Morgunblaðið - 26.01.2015, Page 24

Morgunblaðið - 26.01.2015, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Lífið kemur þér á óvart þessa dagana og þér finnst þú hafa litla stjórn á atburða- rásinni. En þó skjólið sé gott er samt nauð- synlegt að takast á við lífið fyrir utan. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér líður eins og tilfinningarnar ætli að kaffæra þig. Allt gengur upp rétt eftir að þú hefur hugleitt að gefast upp og ganga í burtu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú verður að sýna þolinmæði þegar nota þarf tækni á vinnustað þínum. Gerðu það! Það er upplagt að byrja á smábreyt- ingum og taka svo stærri skref, þegar reynsl- an er fengin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Rifrildi við maka er dæmigert á degi sem þessum. Gefstu samt ekki upp því fyrr eða síðar stendur þú með pálmann í hönd- unum og verðlaun fyrir hugvit þitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert tilbúinn til að láta þínar eigin þarfir víkja fyrir æðri tilgangi. Rómantík og galsi eiga upp á pallborðið hjá þér. Dragðu bara djúpt andann og taktu eitt skref í einu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst þú einstaklega segulmagn- aður og algerlega við stjórnvölinn. Of mikið umtal kallar bara á öfundarmenn sem gera þér lífið leitt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki hugleiðingar um framtíðina skemma fyrir þér nútíðina. Reyndu að skipu- leggja tíma þinn miklu betur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vel tímasett orð endurvekja gamlan vinskap. Bíddu með að reyna að ná fram sigri. Spurðu og spurðu, þó að þú vitir ekki hvað þú átt að gera við svörin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þér veitist of erfitt að finna svör er reynandi að bera upp spurningarnar með öðrum hætti. Velgengni í viðskiptum hefur einnig góð áhrif. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér væri hollt að hlusta á fjár- málaráðleggingar fagmanna. Fáðu þína nán- ustu í lið með þér og þá heppnast allt vel. Varastu bara að leita langt yfir skammt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefðir gott af því að bregða út af vananum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Gættu þess að taka frá tíma fyrir eitt- hvert létt sprell í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Svo farðu þér hægt í að velja þér trún- aðarvini, sérstaklega af hinu kyninu. Sýndu þolinmæði því að öllum líkindum sýnir þú sömu eiginleika. Á föstudag skrifaði ÓlafurStefánsson á Leirinn: „Á flest- um vinnustöðum er mikið lagt upp úr góðum samskiptum fólks og þægilegu viðmóti. Forstjórinn er kannski kallaður Svenni og bílstjór- inn Gulli, og allir eru samstiga í góðum vinnuanda og vináttu. Svona er þetta víða en á Alþingi virðist þessu þveröfugt farið. Þar taka menn daglangar reiðirispur þar sem fúkyrði og brigsl þykja sjálf- sagðar trakteringar, og síðan fá landsmenn „besta“ sýnishornið af þessum atgangi yfir sig sem ábót á kvöldsoðninguna í sjónvarps- fréttum. Úthvíldir eftir jólin, ydda þeir bardagatólin við bjöllunnar dyn, Birgitta og hin. Hæstvirtra heyrast þá gólin.“ Ágúst Marinósson skrifaði á Leirinn á fimmtudag að Bengal- köttum hefði verið stolið á Suður- landi sl. nótt. – „Djúp hjólför eftir bíl fundust í skafli á vettvangi, einn- ig brjóstahaldari og kvenmanns- buxur með hlébarðamunstri. Köttum stal að talið er, tölvert þykir galin. Úr skafli komst með brjóstin ber, brókarlaus og kalin.