Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 16
SKÁK Helgi Ólafsson helo@simnet.is Tæplega 300 skákmenn eru skráðir til leiks á Reykjavíkurskákmótinu sem verður sett í Hörpu í dag. Það er mesti fjöldi sem um getur í sögu mótsins sem fyrst var haldið í Lídó í vetrarbyrjun árið 1964. Á 50 ára af- mælismótinu í fyrra voru keppendur 254 talsins. Mótið í ár er að þessu sinni tileinkað Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem varð 80 ára fyrr á þessu ári. Hann var meðal keppenda á fyrsta mótinu 1964. Keppnisfyrirkomulagið er með hefðbundnu sniði, tefldar verða tíu umferðir en keppendur geta óskað eftir ½ vinnings yfirsetu í einni af sjö fyrstu umferðunum. Tímamörk gera ráð fyrir því að eftir hvern leik bætist 30 sekúndur við tímann, þ.e. 90 mín- útur + 30 sekúndur á fyrstu 40 leik- ina og eftir það 30 mínútur + 30 sek- úndur til loka skákar. Meðal nýmæla er að nú má ekki bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa lokið 30 leikjum. Þetta ákvæði er í takt við þróun alþjóðlegra skákviðburða og kemur í veg fyrir stutt jafntefli án baráttu. Þá geta þátttakendur ekki komið með síma á skákstað eða önnur slík tæki en vegna svindlmála og al- mennrar tortryggni á keppnisstað hefur alþjóðaskáksambandið FIDE nýlega samþykkt strangar reglur sem leggja blátt bann við notkun slíkra tækja. Taflmennskan hefst kl. 15 flesta keppnisdagana nema næsta fimmtudag þegar tefldar verða tvær umferðir. Sú fyrri hefst kl. 10 um morguninn og seinni skák þess dags hefst kl. 17. Öflugir keppendur – pollrólegur Perúmaður Stigahæsti keppandinn á Reykja- víkurskákmótinu er Aserinn Shakriy- ar Mamedyarov sem er með 2.756 elo- stig og er sem stendur nr. 13 á heims- listanum. Næststigahæsti keppandinn er Tékkinn David Nav- ara sem er með 2736 elo og er í 22. sæti á heimslistanunm. Þriðji stiga- hæsti keppandinn er svo Úkraínu- maðurinn Pavel Eljanov sem er með 2.727 elo-stig og er í 27. sæti á heims- listanum. Fjölmargir aðrir þekktir skákmenn og -konur eru meðal þátt- takenda. Má þar nefna Artur Jusu- pov sem nú teflir fyrir Þjóverja og tefldi síðast hér á landi árið 1990 en hann var þá í liði Sovétríkjanna sem tók þátt í Stórveldaslag VISA ásamt úrvalsliðum Norðurlanda, Bandaríkj- anna og Englands. Granda Zuniga, sterkasti skák- maður Perú um áratuga skeið, teflir í fyrsta sinn hér á landi en á ólympíu- mótinu í Bled í Slóveníu árið 2002 vakti hann mikla athygli sérlegs að- stoðarmanns íslenska liðsins, Gunn- ars Eyjólfssonar leikara, fyrir ein- hverja mögnuðustu hugarró sem hann hafði orðið vitni að hjá skák- manni. Meðal annarra keppenda má nefna Armenann Sergei Movsesian. Þekkt- asta skákkonan í keppendahópnum er indverska skákdrottningin Tania Sadchev. