Morgunblaðið - 26.01.2015, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
Góður drengur er genginn.
Bennó, æskuvinur minn, er far-
inn yfir fljótið mikla.
Hugurinn leitar til baka, –
langt til baka.
Eiginlega áttum við heima hlið
við hlið, Bennó í Gunnarssund-
inu, ég á Austurgötunni.
Við gengum snemma í fóst-
bræðralag og var Bennó góður
fóstbróðir – öðlingur í allri skap-
gerð, seinþreyttur til vandræða,
hugrakkur, kraftmikill og alltaf
sanngjarn.
Við uppátektasamir eins og
stráka er svosem vani, stofnuðum
fótboltafélag, nokkur leynifélög,
stunduðum dúfna- og kanínu-
rækt,veiddum kola við bryggj-
urnar og seldum aflann til
bræðslu í Lýsi og mjöli hf.
Við grófum upp hálfa Hvaleyr-
ina í leit að kopar og eir sem
Bretar skildu eftir sig.
Urðum snemma áhrifamiklir í
Austurgötuhernum. Smíðuðum
sverð og skildi og ýmis önnur
Benedikt Ernest
Rutherford
✝ Benedikt(Bennó) Ernest
Rutherford fæddist
4. júlí 1943. Hann
lést 18. janúar
2015.
Eftirlifandi eig-
inkona hans er Sig-
ríður Ingveldur
Sigurðardóttir, f. 7.
desember 1927.
Foreldrar Bene-
dikts voru Ernest
Rutherford og Guðrún Guðjóns-
dóttir.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
uni í Hafnarfirði í dag, 26. jan-
úar 2015, kl. 11.
vopn og áttum í
stöðugum erjum við
suður- og vesturbæ-
inga.
Tarzan, Gunnar á
Hlíðarenda, Roy
Rogers og fleiri slík-
ir voru okkar fyrir-
myndir.
Svo einn daginn
fórum við til kirkju
og urðum fermdir.
Fyrir peningana
sem okkur voru þá gefnir keypt-
um við hjól. Tvö dökkrauð Con-
visabell-fullorðinsreiðhjól. Hví-
líkar gersemar!
Saman hjóluðum við svo inn í
framtíðina – upp í Flensborg, út
og suður, og svo bara áfram inn í
lífið. Svo fór Bennó á sjóinn og þá
skildi leiðir um hríð. Kominn í
land unnum við saman við að
byggja hús og laga hús þar til ég
flutti með minni fjölskyldu til út-
landa.
Vinátta okkar og fóstbræðra-
lag voru þó alltaf í fullu gildi þeg-
ar við hittumst á því tímabili og
svo mun áfram verða þótt breitt
fljót skilji okkur nú að um stund-
arsakir.
Vertu sæll að sinni. Þinn vinur,
Þórður Ben.
Vitur maður hefur sagt: „Góðir
nágrannar eru náðargjöf Guðs.“
Þeirra sanninda fékk æskuheim-
ili mitt í húsinu Austurgötu 25 að
njóta með því að eiga sem næstu
nágranna þá ágætu fjölskyldu
sem bjó í húsinu Gunnarssundi 7,
en þar átti Benedikt, oftast kall-
aður Bennó, heima alla tíð. – Afi
og amma Bennó, Guðjón og El-
Fleiri minningargreinar
um Benedikt Ernest Ruther-
ford bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
ínborg, önnuðust uppeldi fóstur-
sonar síns af ástríki og á kristi-
legum grundvelli, en afi hans las
daglega úr gömlu bænabókinni,
sem móðir hans hafði átt. Fékk
því Bennó haldgott veganesti.
Við Bennó vorum mjög góðir
vinir allt frá bernskudögum hans.
Minnist ég þess sérstaklega, að
hann var í hópi ungra drengja í
næsta nágrenni, sem biðu eftir
því fyrir utan verslun föður míns
að fá að sitja í fallegri sendiferða-
bifreið sem hann átti og ég ók.
Þessar ökuferðir voru mér og
drengjunum sannur gleðigjafi,
enda var ekki sparað að syngja
saman.
Bennó var dagfarsprúður, afar
hjálpsamur, glaðsinna og hafði þá
lífsskoðun að vilja bæta hag fólks,
sem við bágust kjör áttu að búa.
