Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 4

Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Morgunblaðið/Þórður Á æfingu Tónlistarskólar í Reykja- vík eiga í fjárhagserfiðleikum. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is „Það er í undirbúningi að fara í mál við Reykjavíkurborg. Í gegnum lög- fræðing höfum við sent innheimtu- bréf á borgina og það skilaði því að borgin bauð okkur tilboð sem við fögnuðum en gátum því miður ekki sæst á. Núna er vika síðan við höfn- uðum því og engin viðbrögð hafa bor- ist,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar De- metz, en skólinn krefst þess að borgin greiði launakostnað tæplega fjögur ár aftur í tímann. Skólinn hefur eins og aðrir tónlist- arskólar í Reykjavík átt í deilum við Reykjavíkurborg sem neitar að greiða launakostnað kennara og stjórnenda á mið- og framhaldsstigi í söngskólum og telur að ríkið eigi að greiða launin. Skólinn sendi bréf á mennta- og menningarmálaráðherra vegna deilunnar og fékk svar sem styður við kröfur skólans. Í bréfinu, sem Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra skrifaði til Söngskóla Sig- urðar Demetz, var ítrekað að sam- kvæmt 7. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla (nr. 75/ 1985) bæri sveitarfélögum sem reka tónlistarskóla að greiða launakostnað kennara og skólastjóra við þá skóla. Þá kom fram í erindi söngskólans að kennsluframlag sem skólinn fær frá Reykjavíkurborg standi undir 65% kennslukostnaðar. „Skýlaus stuðningsyfirlýsing“ „Bréfið er á sinn hátt afgerandi gagnvart jöfnunarsjóðsframlaginu frá ríkinu,“ segir Gunnar og vísar þá til þess að ríkið leggi fram fé til efl- ingar tónlistarnámi samkvæmt sam- komulagi Sambands íslenskra sveit- arfélaga (SÍS) og ríkisins, sem greiðist í gegnum jöfnunarsjóð SÍS, en túlkun Reykjavíkurborgar er sú að ríkið hafi tekið að sér að fjármagna launakostnað kennslu á mið- og fram- haldsstigi í söngskólum. „Það má lesa í bréfinu að ráðherra sé ekkert sér- staklega ánægður með nýtingu fjár- magnsins, að honum finnist rétt að fjármunirnir sem eigi að vera til efl- ingar og jöfnunar á aðstöðumun nem- enda séu notaðir sem fjármögnun á liðnum. Þetta er skýlaus stuðnings- yfirlýsing við það sem við höfum ver- ið að segja,“ segir Gunnar. „Við getum greitt launakostnað í mars og apríl en það er ekki víst að við getum greitt laun í maí. Ef ekki verður komið til móts við okkur verð- um við að sækja um yfirdrátt í banka eða lýsa yfir gjaldþroti,“ segir Gunn- ar um fjárhagsstöðu skólans. Hvorki náðist í Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs, né Dag B. Eggertsson borgarstjóra við gerð fréttarinnar í gær. Undirbúa mál gegn Reykjavíkurborg  Söngskóli Sigurðar Demetz fær ekki greiddan launakostnað frá borginni  Menntamálaráðherra segir að sveitarfélögum beri að greiða launakostnað kennara hjá tónlistarskólum  Stefnir í gjaldþrot Ágreiningurinn » Árið 2011 var undirritað samkomulag um eflingu tón- listarnáms milli SÍS og ríkisins sem fól í sér kennsluframlag úr ríkissjóði til mið- og fram- haldsnáms í tónlistarskólum. Öll sveitarfélög í landinu, að Reykjavíkurborg undanskilinni, fóru þá leið að greiða skólum það sem upp á vantaði svo all- ur launakostnaður fengist greiddur. » Fjárhagsstaða tónlistar- skóla í Reykjavík er því slæm. Framlagið frá ríkinu nær ekki yfir allan launakostnað og borgin neitar að greiða það sem vantar upp á. