Morgunblaðið - 10.03.2015, Síða 23

Morgunblaðið - 10.03.2015, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Sterkir á svellinu Hópur vaskra og fótafimra pilta lék fótbolta af miklu kappi á svellinu á Reykjavíkurtjörn í gærmorgun þegar veðurguðirnir gerðu hlé á éljaganginum og hraglandanum. RAX Undanfarnar vikur hefur Jón Gnarr skrif- að pistla í Fréttablaðið um trúmál og umbætur í stjórnsýslu. Hann hefur lýst árangurs- lausri leit sinni að Guði, kveðst guðleys- ingi og minnir menn á að „trúleysi er lögvarin lífsskoðun á Íslandi“. Við séum svo heppin að búa í lýðræðissam- félagi sem virðir tjáningarfrelsi. Þökk sé kristnum gildum búum við í kristnu samfélagi sem leggur áherslu á frelsi einstaklingsins þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, ólíkt ríkjum guðleysingja sem á 20. öld fóru með stríði undir ýmsum ismum; sósíalisma, kommúnisma, fasisma, nasisma. Á síðustu öld létust 100 milljónir manna í stærsta fangelsi veraldar- sögunnar, reist af guðleysingjum sem trúlausir skoðanabræður hér á landi vörðu með kjafti og klóm. 70 milljónir kristinna hafa látið líf sitt fyrir trú á Jesú Krist frá árdögum kristni fram á okkar dag, þar af 40 milljónir á 20. öldinni. Á fimm mín- útna fresti lætur kristinn maður lífið fyrir trú sína, liðlega 100 þúsund árlega. Ferilskrá trúleysingja er ötuð blóði; 42,5 millj- ónir féllu vegna Stal- íns, tæplega 38 millj- ónir vegna Maós og 21 milljón fyrir tilverknað Hitlers, Lenín státar af fjórum milljónum, jafn- mikið og Hideki Tojo, leiðtogi Japana í síðari heimsstyrjöldinni, og yfir tvær milljónir fyrir tilstilli Pols Pots. Enginn veit hve margir hafa dáið fyrir hendi guðleysingjanna í N- Kóreu en þeir skipta milljónum. Vagga lýðræðis er í borgaralegum kristnum samfélögum. Fyrir það getur Jón Gnarr verið þakklátur. Hann kveðst húmanisti. Allt gott um það en á það skal þó bent að guðleys- ingjar í Vantrú hafa orðið berir að rætnu einelti og offorsi, studdir af siðanefnd Háskóla Íslands. Það var ljótur leikur, háskólanum til vansa. Af 1.763 styrjöldum kemur trú ekki við sögu í 93% tilfella Samkvæmt alfræðibók Philip og Axelrods, Encyclopedia of Wars, hafa 1.763 styrjaldir verið háðar í sögu mannkyns. Af þeim koma trúarbrögð ekki við sögu í 93% til- vika. Þetta eru sláandi upplýsingar. Það er langur vegur frá að trúar- brögð séu undirrót styrjalda. Sú spurning er áleitin hvað gerst hafi í Evrópu á 20. öld þegar guð- leysingjar stofnuðu Sovétríkin og marseruðu undir hakakrossi af áður óþekktri grimmd. Þeir félagar Stalín og Hitler gerðu með sér siðlausan sáttmála um skiptingu A-Evrópu og hófu árásarstríð. Hvers konar hugur er hinn kommúníski hugur? Hinn nasíski hugur? Hver er undirrót allra þessara hörmunga, hvaðan kemur öll þessi illska? Jesús vissi það mætavel. Í Jak- obsbréfi 4: 1-2 segir: „Af hverju koma stríð og af hverju sennur með- al ykkar? Af hverju öðru en girndum ykkar sem heyja stríð í limum ykk- ar. Þið girnist og fáið ekki, þið drep- ið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þið berjist og stríðið.