Hann var hæglátur í allri fram-
göngu og alltaf notalegt að eiga
við hann spjall á götum úti. Þá
hafði Bennó yndi af góðri tónlist
og lék sjálfur á píanó, sem afi
hans hafði gefið honum, og án
þess að styðjast við nótur og spil-
aði vel eftir eyranu.
Að eigin hvöt fór Bennó í
fyrsta skipti í heimsókn til hálf-
systkina sinna í Bandaríkjunum,
sem tóku fagnandi á móti honum.
Faðir hans, Ernie Rutherford,
var þá látinn, en Bennó átti fal-
legan minjagrip um hann. Guð-
rún Guðjónsdóttir, móðir Bennó,
hafði kynnst föður hans á stríðs-
árunum. – Síðar fór Bennó
nokkrar ferðir til Bandaríkjanna
til dvalar hjá systur sinni Rann-
veigu, sem þá bjó þar, en milli
þeirra var mikill kærleikur.
Á yngri árum var Bennó
togarasjómaður, en síðan vann
hann við smíðar og hafði tilskilin
leyfi í þeirri iðn. Síðustu starfs-
árin annaðist Bennó húsvörslu í
íþróttasal FH í Kaplakrika. Öll-
um sínum störfum sinnti Bennó
af alúð og samviskusemi. Sem
dæmi um óeigingirni og hjálp-
semi Bennó var, að hann vildi
ekki þiggja laun fyrir vinnu sína í
lóð húss míns við Ölduslóð.
Skyndilegt fráfall Bennó eftir
stutt og erfið veikindi kom öllum
á óvart, en hann hafði áður alltaf
notið góðrar heilsu. Megi bjartar
minningar um heiðursmann sefa
sorg og söknuð hans góðu og ást-
ríku eiginkonu og systkina og
vera þeim styrkur á vegferð lífs-
ins. Guð blessi minninguna um
Bennó.
Árni Gunnlaugsson.
✝ Stefán ÞórJónsson fæddist
31. desember 1973 í
Reykjavík. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Fossvog 19. jan-
úar 2015.
Foreldrar hans
eru Jón Valentínus-
son, f. 11.2. 1928, d.
20.12. 2013, og Inge
Löwner Valentínus-
son, f 20.6. 1941. Systkini Stefáns
eru Guðlaug Jónsdóttir, maki
Arnór Valdi Valdimarsson. El-
ísabet Jónsdóttir, maki Grétar
Árnason, og Auðunn Jónsson,
maki María Níelsdóttir.
Stefán starfaði í 17 ár sem bíl-
stjóri hjá Landsbankanum og
starfaði þar þegar hann lést.
Hann var einnig mikill íþrótta-
maður og þar var
aðaláhugamálið
keila, en hann spilaði
með ÍR og var þar í
liði Broskalla.
Stefán var mikill
veiðimaður og átti
það hug hans allan á
sumrin.
Stefán byrjaði
ungur búskap með
Soffíu Ólafsdóttur en
þau slitu samvistir
árið 2002. Seinna kynntist hann
Sigurbjörgu Ásmundsdóttur og
bjuggu þau saman í 10 ár, en þau
slitu svo samvistir síðastliðið
sumar.
Stefán var búsettur í Hamra-
borg 34 er hann lést.
Útför hans fer fram í
Seltjarnarneskirkju í dag, 26.
janúar 2015, kl. 13.
Í dag kveðjum við Stefán Þór
Jónsson, vin okkar sem var hrifinn
frá hinu daglegu lífi í einu vetfangi
og án nokkurs fyrirvara.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að starfa í Landsbankanum í rúma
tvo áratugi. Árin í Landsbankanum
voru einstök og þaðan á maður góð-
ar minningar. Þó verkefnin hafi oft
verið krefjandi og skemmtileg, þá
var það fyrst og fremst samstarfs-
fólkið sem gerði Landsbankann að
fyrirmyndarvinnustað.
Stefán, eða Stebbi, eins og flestir
kölluðu hann, var einn þeirra sem
lituðu lífið í Landsbankanum.
Hann starfaði þar í tæpa tvo ára-
tugi og var umfram allt annað
Landsbankamaður. Hann gerði sér
far um það að kynnast fólki og hann
og vinnufélagar hans í útkeyrslunni
smituðu bankann af lífsgleði sinni
og léttleika hvar sem þeir komu.
Það var okkar lukka í Breiðholtsú-
tibúi að þeir félagar vörðu matar-
tímum sínum í okkar hópi um ára-
bil.
