árangur
Box á markaðinum í New York líkleg-
an til að blása öðrum ungum fyrir-
tækjum í Sílíkondal kjark í brjóst og
ýta undir fleiri skráningar á árinu.
ai@mbl.is
EPA
Hækkun Aaron Levie, vinstra meg-
in við miðju, kampakátur á gólfi
NYSE. Box Inc. fór vel af stað.
Box byrjar vel á markaði
Gæti blásið
öðrum fyrirtækj-
um von í brjóst
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er misskilningur að samfélagsábyrgð fyrirtækja
snúist um aukin útgjöld og gjafir. Þvert á móti geti sam-
félagsábyrgð skilað aukinni í hagkvæmni í rekstri og ver-
ið fjárfesting í viðskiptavild til langs tíma.
Þetta segir Hildur Hauksdóttir, ráðgjafi hjá RoadMap
ehf, en hún verður meðal fyrirlesara á ráðstefnu Festu og
Samtaka atvinnulífsins um samfélagsábyrgð sem haldin
verður á fimmtudag. Yfirskrift ráðstefnunnar er Árang-
ur og ábyrg fyrirtæki: Samfélagsábyrgð hjá íslenskum
fyrirtækjum.
Fer ráðstefnan fram í Silfurbergi Hörpu og stendur
yfir frá kl. 8.30 til 12. Auk Hildar taka til máls Anna
Björk Bjarnadóttir frá Expectus, Þórdís J. Sigurðardótt-
ir frá Capacent og Hulda Steingrímsdóttir hjá Alta.
Til viðbótar munu Birna Einarsdóttir bankastjóri Ís-
landsbanka, Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri
N1, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda,
Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra
og Bragi Smith, framkvæmdastjóri Lín Design, gefa
dæmi um innleiðingu og áhrif samfélagsábyrgðarstefnu í
fyrirtækjum sínum.
Samofið öllum verkum
Að sögn Hildar verður enn vart við misskilning um í
hverju samfélagsábyrgð felst. „Í raun held ég að best sé
að lýsa samfélagsábyrgð einfaldlega sem hluta af því að
vera vel rekið fyrirtæki. Samfélagsábyrgð snýst um að
fyrirtæki skilji áhrif starfseminnar á samfélag, efnahags-
líf og umhverfi og setji sér markmið sem miða að því að
lágmarka neikvæðu áhrifin en hámarka þau jákvæðu.
Samfélagsábyrgð á að vera fléttuð inn í alla stefnu og
menningu fyrirtækja og m.a. fela í sér ábyrgð gagnvart
starfsmönnum, viðskiptavinum, hluthöfum og öðrum
hagsmunaaðilum.“
Ef rétt er á spilunum haldið segir Hildur að skýr
stefna um samfélagsábyrgð geti verið verðmætt stjórn-
unartæki og m.a. hjálpað til við áhættustýringu, enda feli
samfélagsábyrgð í sér að horfa fram á veginn og hugsa til
langtímaávinnings og -áhættu, frekar en að einblína á
skammtímahagnað.