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tekjur ríkissjóðs í fyrra voru þær hæstu síðan árið 1998 eða ríflega tvær milljónir króna á mann. Þær hafa að- eins tvisvar verið hærri á hvern lands- mann á tíma- bilinu. Þetta kemur fram í greiningu Analytica sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Tölurnar í töfl- unni hér til hliðar hafa verið núvirt- ar og eru því sam- anburðarhæfar. Eins og taflan sýnir hafa tekjurnar á þessu tímabili aldrei verið jafn miklar og í fyrra. Þær voru 665 milljarðar í fyrra eða um 15 milljörðum meiri en árin 2005 og 2007. Landsmönnum hefur fjölgað á tímabilinu og voru tekjurnar í fyrra þær þriðju hæstu á hvern landsmann. Tugmilljarðar fyrir Símann Rifja má upp að árið 2005 var eignarhlutur ríkisins í Símanum seld- ur og voru sölutekjurnar 66,7 millj- arðar króna, að því er fram kemur í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu 2003-2007. Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, segir arðgreiðslur til ríkissjóðs frá fjármálafyrirtækjum eiga stóran þátt í að tekjur ríkisins aukast um rúma 105 milljarða milli ára. Arðgreiðslur frá fjármálastofn- unum hafi verið um 40 milljörðum hærri en áætlað var í fjárlögum. En eins og Morgunblaðið hefur sagt frá var í fjárlögum gert ráð fyrir 6,9 millj- arða króna arðgreiðslu frá Lands- bankanum en stjórn hans hefur nú lagt til að greiddir verði út 24 millj- arðar til eigenda. Ríkið á 98% hlut í bankanum. Yngvi bendir á að endurgreiðsla frá Seðlabankanum vegna eiginfjárfram- lags ríkisins eftir bankahrunið eigi einnig þátt í tekjuaukanum. Hún taki að hluta til form arðgreiðslu. Sérstak- ur skattur á fjármálafyrirtæki, öðru nafni bankaskattur, nam 34,5 millj- örðum í fyrra og er það 0,2 milljörðum undir áætlun. Stærstur hluti þeirrar fjárhæðar fer til að fjármagna skulda- leiðréttinguna. Tekjustofnar breikka Vöxtur ýmissa tekjustofna sýnir vaxandi umsvif í hagkerfinu. Þannig var tekjuskattur lögaðila 65,9 millj- arðar í fyrra en 40,5 ma. 2013 og er það 62,9% aukning. Þá jókst virðis- aukaskattur úr 141,9 milljörðum í 152 ma. milli ára og er það ríflega 7% aukning. Jafnframt jókst tekjuskatt- ur einstaklinga úr 109,5 milljörðum í 117,6 ma. og jókst því um 7,3%. Við áætlun á hagvexti í fyrra styðst Analytica við spá Seðlabankans í síð- ustu Peningamálum um 2% hagvöxt í fyrra. Tölurnar fyrir tímabilið 1998 til 2014 eru núvirtar út frá ársmeðaltali verðvísitölu landsframleiðslu. Hagstofan birtir í dag nýjar tölur um hagvöxt í fyrra. Hagstofan áætl- aði í desember að hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefði verið 0,5%. Til samanburðar áætlar Seðla- bankinn í nýjustu Peningamálum, sem birt voru í febrúar, að hagvöxtur yrði 2%. Nýjar tölur Hagstofunnar í dag munu því skera úr um hvort skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu séu að minnka eins mikið og vonir hafa verið bundnar við. Í hnotskurninni hér fyrir ofan er hlut- fallið síðustu tvö árin borið saman og skuldirnar settar í samhengi við fjár- magnskostnað ríkisins. Rúmar 2 milljónir á