Stebbi var einstaklega góður
drengur, einlægur og röggsamur í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann var opinn og skemmtilegur
og sinnti starfi sínu af mikilli alúð.
Hann var viðræðugóður á öllum
sviðum og áhugasamur um velferð
annarra.
Stebbi hafði mikinn áhuga á
veiði og íþróttum hvers konar.
Hann var leikinn í keilu og var
fastamaður í keiluliði Landsbank-
ans um langt árabil. Á síðustu árum
hefur golfið einnig skipað stóran
sess hjá honum og það var sérstak-
lega gaman að hitta Stebba á golf-
vellinum.
Eftir að ég hætti stöfum í
Landsbankanum fyrir tæpum
fjórum árum hitti ég Stebba
reglulega í ferðum hans á vegum
bankans í afgreiðslu Borgunar,
þar sem ég starfa nú. Það var voru
fagnaðarfundir og ánægjulegt að
fá fréttir frá lífinu í Landsbank-
anum og spjalla um daginn og
veginn.
Við sem þekktum Stebba vor-
um lánsöm að hitta hann á lífsins
leið og hans verður sárt saknað.
Fyrir hönd samstarfsfólks míns
í Breiðholtsútibúi Landsbankans í
gegnum árin, sendi ég öllum ást-
vinum hans, fjölskyldu og vinum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Við biðjum Guð að styrkja okkur í
sorginni um leið og við kveðjum
góðan og gegnheilan dreng.
Tómas Hallgrímsson.
Held það hafi verið í lok árs ’94
að ég og einn vinur minn vorum
plataðir til að taka þátt í keilumóti.
Við mættum í Öskjuhlíð og mér
eiginlega til skelfingar var húsið
kjaftfullt af keilurum. Stressið
læsti klónum vel í mig. Einhvern
veginn tókst mér að ná 2. sætinu í
mínum flokki í forkeppninni sem
kom mér í undanúrslit. Þegar að
þeim leik kom mætti andstæðing-
ur minn mér við brautina. Strákur
á svipuðu reki og ég, aðeins lægri,
dökkhærður með stutt hár, gler-
augu á nefinu og andlitið eitt risa-,
risastórt bros. Stebbi var mættur.
Hann hefur örugglega séð stress-
ið á mér og það hefur skemmt
honum vel trúi ég. Við heilsuð-
umst eins og siður er fyrir viður-
eign og tókum svo slaginn. Þannig
fór að ég rétt náði að vinna hann
og lék þá til úrslita. Tókst mér að
vinna þann leik nokkuð örugglega
og þar með minn flokk í mótinu.
Einn af þeim fyrstu sem komu og
óskuðu mér til hamingju var
Stebbi. Eins og eflaust kemur
fram víðar í minningargreinum
um Stebba gaf hann sig oftar en
ekki á tal við ókunnuga. Tókum
við tal saman í lok móts. Úr varð
að við ákváðum að stofna keilulið
og keppa á Íslandsmótinu. Þegar
kom að því hvaða nafn ætti að gefa
liðinu kom ekkert annað til greina
en að kalla það Broskarla. Mark-
miðið var skýrt; brosa og hafa
gaman af þessu.
Upp frá þessu varð góður vin-
skapur milli okkar Stebba sem
hefur enst vel þessi 20 ár. Margt
höfum við brallað saman á þessum
tíma og ætli það sé ekki best að
láta það ósagt opinberlega hvað
við gerðum. Allt átti það sameig-
inlegt að vera eitthvað skemmti-
legt og stundum fíflalegt sem við
þreyttumst aldrei á að rifja upp og
hlæja að. Mest gerðum við grín að
okkur sjálfum enda var af nógum
vitleysis- og kjánaskap að taka í
þeim málum. Leiðir skildi í keil-
unni fyrir tíu árum eða svo en vin-
skapurinn hélt áfram. Það var svo
fyrir fjórum árum að Stebbi
hringdi í mig og vildi endurvekja
Broskarlana og stemninguna í
kringum þá. Það var nú lítið mál að
taka þátt í því og stendur það enn.
