Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hlustun áútvarphefur mikið breyst á liðnum árum. Framboð fjöl- miðlunar hefur margfaldast og neytandinn ræð- ur sinni dagskrá að veru- legu leyti. Sami veruleiki blasir við öðrum hefð- bundnum miðlum en út- varpi. En þar sem athyglin hefur beinst nokkuð að prentmiðlum síðustu árin, og í kjölfarið að áskriftar- sjónvarpi, sem á erfitt, hef- ur annað umhverfi útvarps horfið í skugga. Könnunarfyrirtækið Capacent skoðaði hlustun á útvarp í janúarmánuði sl. Niðurstöðurnar eru mjög athyglisverðar. Ekki var borin saman hlustun nú og á fyrri árum, enda sambærileg mælinga- tækni ekki fyrir hendi þá. Án þess að hafa þess háttar vísindalegar forsendur við höndina er óhætt að gefa sér að gjörbreyting hefur orðið á útvarpshlustun síðustu ár og áratugi. Þannig hlustar aðeins mjög fámennur hóp- ur á útvarp frá kl. 18:15 til miðnættis og nánast enginn nóttina sem á eftir fer. Af könnuninni má ráða, með því að skoða tölur hennar um hlustun á útvarp og bera þær saman við talnaefni um vefmiðla, að hlustun á alla útvarpsmiðla samanlagt nær aðeins að vera brot af þeim fjölda sem skoðar mbl.is daglega. Þá er eftirtektarvert hve Bylgjan hefur sett Ríkis- útvarpið, með allt sitt fé og mannafla, aftur fyrir sig með afgerandi hætti. Jafn- vel þegar Ríkisútvarpið skellir tveimur rásum sínum saman hefur það ekki roð við Bylgjunni, ef hádeg- isfréttir eru taldar frá. Hlustun á þann fréttatíma er þó minni en ætla mætti, ef miðað er við það sem áður var. (Síðasta lag fyrir fréttir er nánast horfið úr hlustun ef marka má graf sem fylgdi.) Aðalfréttatími „RÚV,“ sex-fréttirnar, sem nú eru kallaðar Spegillinn, virðist aðeins fá 7% hlustun. Hvernig stendur á því að svo fáir ljá nú orðið aðal- fréttatímanum eyra, þótt þeir kosti hann allir? Í öðrum könn- unum sama fyr- irtækis hefur komið fram að fréttir Ríkis- sjónvarpsins ná því ekki að vera í hópi þeirra 10 dagskrárliða sem mest er fylgst með. Gríninnslagið „Hraðfréttir“ kemst hins vegar inn á þann lista! Fréttastofa „RÚV“ gæti svo sem fengið inni í „Hraðfréttum“ og þar borið fyrir sig að miðað við fylgi Samfylkingarinnar sé þetta áhorf og hlustun ekki eins slæmt og virðist. En það er til umhugsunar af þessu tilefni, að megin- réttlætingin fyrir nauðung- aráskrift almennings að RÚV hefur verið „hið mik- ilvæga öryggishlutverk stofnunarinnar“. Er þessi margtuggna klisja ekki orð- in mjög hæpin? Í hverju felst öryggishlutverk stofn- unar sem sífellt færri leita til um hlustun eða áhorf? Sárafáir eða engir eru í sambandi við þessa stofnun drýgstan hluta sólarhrings- ins. Komi eitthvað upp er farið inn á mbl.is eða hlust- að á keppinautinn. Væri ekki eðlilegra að hið opinbera semdi við Bylgj- una um þetta öryggis- hlutverk? Hún mun vera rekin fyrir mun minna fé en keppinauturinn en skákar honum um hlustun. Ekki er hægt að treysta á að atburð- ir sem kalla á öryggisstofn- unina ómissandi gerist á þessu korteri (12:15-12:30) þar sem hlustun á „RÚV“ er enn mest, en þó aðeins 12%. Ekki hefur farið framhjá neinum að „RÚV“ er mjög sjálfhverf stofnun, þótt hún sé eina stofnun ríkisins sem sögð er í lögum vera rekin í þjóðarþágu. Það ætti að auðvelda henni að fara í vandaða naflaskoðun til að reyna að átta sig á, hvers vegna þessa „þjóðarstofn- un“ hefur borið svo mjög af leið. Slík naflaskoðun gæti ver- ið bæði gagnleg og nauðsyn- leg, þótt ekki sé hægt að gera ráð fyrir að margir hefðu áhuga á að fylgjast með henni í beinni