mann  Tekjur ríkissjóðs í fyrra voru þær þriðju hæstu á hvern landsmann frá 1998  Ríkisstekjur á mann voru nánast jafn miklar og árið sem Síminn var seldur Skuldahlutfall lækkar » Lánamál ríkisins birtu í gær nýjar tölur yfir heildar- skuldir ríkissjóðs. » Skuldirnar voru 1.509 milljarðar eða 75,5% af landsframleiðslu en voru í mars 2014 1.450 milljarðar eða 77,7% af lands- framleiðslunni. » Í báðum tilfellum er miðað við spár Seðlabankans. » Fjármagnskostnaður ríkis- ins var 76,9 milljarðar 2014 en 75,9 milljarðar 2013. » Stór hluti þessarar upp- hæðar er tilkominn vegna kostnaðar við hrunið. Morgunblaðið/Ómar Skúlagata í Reykjavík Efnahagsbatinn er farinn að skila ríkissjóði auknum tekjum. Arðgreiðslur áttu verulegan þátt í tekjuaukanum í fyrra. Tekjur ríkissjóðs 1998-2014* Í milljónum króna 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Tekjur 351.556 396.888 407.306 398.545 399.502 441.955 465.620 639.863 561.517 640.898 563.564 486.475 514.492 507.711 531.894 560.813 665.819 Raunaukning 12,9% 2,6% -2,2% 0,2% 10,6% 5,4% 37,4% -12,2% 14,1% -12,1% -13,7% 5,8% -1,3% 4,8% 5,4% 18,7% Hlutf. af VLF** 27,8% 30,1% 29,5% 27,8% 27,8% 29,9% 29,1% 37,7% 31,8% 33,1% 28,7% 26,1% 28,5% 27,5% 28,5% 29,1% 33,8% Mannfjöldi 1. jan. 272.381 275.712 279.049 283.361 286.575 288.471 290.570 293.577 299.891 307.672 315.459 319.368 317.630 318.452 319.575 321.857 325.671 *Heimild: Fjármálaráðuneytið/Analytica.**Hlutfall af vergri landsframleiðslu. Tekjur á mann 1.290 1.439 1.459 1.406 1.394 1.532 1.602 2.179 1.872 2.083 1.786 1.523 1.619 1.594 1.664 1.742 2.044 Yngvi Harðarson Hæstiréttur hef- ur fellt úr gildi úrskurð Héraðs- dóms Reykjavík- ur um að karl- maður, sem grunaður er um alvarlega líkams- árás, sæti gæslu- varðhaldi. Héraðsdómur hafði að kröfu lögreglu úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 3. apríl nk. en Hæstiréttur taldi ekki, að af gögn- um málsins yrði ráðið að brot mannsins varðaði við 218. grein hegningarlaga þar sem viðurlög eru allt að 16 ára fangelsi. Það lagaákvæði á við ef stórfellt líkams- eða heilsutjón hlýst af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar og þeirra tækja sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu. Maðurinn var handtekinn í febr- úar, grunaður um að hafa ráðist á annan mann og veitt honum áverka í andliti með hnífi. Einnig lék grun- ur á að maðurinn og tveir félagar hanshefðu verið vopnaðir byssum. Gæsluvarð- hald fellt úr gildi  Lagaskilyrði ekki talið uppfyllt Hæstiréttur Úr- skurður úr gildi. Tveir laumu- farþegar voru teknir um borð í skipinu Norrænu í Þórshöfn í Fær- eyjum á sunnu- dag. Þeir eru frá Marokkó og segj- ast vera 14 og 15 ára gamlir. Þeir komust um borð í skipið í Dan- mörku og ætluðu að fara með því til Íslands þar sem þeir ætluðu að óska eftir hæli. Þetta kom fram í frétt færeyska útvarpsins. Vera drengjanna uppgötvaðist áð- ur en skipið lagðist að bryggju í Þórshöfn en þeir náðust á örygg- ismyndavél. Þar voru þeir teknir. Í frétt færeyska útvarpsins kom einnig fram að drengirnir hefðu búið í Danmörku. Þeir voru sendir til Danmerkur með flugi í gærmorgun. Laumuðust í Norrænu Ferja Norræna er eftirsótt skip.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.