Hún segir að stjórnendur sem leggja ofuráherslu á
hagnað til skemmri tíma geti í raun skaðast til lengri
tíma því neytendur eru upplýstari en áður og mikil vakn-
ing er í samfélaginu um að beina viðskiptum til þeirra
sem gera samfélaginu gott en frá þeim sem valda því
skaða. „Undanfarin ár höfum við séð mörg dæmi um að
fólk sniðgangi vörur útaf lélegri frammistöðu, eins og
þegar Greenpeace átti í árangursríkri herferð gegn
tískuverslanakeðjunni Zara vegna notkunar eiturefna í
framleiðslukeðjunni. Þá er ekki langt síðan Nike átti í
töluverðum vandræðum þegar komst í hámæli að mann-
réttindabrot ættu sér stað í verksmiðjum sem framleiddu
fyrir íþróttavörurisann.“
Minni sóun verndar umhverfið
Jákvæðu áhrifin á reksturinn geta verið hvað skjótust
og greinilegust þegar kemur að umhverfisáhrifum. „Oft
er stærsta áskorunin að sjá fjárhagslega ávinninginn af
bættu orðspori og aukinni tryggð viðskiptavina, starfs-
manna o.fl. en þegar kemur að umhverfishliðinni snýst
bætt stefna oft um að lágmarka sóun og bæta efnisnotk-
un. Gott dæmi um þetta er hraðsendingafyrirtækið UPS
sem með hugvitsamlegum hætti fann út að með þróun á
nýju leiðsögukerfi fyrir bíla sína, þar sem vinstribeygjum
var fækkað mjög, tókst þeim að draga úr eldsneytisnotk-
un. Yfir allan bílaflota fyrirtækisins sparar þetta 32 millj-
ón lítra af bensíni á ári, sem bæði þýðir minni umhverfis-
áhrif en líka töluverða hagræðingu í rekstri.“
Samfélagsábyrgð snýst
um langtímaávinning
Ráðstefna Festu og SA um samfélagsábyrgð á fimmtudag
Morgunblaðið/Eggert
Græða Hildur Hauksdóttir segir fyrirtæki geta haft
ávinning af að móta eigin áhrif á samfélag, umhverfi og
hagkerfi m.a. með tryggari kúnnum.
Stjórnvöld í Síerra Leóne
undirrituðu á föstudag sam-
starfssamning við Aurora
velgerðarsjóð og Neptune
Holdings um rekstur fjög-
urra löndunar- og fisk-
vinnslustöðva.
Stöðvarnar voru byggðar
árið 2012 af stjórnvöldum og
African Development Fund
(ADF) með það fyrir augum
að efla sjávarútveg í landinu.
Í tilkynningu frá Aurora seg-
ir að þrátt fyrir góð fyrirheit hafi
löndunar- og fiskvinnslustöðvarnar
staðið ónotaðar, einkum vegna
skorts á þekkingu á slíkum rekstri.
Fræða og veiða
Til að byrja með leggur Aurora
eina milljón dala til verkefnisins og
gildir samningurinn til tíu ára. Fara
löndunar- og fiskvinnslustöðvarnar í
fulla notkun og verður lögð áhersla á
að efla þekkingu fiskimanna á svæð-
inu á veiðiaðferðum, vinnslu sjávar-
fangs og dreifingu á markað.
Verður leiða leitað til að hagnýta
fiskiauðlindir landsins á sem sjálf-
bærastan hátt og um leið auka virði
aflans. Standa vonir til að auka megi
framboð á fiski fyrir íbúa Síerra
Leóne sem í dag er eitt fátækasta
land heims.
Verkefnið er svokallað Public-Pri-
vate-Partnership (PPP) þar sem
stjórnvöld, einkaframtak og velgerð-
arstarf leggjast á eitt um þróun, fjár-
festingu og nýsköpun. Er þetta
fyrsti PPP-samningurinn sem
stjórnvöld í Síerra Leóne gera, að
því er greint er frá í tilkynningu.
Fjögur hundruð starfsmenn
Fyrirhugað er að heimamenn taki
sjálfir við rekstri löndunarstöðvanna
þegar samningstímanum er lokið og
ráðgert að þar starfi samtals um
fjögurhundruð manns. Aðstandend-
ur Aurora vona að verkefnið geti
orðið fyrirmynd annarra verkefna til
eflingar atvinnulífs í landinu.
Aurora velgerðarsjóður var settur
á laggirnar árið 2007 af hjónunum
Ólafi Ólafssyni stjórnarformanni
Samherja og Ingibjörgu Kristjáns-
dóttur landslagsarkitekt. Var stofnfé
sjóðsins einn milljarður króna. Síðan
þá hefur sjóðurinn styrkt fjölda
verkefna, bæði innanlands og er-
lendis. ai@mbl.is
Aurora og Neptune
Holding taka við fisk-
vinnslu í Síerra Leóne
Streð Bátarnr eru fagrir en skortur er á
verkþekkingu í sjávarútvegi Síerra Leóne.
Ljósmynd / Aurora