útsend- ingu fremur en svo mörgu öðru sem gerist þar innan veggja. Af einhverjum ástæðum hefur stórmerkileg könn- un ekki fengið mikla umfjöllun alls staðar} Er síðasta lag fyrir fréttir nú? K jarnakonan Margrét Erla Maack ritaði á dögunum stórgóðan pistil um „Hæversku stúlkuna“ sem fjallar um þá rótgrónu hug- mynd að fyrirferðarmiklar kon- ur séu óaðlaðandi. Pistillinn hitti mig, líkt og svo margar aðrar, beinustu leið í hjartastað enda hefur mér alltaf legið hátt rómur bæði bókstaflega og í óeiginlegri merkingu. Ég hef svo sannarlega fengið að heyra það í gegnum tíðina að skvettuskapur þyki óheppilegur til undaneldis en ég hef aldeilis gefið öllum efa- semdaröddum fingurinn, því í dag á ég kött. En svona í fúlustu alvöru þá er það rétt sem Margrét segir, að við skvetturnar mynd- um ekki vilja þykjast vera friðsæl fljóð fyrir einhvern sem kann ekki að meta okkur eins og við erum. En getur verið að sumar konur séu skvettur, fastar í gervi hæverskra stúlkna, af því að samfélagið hefur alið þær á því að annars vilji enginn kyssa þær? Við skulum aðeins geyma þá pælingu því mig langar að skoða „Hæversku stúlkuna“ í öðru ljósi. Já, dömur mínar og herrar, við skulum skella kellu undir kynferð- islampann og sjá hvað leynist bakvið brosið blíða. Erki- týpan „Hæverska stúlkan“ á sér nefnilega hliðarsjálf. Þó hún sé dama að degi til er hún kynlífsgyðja á kvöldin, líf- leg í lífsleikni en ruddaleg í rúmfræði, góðleg á götunum en lostafull í lökunum. Þið náið hvert ég er að fara. Hvaðan kemur þessi hugmynd um að duldur kyn- þokki sé kynþokkafyllstur? Ég tel að hún eigi rætur að rekja til sama staðar og slæðurnar sem kon- ur innan íslamstrúar nota, í eignarhaldi karla á kvenlíkamanum. Í báðum tilvikum eiga konur að vera siðprúðar á götum úti og sýna kynþokka sinn aðeins í einrúmi með karl- manni. Það að konur séu að vera „óþekkar“, þ.e. að gera eitthvað sem ekki má, þegar þær eru kynferðislegar, segir auðvitað allt sem segja þarf og ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort siðprýðin sé búrka Vest- urlanda. Mörgum þykir þessi samlíking eflaust gróf en alveg eins og ofbeldi getur verið bæði andlegt og líkamlegt getur vald samfélagsins yfir líkama einstaklinga bæði tekið á sig ver- aldlega og hugmyndafræðilega mynd. Þó svo að við sjáum búrkuna berum augum þýðir það ekki að hún sé endilega meira kúgandi en krafan um að konur séu (ó)þægar. Sumar konur upplifa slæðuna sem val, aðrar ekki og það sama gildir um kynferði kvenna. Það er ekkert að því að vera (ó)þæga stúlkan alveg eins og það er ekkert að því að nota slæðu. Hinsvegar ættu konur sem upplifa sig sem þessa týpu að íhuga hvort hún eigi uppruna sinn í þeim sjálfum eða í þrám og óskum annarra. Eins ættu þeir karlmenn og jafnvel konur sem telja sig aðeins vilja (ó)þægar stúlkur að skoða hvort það blæti eigi uppruna sinn í kvenkúgun. Þær hæversku sálir sem eru siðprúðar allan sólarhring- inn bið ég afsökunar á aðdróttununum. annamarsy@mbl.is Anna Marsý Pistill Búrka Vesturlanda STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Lokað hefur verið tímabund-ið á innflutning sex ís-lenskra sjávarútvegsfyrir-tækja í Rússlandi og þriggja kjötframleiðenda. Einkum mun hafa verið krafist meira eftirlits og fleiri sýna í framleiðsluferlinu, en ekki að varan sem slík hafi ekki stað- ist kröfur neytenda. Athugasemdum hefur verið komið á framfæri vegna þessara lokana og auk Matvælastofn- unar og viðkomandi fyrirtækja og samtaka þeirra hafa