“ Hægri/vinstri pólitík – hinn kommúníski hugur Hægri/vinstri pólitík endur- speglar hugmyndafræðipólitík 20. aldar þar sem siðspillt, ófyrirleitið fólk faldi sig í skjóli pólitískra frasa. Höfuðríki guðleysingja er hrunið og ismar úreltir. Hvar sem guðleys- ingjar hafa komist til valda hefur þjóðlíf siðspillst, svo friðspillst þar sem gripið er til vopna. Guðleys- ingjar sækja fram í kristnum sam- félögum Vesturlanda. Því er brýnt að taka umræðuna, bera saman kristin gildi og ferilskrá guðleys- ingja. Tíðarandi er orka, ýmist jákvæð eða neikvæð. Mannleg vitund hverf- ist frá fátæktarvitund upp til far- sældarvitundar og tærrar vitundar kærleika. Hinir kommúnísku, sósíal- ísku, nasísku og fasísku hugir, sem komust til valda vítt og breitt um Evrópu, gerðu út á fátæktarvitund; öfund, hatur, reiði, mannfyrirlitn- ingu. Hugarfarið er neikvætt, stjórnast af neikvæðum tilfinn- ingum. Fyrstu viðbrögð þessa hugar við álitaefnum eru nei, nei og aftur nei svartnættis. Hugurinn lýgur út í eitt og skipuleggur myrkraverk bak við luktar dyr. Hann dýrkar vald, veraldlegt vald, setur gjarnan á svið pólitísk réttarhöld og ríkir jafnan í skjóli byssu. Hinn lokaði nei-hugur ágirnist veraldleg gæði og hleður undir sig af fullkominni ófyrirleitni. Hugarfarið fer sem vofa yfir lönd og rottar sig saman; hugir líkt og þefa hver annan uppi. Hinn lokaði hugur lýtur jafnan sterkasta nei-huga. Hinn lokaði hugur varðar leiðina til ánauðar þar sem nei er höfuðból helvítis og Kölski ríkir, er upphafs- setning skáldsögu minnar, Váfugls. Krumm kveður í ensku útgáfunni, Vulture’s lair: Nay has gun in hand, army to command, creates hell in land of the closed mind. Devil is landlord. Hið kristna lýðræðislega borgara- samfélag er besta stjórnarform sem fram hefur komið með mannkyni, reist á kærleikskenningum áhrifa- mesta manns mannkynssögunnar, Jesú Krists. Þetta mætti Jón Gnarr gjarnan hafa í huga. Áhugavert væri að taka umræðuna en því miður virðast fjölmiðlar áhugalausir enda þeir áhrifamestu, 365 miðlar og RÚV, vagga guðleysis í landinu. Eftir Hall Hallsson »Hinn lokaði hugur varðar leiðina til ánauðar þar sem nei er höfuðból helvítis og Kölski ríkir. Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Af guðleysi og styrjöldum Sjö ár eru senn að baki frá efnahags- hruninu haustið 2008 og enn stendur þjóðin frammi fyrir afleið- ingum þess vegna þrotabúa bankanna sem settir voru í gjald- þrot um leið og nýir voru stofnaðir á rúst- um þeirra föllnu. Þess- ar aðgerðir kostuðu marga, m.a. íslenska ríkið, háar fjárhæðir, en þær voru nauðvörn sem um margt heppnaðist vel, andstætt því sem gerðist sums staðar erlendis þar sem hið op- inbera hljóp undir bagga til að bjarga bönkum frá falli eins og á Ír- landi og í Bandaríkjunum. Gjald- eyrishöft voru óhjákvæmileg afleið- ing íslensku leiðarinnar, sem ásamt öðrum stjórnvaldsaðgerðum liðinna ára, m.a. í tíð ríkisstjórnarinnar 2009-2013, fleyttu íslenskum þjóð- arbúskap og almenningi í gegnum sársaukafullan niðurskurð. Um ein- stök atriði er eðlilega deilt, end- urreisn einkabanka og Icesave- samninginn, sem fékk farsælan endi með atfylgi forseta Íslands, þjóð- arstuðningi og að lokum jákvæðri dómsniðurstöðu. Mikinn hluta þessa tímabils hefur verið knúið á um losun og afnám hafta á fjár- magnshreyfingar gagnvart útlöndum. Sem betur fer hafa stjórnvöld farið sér hægt í þeim efnum og fyllsta ástæða er til að feta þá slóð áfram af varúð og láta ekki frýj- unarorð leiða til van- hugsaðra aðgerða. Miklum höftin ekki fyrir okkur Stór orð hafa um langt skeið ver- ið höfð uppi um skaðlegar afleið- ingar núverandi hafta á gjald- eyrisviðskipti, en í fæstum tilvikum hefur því fylgt sannfærandi rök- stuðningur. Að undanförnu hefur verið hert á slíkum málflutningi sem borinn er uppi af talsmönnum þrotabúa föllnu bankanna. Á þeim bæjum hafa menn herskara af lög- fræðingum í þjónustu sinni auk tengsla við spunameistara í ýmsum áttum. Höftin