Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 18
REYKJAVÍK MIÐBORG H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Barnamenningarhátíð verður hald- in í fimmta sinn í Reykjavík í næsta mánuði. Markmið hennar er að efla menningarstarf fyrir og með börn- um og ungmennum í borginni, lyfta barna- og unglingamenningunni á stall og gera hana öllum sýnilega. Hátíðin fer um öll hverfi borg- arinnar og rúmar allar listgreinar og annað sem að börnum og menn- ingu þeirra snýr. Dagskráin í ár er ekki fullfrágengin, en greint hefur verið frá því að eftirfarandi verk- efni vegna hátíðarinnar hafi hlotið styrki frá borginni: Náttúru(h)ljóð og myndir – samstarfsverkefni Grasagarðsins, Listaháskóla Ís- lands og Laugarnesskóla. Tíra, æv- intýraheimurinn okkar – sam- starfsverkefni Kjarvalsstaða og leikskólanna Lindarborg, Njáls- borg og Barónsborg. Reykjavík got Talent – samstarfsverkefni fé- lagsmiðstöðva í borginni. Lögin hans Tryggva – samstarfsverkefni Tónskóla Sigursveins, Hamrahlíð- arkórsins og leikskóla í Reykjavík. Skólabrú – samstarfsverkefni Danslistaskóla JSB og grunnskóla. Tréskúlptúrar – samstarfsverkefni myndhöggvarafélagsins og grunn- skóla. Dansverk – samstarfsverk- efni Íslenska dansflokksins og Klettaskóla. Myndlistasýning barnanna – samstarfsverkefni Ekk- iséns og Listamannakofans. Heyrðu villuhrafninn mig – samstarfsverk- efni Dúó stemmu og Hannesarholts. Allir í leik út á róló – Félag um leik- vallarskýli í samstarfi við Borg- arsögusafnið. Sviðslistahátíð Assi- tej fyrir börn á öllum aldri. Upptakturinn – tónsköpunarverð- laun barna og ungmenna. Hátíðin fer um öll hverfi borgarinnar Barnamenningarhátíð haldin í fimmta sinn Morgunblaðið/Golli Barnamenning Einn hluti dagskrárinnar í fyrra var í Vatnsmýrinni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þjófnaður á farsímum er 45% allra tilkynninga um þjófnaði sem á árinu hafa borist lögreglustöð 5 á höfuð- borgarsvæðinu, en hún þjónar mið- borg og Vesturbæ Reykjavíkur sem og Seltjarnarnesi. Tilkynningar um þjófnaði það sem af er ári eru nú orðnar 141 og í 63 tilvikum er um stuld á símtækjum að ræða. „Kúfur tilkynninga kemur gjarnan í byrjun vinnuvikunnar, en símunum er flest- um stolið á skemmtistöðum í mið- borginni um helgar,“ segir Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Sé höfuð- borgarsvæðið allt undir þá hafa lög- reglu borist 96 tilkynningar um þjófnað á símum frá janúarbyrjun fram í þessa viku. Í fyrra voru þess- ar tilkynningar 570, 670 árið 2013 og 502 á árinu 2012. Kristján Ólafur segir að þessum málum sé sinnt eftir föngum. Um 40% símanna finnast aftur „Fjarskiptafyrirtækin leita með rafrænum hætti týndra og stolinna síma eftir beiðni frá viðskiptavinum. Lögregla fær svo málin til rann- sóknar finnist símarnir í notkun. Bráðabirgðatölur frá árinu 2013 sýna að tæplega 40% síma sem til- kynntir eru stolnir og eigendur láta leita að í kerfum símafyrirtækjanna, finnast í notkun hér á landi. Eig- endur biðja þó ekki um leit í öllum tilvikum og lögregla kemur sjálf ekki að þeim nema því aðeins að Morgunblaðið/Þórður Túristar Farsímar eru þarfaþing og til margs gagnlegir. Þó er mikilvægt að sýna aðgát, séu fingralangir á ferð. Grunsemdir um skipu- lagðan farsímaþjófnað  Líkist faraldri í miðborginni  45% skráðra þjófnaðarmála Kristján Ólafur Guðnason Markmið hina nýja aðalskipulags Reykjavíkur er að borgarbúar geti ferðast sem mest um borgina án þess að hafa bifreið til umráða. Einn liður í því er að skapa Lauga- veginum sess sem göngugata að hluta til. Vinningstillaga um skipu- lag Laugavegar milli Snorrabraut- ar og Skólavörðustígs, sem kynnt var í janúar, felur í sér aukna áherslu á gangandi og hjólandi um- ferð um götuna. Höfundar tillög- unnar eru Birgir Teitsson, Hulda Sigmarsdóttir og Sara Axelsdóttir, arkitektar hjáArkís arkitektum. Í áliti dómnefndar segir að til- lagan sýni „góða og sannfærandi útfærslu, þar sem efnisval er gott og hugmyndir vel útfærðar“. Enn- fremur: „Lýsing í götu og rýmum er vel leyst sem og við götugögn. Götutorg eru áhugaverð og sama má segja um lausn á bílastæðum fyrir mismunandi árstíma. Tillögur um götugögn og gróðurbeð virka sannfærandi. Hugmyndir um yf- irborð eru með góðu jafnvægi en vinna mætti meira með efnisval. At- huga þarf betur flæði gangandi um- ferðar og bíla. Tillagan er vel unn- in, sýnir ágætt heildaryfirbragð Laugavegar og góðar úrlausnir.“ Teikning af vef Reykjavíkurborgar. Vinningstillagan Svona á Laugavegurinn að líta út innan tíðar. Gangandi og hjólandi umferð í forgang  Áform uppi um endurbætur á Laugavegi Fermingargjafir falleg rúmteppi - til í mörgum litum Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14,108 Reykjavík | Sími 525 8200 | www.z.is | Opið virka daga 10-18 — laugardaga 11-15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.