Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 27
mjög sérkennilegt að einangra hann frá skipstjóra eða útgerðarmanni. Það verður afar erfitt að finna rétt- láta leið út úr þessum ógöngum.“ Þverfagleg rannsókn á lýðræði Þú fjallar um barnavernd og svo rétt fólks til að eignast börn? „Mikilvægt að gera greinarmun á tvenns konar ólíkum rétti. Það er annars vegar sú tegund æxlunar- frelsis að fólk geti hagað barn- eignum sínum að vild, sé ekki látið gangast nauðugt undir ófrjósemis- aðgerðir eða eitthvað slíkt. Þá erum við að tala um mannréttindi. Hin tegund æxlunarfrelsis er þá: Á fólk tilkall til þjónustu á þessu sviði sem lið í heilbrigðiskerfi sem rekið er fyrir almannafé? Þetta er flókin spurning. Við getum ekki gert allt í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum að taka erfiðar ákvarðanir um hvar eigi að setja mörkin. Ég tel að það þurfi að huga að brýnum lífs- tækifærum. Að menn geti gert hluti sem fólk er almennt fært um að gera, ganga, stunda vinnu og sjá um sig. En er það, að eignast börn, af slíku tagi? Barnaverndarsjónarmið eru mér hugleikin. Frumhugsunin er þá hagsmunir þess barns sem er að fæðast en ekki hitt, að verið sé að hugsa fyrst og fremst út frá hags- munum fullorðinna. Ég hef fært rök gegn nafnleyndinni, tel mikilvægt að fólk eigi kost á því að fá að vita um uppruna sinn. Ég hef alltaf haldið á lofti þessum málflutningi sem er að mínu viti barnaverndarsjónarmið.“ Hvað er í vændum hjá þér núna? „Ég er vinna að þverfaglegri rannsókn á lýðræði, veikleika þess og hvernig við getum styrkt það. Málþing verður um þessa rannsókn í maí og niðurstöður komast vonandi á bók. Ég er og með í bígerð bók á ensku og kannski tvær. Annars- vegar um lífsiðferðileg efni, sem ég hef skrifað mikið um og hins vegar um íslensk samfélagsmál. Mér er hugleikið ábyrgðar- hugtakið, við tölum mikið um nauð- syn þess að axla ábyrgð. Mér finnst skemmtilegt hvað þetta getur haft margþætta merkingu. Svo sem per- sónulega fyrir okkur hvert og eitt – við þurfum að axla ábyrgð og lifa okkar lífi. Síðan getur maður tekið inn í þetta margvíslegt samhengi, svo sem pólitísk ábyrgð. Í hinu fræga lekamáli kristallast hugmyndir um hvernig hægt er að draga fólk til pólitískrar ábyrgðar.“ Erum við Íslendingar að axla ábyrgð? „Vænlegasta leiðin til þess að læra ekki af kreppu er að leita rótanna að óförunum erlendis. Umsáturskenn- ingarnar hafa verið notaðar og aukin þjóðernishyggja. Ef við keyrum upp okkar ágæti, segjum ófarir okkar öðrum að kenna erum við nánast sem pólitísk heild að laumast undan ábyrgð. Það mikilvægasta sem við getum gert er að læra af því sem gerðist og axla ábyrgðina sjálf. Ekki með því einu að draga hina og þessa ein- staklinga til ábyrgðar, þó það sé auð- vitað mikilvægt frá réttlætissjónar- miði, heldur með framsýnni ábyrgð. Við borgarar þess lands gegnum mismikilvægum hlutverkum í þessu skyni, en við þurfum öll að axla þá ábyrgð að byggja traust samfélag sem veitir viðnám eyðingaröflum.“ samfélag Morgunblaðið/Kristinn MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Kvikmyndin Birdman var valin af félagi kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum, Producers Guild, besta kvikmynd ársins þegar til- kynnt var um val félagsmanna á bestu myndum liðins árs. Hafði hún betur en Boyhood sem margir töldu líklegasta til að hreppa hnossið. Síð- ustu sjö ár hefur kvikmyndin sem hlýtur þessi verðlaun einnig hreppt Óskarsverðlaunin. The Lego Movie var valin besta teiknimyndin, besta heimildakvik- myndin var valin Life Itself,, um kvikmyndarýninn Roger Ebert, besta sjónvarpsþáttaröðin var Breaking Bad og besta gamanefnið í sjónvarpi Orange Is the New Black. AFP Birdman Alejandro González Iñárritu leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. Bandarískir framleiðendur velja Birdman bestu kvikmynd liðins árs Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520 bilajoa.is Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 31/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Mið 28/1 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Aðeins sýnt út febrúar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 29/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 17:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fim 29/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Mið 28/1 kl. 20:00 6.k. Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Mið 11/2 kl. 20:00 Aukas. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Fim 19/2 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.