“ Skírnir Garðarsson sagði að upp væri kominn nýr vinkill á að losa jeppa úr skafli. Illt er veður, erfið tíð, asahlákur vegi teppa. Brókarlaus í byl og hríð baslast konugrey á jeppa. Og bætti síðan við: „Eitt sinn var ég stöðvaður fyrir það eitt að aka léttklæddur, en það var að sumri.“ Skemmtilegt bréf fékk ég frá Sturlu Friðrikssyni eins og oft áð- ur: „Enn eru til kviðlingar, sem fólk fer oft með, en ég kann ekki nöfn á, mætti kalla ambögur. En ég hef einhvern tíma heyrt þær nefndar einhverju nafni. Ég kann nokkrar þvílíkar, en hér er ein alkunn, sem er einnig þekkt á þýsku. Gekk ég áðan göngin inn, rak ég mig á kvörnina, ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni.“ Hallmundur Kristinsson orti á Boðnarmiði: Allskyns skrautlega skækla skulum við reyna að tækla. Með djörfung og dug og dirfsku í hug nánar má nýta hækla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Svenni eða Gulli eða háttvirtur alþingismaður Í klípu „JÆJA, HVAÐ ER ORÐIÐ Á GÖTUNNI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FLUGVÉLINNI ÞINNI SEINKAÐI UM TÍU MÍNÚTUR. NOKKRIR SKRÚFBOLTAR SKUTUST ÚT.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að grilla sykurpúða yfir opnum eldi, saman. MÁN MÁN MÁN RÍF JÆJA, AÐ MINNSTA KOSTI ER MÁNUDAGURINN LIÐINN ÉG ÆTLA AFTUR Í RÚMIÐ NÚNA. AF HVERJU BÓKAÐI PABBI FUND Í MIÐJU FRÍINU OKKAR? ÞÁ GETUR HANN SKRIFAÐ FERÐINA SEM VIÐSKIPTAKOSTNAÐ! Umræður á pressukvöldi Blaða-mannafélags Íslands í síðustu viku voru áhugaverðar. Þar mættu til leiks stjórnendur Ríkisútvarpsins og Vefpressunnar, auk þess sem framkvæmdastjóri Stundarinnar, væntanlegs fjölmiðils, kynnti í gróf- um dráttum hvernig að þeirri starf- semi verði staðið. Og allt var þetta gott og blessað; þarna voru talna- súpur úr Excel-skjölum í töluðu máli. Hinu mikilvægasta var samt sleppt, það er blað, vefmiðill eða ljós- vaki hefur tæplega tilverugrundvöll nema hafa eitthvað fram að færa. Á hverjum miðli finna menn sína fjöl og ákveða á hvaða mið skuli róið. Til skemmri tíma kunna sögur af frægu fólki að duga vel; en munum þó að eðlinu samkvæmt er froðan fljót að leysast upp og verða að engu. Með öðrum orðum sagt þá þarf efni hvers miðils að hafa raunverulega inni- stæðu og skírskotun í líf almennings svo hann geti lifað. Hinn þungbúni nafnlausi skari verður að geta sam- samað sig í því sem sagt er frá. x x x Uppnám varð á Alþingi í dag; þettavar kjarnasetningin í upphafi fréttatíma í sjónvarpi í vikunni. En hvert var uppnámið? Jú, hressileg skoðanaskipti um eitt þessara hefð- bundnu dægurmála þar sem fólk rökræðir sig til niðurstöðu sem bærileg sátt næst um. x x x Íslendingar eru liðlega 300 þúsundog nú um stundir einkennist sam- félagið af ákveðinni jafnstöðu. Að minnsta kosti hefur þjóðarskútan oft ruggað hressilegar en gerist nú um stundir. Og séu mál skoðuð heild- sætt yfir lengri tíma má kannski segja að ekkert gerist á Íslandi sem raunverulega skiptir máli, að frá- töldum persónulegum atburðum í lífi hvers og eins, nema á um það bil fimm ára fresti. Og hvaða áhrifaríku mál eru þetta? Jú, við munum stað og stund þegar Broddi Broddason kom með fyrstu fregnir í útvarpinu og forsíða Morgunblaðsins næsta dag lifir í sjónminni okkar. Form- úlan er einföld – og vitnisburður um að fjölmiðill hafi staðið sína plikt og haft eitthvað að segja. víkverji@m- bl.is Víkverji Já, vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, vona á Drottin. (Sálmarnir 27:14)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.