Upp á síðkastið fannst mér vin-
átta okkar hafa dýpkað. Við spjöll-
uðum oft um okkar persónulegu
mál, sögðum skoðanir af einlægni
og þykir mér afskaplega vænt um
þau samtöl. Við höfum líklegast
þroskast eitthvað smá á þessum
20 árum. Ég mundi svo sannar-
lega vilja að þessi vinskapur ætti
önnur 20 ár framundan eða helst
40 ár. En svona er nú lífið. Það
eina sem við getum gert er að
„taka Stebba á þetta“ en það er
frasi sem varð til núna um daginn
eftir að Stebbi lenti í áfallinu. Við
nokkrir vinir Stebba spurðum
okkur hvað hann mundi gera í hin-
um og þessum aðstæðum. Niður-
staðan er alltaf sú sama; halda
áfram, reyna að brosa og hafa
gaman af þessu.
Inger mömmu hans Stebba,
systkinum og vinum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Stórt skarð er höggvið í líf okkar
en við getum fyllt það örlítið upp
með skemmtilegum sögum af
virkilega góðum og lífsglöðum
dreng.
Takk fyrir samfylgdina, Stebbi.
Hún var gefandi og góð. Það er
ekki hægt að ljúka þessu með
neinu öðru en: Við sjáumst síðar
vinur minn.
Jóhann Ágúst Jóhannsson.
Stefán Þór Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Okkur langar að kveðja
frábæran vin og yndislegan
vinnufélaga. Og langbesta
keiluþjálfara sem hægt er að
hugsa sér.Það var alltaf allt
ekkert mál og við reddum
þessu og hættu að hugsa,
gerðu þetta bara. Vertu sæll,
yndislegi Stebbi, og megi
Guð styrkja fjölskyldu þína
og vini á þessari stundu.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Saknaðarkveðjur,
Halldóra og Sigrún.
Fleiri minningargreinar
um Stefán Þór Jónsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
BJARGHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
áður til heimilis
í Kelduskógum 1,
Egilsstöðum,
sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík
þriðjudaginn 13. janúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 28. janúar kl. 13.00.
Gerður, Sigurður, Björn, Bergljót,
Ingibjörg og Guðný Arabörn
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
DAVÍÐ STEFÁNSSON
frá Saurhóli,
lést þriðjudaginn 20. janúar í Silfurtúni,
Búðardal.
Jarðarförin fer fram frá Staðarhólskirkju
fimmtudaginn 29. janúar kl. 14.00.
Elsa Stefánsdóttir,
Jensína Stefánsdóttir,
Arndís Jenný Stefánsdóttir,
Bryndís Stefánsdóttir,
Haukur Stefánsson,
Gísli Björgvin Stefánsson,
Fanney Svana Stefánsdóttir.
Okkar yndislegi eiginmaður, sonur faðir,
tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og frændi,
HERMANN NÍELSSON,
Túngötu 12, Ísafirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans 21.
janúar sl. Útför fer fram 14. febrúar
kl. 15 frá Ísafjarðarkirkju. Minningarathöfn verður haldin í
Reykjavík síðar.
.
Kristín Theodóra Nielsen,
Guðrún Sigurðardóttir,
Níels Hermannsson, Christine Carr,
Rafn Hermannsson, Herdís Kristinsdóttir,
Nína Dagrún Hermannsdóttir,
Sigríður Níelsdóttir, Gísli Vigfússon,
Guðmundur Grétar Níelsson, Guðrún Eyjólfsdóttir,
Kristinn Jóhann Níelsson, Harpa Jónsdóttir,
María Níelsdóttir, Rúnar Már Jónatansson,
Margrét Kjartansdóttir, barnabörn og systkinabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SVÖVU INGIMUNDARDÓTTUR,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Lynghaga 12.
.
Ágúst Ingólfsson,
Örn Ingólfsson, Hrafnhildur Bjarnadóttir,
Einar Ingólfsson, Bára Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
GYÐA (SKÍRNARNAFN GUÐNÝ)
JÓHANNSDÓTTIR FRÁ SIGLUFIRÐI,
síðast til heimilis á Brúnavegi 19,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 23. janúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 2. febrúar nk.
kl. 13.00.
.
Valtýr Sigurðsson, Sigríður Hjaltested,
Jóhann Ág. Sigurðsson, Linn Getz,
börn, barnabörn og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR SUMARLIÐASON,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 19.
janúar sl., verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju miðvikudaginn 28. janúar
kl.
15.00.
.
Brynhildur Jónsdóttir.
Guðný Jóna Gunnarsdóttir, Haraldur Þráinsson,
Hulda Maggý Gunnarsdóttir, Ingvar Björn Ólafsson,
Björn, Brynhildur, Þráinn,
Birna Ruth, Sóley, Gunnar Sær
og langafabörn.