fulltrúar utan- ríkisráðuneytis og sjávarútvegsráðu- neytis komið að þessu máli. Reiknað er með að fundað verði um bannið í Moskvu í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Hafa þegar haft áhrif Kolbeinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir þessar aðgerðir þegar vera farnar að hafa áhrif á möguleika viðkomandi fyrirtækja á að selja afurðir til Rússlands. Rúss- land hafi lengi verið mikilvægur stór- markaður og ef ekki leysist úr þess- ari stöðu geti áhrifin orðið mjög alvarleg. Matvælastofnun hefur annast eftirlit á framleiðslu fyrir Rússland, en einnig hafa Rússar komið hingað í eftirlitsferðir. Þannig komu rúss- neskir fulltrúar Tollabandalags Rúss- lands, Hvíta-Rússlands og Kasakstan hingað til lands í nóvember og heim- sóttu þá sextán fyrirtæki í fisk- vinnslu, kjötvinnslu og mjólkuriðnaði. Athugasemdir voru í kjölfarið gerðar við flest fyrirtækin og lokað var tímabundið á níu þeirra, eins og áður sagði, vegna krafna sem ekki höfðu áður verið settar fram á sama hátt og nú var gert. Bannið hefur í för með sér að fyrirtækin geta ekki tíma- bundið selt afurðir inn á Rússland þar til gerðar hafa verið nauðsyn- legar úrbætur. Mjólkurfyrirtækin, þrjú talsins, voru í umsóknarferli og ekki komin með leyfi. Stuttur frestur til að gera úrbætur Sérstaka athygli vekur hve hratt málið gekk fyrir sig og kom það mönnum í opna skjöldu hvað Ísland fékk stuttan frest til þess að gera úr- bætur. Eftir úttekt í nóvember barst bráðabirgðaskýrsla í byrjun febrúar þar sem tilkynnt var að frá og með 17. febrúar yrði gripið til tímabundins banns á innflutning til Rússlands þar til úrbætur hefðu verið staðfestar. Þannig barst tilkynning um að- gerðir löngu áður en andmælafrestur vegna skýrsludraganna er liðinn, en hann rennur ekki út fyrr en í byrjun apríl. Á hverju ári fá innlendir eftir- litsaðilar fjölmargar úttektir eða ábendingar erlendis frá, en svo skammur fyrirvari á úrbætur þekkist vart í samskiptum sem þessum. Í svarbréfi Matvælastofnunar í byrjun febrúar var óskað eftir því að þessum tímabundnu takmörkunum á viðskiptum yrði frestað þar til Mat- vælastofnun hefði haft tækifæri til að senda endanleg svör við skýrsludrög- unum og fyrirtækin að koma sínum athugasemdum og upplýsingum um úrbætur á framfæri. Enn hefur ekki verið orðið við beiðni um frestun, en í bréfi sem barst í síðustu viku var fall- ist á að fundað yrði í Moskvu um mál- ið. Lokun á nokkur fyrir- tæki rædd í Moskvu Morgunblaðið/Einar Falur Frá Moskvu Athugasemdum hefur verið komið á framfæri og vonir standa til að aðgerðir gegn íslenskum fyrirtækjum verði dregnar til baka. Sigurður Örn Hansson, forstöðu- maður matvælaöryggissviðs Mat- vælastofnunar, segir að lögggjöf um hollustuhætti sem gildir annars vegar á Íslandi og á Evrópska efna- hagssvæðinu sé í grunninn sam- bærileg við löggjöf Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Ka- sakstans. Tollabandalagið gerir hins vegar ríkari kröfur um sýna- tökur og rannsóknir á tilteknum ör- verum. Þá eru gerðar athugasemdir við Íslensku fyrirtækin að sérreglur Tollabandalagsins hafi ekki verið nægilega vel kynntar og hafi ekki verið felldar inn í innra eftirlit fyrir- tækjanna. Sigurður Örn segir að verkefni fundarins í Moskvu sé að fá bann- inu aflétt eða frestað. Einnig að upplýsa ráðamenn í tollabandalag- inu um úrbætur og aðgerðir. Aflétti banni eða fresti AUKNAR KRÖFUR UM SÝNATÖKUR OG ÖRVERURANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.