Morgunblaðið - 26.01.2015, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
0
24
3
jonogoskar.is Sími 552 4910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
26. jan–2. feb.
Verið velkomin!
Tilboðsdagar
15–50% afsláttur af öðrum úrum
30–50% afsláttur af völdum skartgripum
20% afsláttur af öðrum skartgripum
15% afsláttur af trúlofunar- og giftingarhringum
50–70% afsláttur af Michael
Armani, Diesel, Adidas, Foss
DKNY og Ca
s,Kor
il,
sio.
15–70%afsláttur
Senn líður að því að bókin Mein
Kampf eftir Adolf Hitler renni úr
höfundarrétti, en hinn 30. apríl nk.
verða 70 ár liðin frá því Hitler
svipti sig lífi. Höfundarrétturinn
hefur tilheyrt bæverska sambands-
ríkinu sem hefur á umliðnum ára-
tugum ekki veitt leyfi fyrir endur-
prentun bókarinnar. Þjóðverjar
óttast að nýnasistar hyggist gefa út
bókina með eigin athugasemdum og
að slík útgáfa geti haft skaðleg
áhrif á orðspor landsins. Á árinu
2016 er von á nýrri þýskri útgáfu
bókarinnar með ítarlegum athuga-
semdum fræðimanna.
Margir bókaútgefendur vilja þó
ekki bíða svo lengi heldur stefna að
því að setja prentvélarnar af stað
um leið og dánardagurinn rennur
upp. Meðal þeirra er lítil dönsk
bókaútgáfa í eigu Jørgens Paludan.
„Við munum prenta bókina reynist
áhugi fyrir því,“ segir Paludan í
samtali við Politiken, en forlag hans
gaf árið 1966 út bókina með at-
hugasemdum Svens Henningsens
sagnfræðiprófessors þrátt fyrir
mikil mótmæli ráðamanna í bæ-
verska sambandsríkinu. Hjá stóra
danska forlaginu Gyldendal dettur
mönnum ekki til hugar að endur-
prenta bókina. „Við viljum ekki
gefa út svona viðurstyggilega bók
sem hefur orðið til þess að ala á
ómældu hatri og óheyrilegum
hörmungum í mannkynssögunni,“
segir Johannes Riis, útgáfustjóri
hjá Gyldendal.
AFP
Eldfim Mein Kampf kom fyrst út
1925 og er ævisöguleg bók Hitlers.
Mein Kampf
endurútgefin?
Heimildarkvikmynd um Bill Clinton
fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem
hinn virti leikstjóri Martin Scorsese
vann að fyrir HBO sjónvarpsstöðina,
hefur verið lögð til hliðar, ótímabund-
ið, að sögn The New York Times.
Verkefnið mun hafa stöðvast sök-
um listræns ágreinings og hver ætti
að ráða hverju. Samkvæmt frétt
blaðsins vildi Clinton fá að stjórna því
hvaða spurninga hann væri spurður
og hafa afskipti af lokaklippingu
verksins. Talsmaður Clintons sagði
þá skýringu „ónákvæma“.
Tökur á kvikmyndinni hafa staðið
yfir síðustu tvö ár og átti meðal ann-
ars að fylgjast með forsetanum í ferð
til Suður-Afríku þar sem hann studdi
við góð verkefni sem unnið er þar að.
Talsmaður Scorsese kaus að tjá sig
ekki um málið en í yfirlýsingu frá
HBO segir að ekki verði lokið við
kvikmyndina í bráð en það þýði ekki
að hún verði ekki gerð.
Fyrst þegar greint var frá gerð
kvikmyndarinnar sagði Scorsese
Clinton vera risastóran karakter sem
væri enn einhver „sterkasta röddin
um málefni heimsins“. Hann bæti við
að með ítarlegum viðtölum við forset-
ann vonaðist hann til að gefa fyllri
mynd af honum en fólk hefði haft.
Á þeim tíma lýsti Clinton yfir
ánægju sinni með að vera viðfangs-
efni hins „goðsagnakennda leik-
stjóra“.
Kvikmynd Scorsese um Clinton sett í salt
Scorsese og Clinton Leikstjórinn hugðist gera upplýsandi kvikmynd um
forsetann fyrrverandi. Verkefnið hefur nú verið sett ótímabundið á ís.
AFP
Félagarnir í hljómsveitinni Hundur
í óskilum, þeir Hjörleifur Hjartar-
son og Eiríkur Stephensen, halda á
morgun, þriðjudag klukkan 17, fyr-
irlestur í Listasafninu á Akureyri,
Ketilhúsi, undir yfirskriftinni
Hundalógík. Þar munu þeir félagar
velta fyrir sér Hundi í óskilum og
hvort eitthvað sé á bak við hann.
Hundur í óskilum varð til í leik-
félagspartíi á Dalvík fyrir 20 árum
og ætlaði sér, samkvæmt tilkynn-
ingu, aldrei stóra hluti. Þrátt fyrir
litlar væntingar í upphafi hefur
hljómsveitin „troðið upp við fjöl-
breyttar aðstæður beggja vegna
Atlantsála, gefið út tvær plötur án
þess að fara í stúdíó, haldið úti
óskalagaþætti í útvarpi fyrir minni-
hlutahópa, haldið uppi innanlands-
flugi Flugfélags Íslands, starfrækt
tveggja manna leikhús og hlotið
tvær grímur fyrir leikhústónlist en
aldrei sungið í Frostrósum.“ Að-
gangur að fyrirlestrinum er ókeyp-
is.
Fyrirlestur Hunds í
óskilum í Ketilhúsi
Morgunblaðið/Ómar
Hundur Félagarnir Hjörleifur og Eiríkur.