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson eru stiga- hæstir íslensku stórmeistaranna en einnig eru í hópi keppenda Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielssen, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þór- hallsson. Aðrir öflugir skákmenn eru bræðurnir Björn og Bragi Þorfinns- synir, Jón Viktor Gunnarsson, Guð- mundur Kjartansson og Dagur Arn- grímsson. Þá mun athyglin einnig beinast að yngstu þátttakendunum en einn þeirra, nýbakaður Norð- urlandameistari ungmenna, Dagur Ragnarsson, hækkaði milli mánaða um tæplega 300 elo-stig á síðasta stigalista FIDE. Heimsmeistarinn vill komast í fótbolta Magnús Carlsen, heimsmeistari í skák, er væntanlegur til landsins á föstudaginn og dvelur hér fram á mánudag. Hann kemur hingað til að fylgjast með föður sínum Henrik Carlsen sem tekur þátt í mótinu ann- að árið í röð og einnig vini sínum og hjálparhellu til margra ára, Jon Lud- vig Hammer. Á bloggsíðu sinni minn- ist Magnús þess að hann hafi teflt á Reykjavíkurmótunum 2004 og aftur 2006. Frægð hans náði nýjum hæðum í Noregi þegar hann tefldi nokkrar skákir með styttri umhugsunartíma við Garrí Kasparov og Anatolí Kar- pov á Reykjavik rapid-mótinu sem fram fór í kjölfar Reykjavíkurmóts- ins í mars 2004. Ekkert liggur fyrir um dagskrá heimsmeistarans en hann verður hér í einkaerindum. Hann hefur þó óskað eftir því að komast í fótbolta enda ágætur í þeirri grein og eftir að hann varð heimsmeistari haustið 2013 var hann fenginn til að taka fyrsta spark- ið í heimaleik Real Madrid, sem er uppáhaldslið hans í spænska bolt- anum. Metfjöldi á Reykjavíkurskákmóti  Mótið tileinkað Friðriki Ólafssyni  Heimsmeistarinn kemur til Íslands að fylgjast með föður sín- um og vini tefla  Pollrólegur Perúmaður og indversk skákdrottning meðal keppenda  Sett í dag EPA Heimsmeistarinn í Reykjavík Magnus Carlsen náði að skoða verk Ver- meers, Stúlka með perlueyrnalokka, er hann tefldi í Amsterdam í janúar. Morgunblaðið/Ómar Mótið tileinkað meistara Friðrik Ólafsson situr að tafli við Garrí Kasparov á Heimsmótinu í skák í Tónlistarhúsi Kópavogs í apríl 2000. Reykjavíkurskákmótið er að þessu sinni tileinkað Friðriki, sem varð áttræður fyrr á árinu. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er Tvær farþegaþotur Icelandair, önn- ur á leið frá München og hin frá Helsinki, lentu á varaflugvöllum á sunnudag. Önnur í Reykjavík og hin á Akureyri. Auk þess lenti kanadísk herflugvél í Reykjavík. Lendingarskilyrði voru á köflum erfið á Keflavíkurflugvelli á sunnu- dag. Sunnan- og suðvestanéljagang- urinn olli því að lendingarskilyrði voru ekki alltaf ásættanleg, að sögn talsmanns Isavia. Ætla má að á fjórða hundrað far- þega hafi verið í farþegaþotunum tveimur. Þær tóku eldsneyti í Reykjavík og á Akureyri en farþeg- arnir fóru ekki frá borði. Flugvélarn- ar héldu síðan til Keflavíkur. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði að flugvélar á leið frá Evrópu til Íslands síðdegis á sunnudag hefðu sumar hverjar þurft að hringsóla í biðflugi vegna slæmra lendingarskilyrða í Keflavík. Ákveð- ið hefði verið að lenda tveimur þeirra á varaflugvöllunum. Veðrið olli seinkunum á flugferð- um Icelandair á sunnudagskvöld. Guðjón sagði að óvenjumikil röskun hefði orðið á flugi síðustu vikurnar vegna veðurs. Allar flugvélar WOW Air lentu á réttum tíma í Keflavík um helgina, að sögn félagsins. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Reykjavíkurflugvöllur Eins og má var skyggnið afar slæmt um tíma í gær. Tvær þotur lentu á varaflugvöllum  Mikil röskun á flugi undanfarið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.