ganga vissulega gegn trúarsetningum um „frjálsa fjár- magnsflutninga“ sem skráðar eru í EES-samninginn, en undarlegra er að heyra talsmenn flokka til vinstri eins og varaformann VG heimta af- nám hafta og telja það „mikilvæg- asta mál samtímans“. Ákvarðanir um að létta núverandi höftum verða vonandi ekki teknar án þess að horft hafi verið til allra átta í því máli, metnar líklegar afleiðingar og leitað samstöðu milli stjórnar og stjórnarandstöðu um leiðir. „Opin umræða“ um svo flókið og marg- þætt mál er ekki líkleg til að skila miklu, svo sjálfsögð sem hún er eft- ir að greining og skýrt val á milli ákveðinna úrræða liggur fyrir. Svo virðist sem á vegum Seðlabanka Ís- lands sé nú unnið ötullegar en áður að því að greina vandann og er það vel. Það er jafnframt álitamál, hvort ekki eigi að taka að nýju upp þráð- inn þar sem frá var horfið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþing- is 2010 og umfjöllun um hana, og þá með sérstöku tilliti til hafta og væn- legra skrefa til afléttingar á þeim. Munum lengi búa við krónuna Eitt er að greiða úr þeim vanda sem safnaðist upp í kjölfar hrunsins 2008 og sem m.a. snýr að þrotabú- um föllnu bankanna. Annað er það sem varðar almenna efnahagsstefnu og viðleitni til að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskap okkar og bærilegu at- vinnustigi miðað við að búa áfram við krónuna sem gjaldmiðil. Um- ræðan um að Ísland taki upp annan gjaldmiðil hefur staðið lengi og ýmsir hafa í orði lagst á þá sveif að kasta beri krónunni. Um skeið var mikið ræddur sá kostur að taka upp evru sem gjaldmiðil með því að Ís- land gerðist aðili að Evrópusam- bandinu og Efnahags- og mynt- bandalagi þess. Allir vita í hvaða stöðu það mál er nú þar sem aðild- arviðræðum hefur verið hætt og Ís- lendingar geta prísað sig sæla á meðan ekki er haldið lengra á þeirri braut. Myntbandalag ESB er nú í djúpri kreppu og alls óvíst að það lifi hana af. Ólíkur efnahagsgrunnur aðildarríkjanna veldur því að spennitreyja sameiginlegrar mynt- ar leiðir af sér gífurleg vandamál, sem atvinnuleysið í mörgum ESB- ríkjum er til marks um. Íslendingar munu eins og horfir búa áfram við krónuna sem gjaldmiðil og verk- efnið ætti að vera að bæta umgjörð- ina um hana þannig að sem best farnist. Þær hömlur sem því kunna að fylgja geta vegið upp hættur sem fylgja ólgusjó „frjálsra fjár- magnshreyfinga“ fyrir lítið sam- félag. Nýtum mannauð og þekkingu Eftir að hafa gengið í gegnum efnahagshrunið 2008 ættu Íslend- ingar að vera betur að sér en marg- ir aðrir um afleiðingar kollsiglingar á efnahagssviði og hvað beri að var- ast litið til framtíðar. Í kjölfar einkavæðingar fjármálastofnana varð okkur að falli ótryggur um- búnaður fjármálakerfisins og teng- ingin við EES-samninginn. Við þessar aðstæður tókst fjár- málabröskurum, sem engu skeyttu um þjóðarhag, að draga stjórnvöld og almenning með sér í gullgraf- araleiðangur. Margt hefur verið rit- að upplýsandi um þetta ferli, enda eigum við fjölda velmenntaðra og hæfra einstaklinga sem búa yfir al- þjóðlegri yfirsýn. Skýrsla Rann- sóknarnefndar Alþingis lagði góðan grunn og bætti miklu við þekkingu á stofnunum og samspil á fjár- málasviði, auk ábendinga um sið- ferðilega bresti. Dæmi um afar fróðlega og nýlega viðbót er bók Guðrúnar Johnsen sem á ensku ber heitið „Bringing down the banking system“. Æskilegt væri að fá þetta rit þýtt á íslensku, því að efnið þyrfti að ná til sem flestra. Eftir Hjörleif Guttormsson »Eftir að hafa gengið í gegnum efnahags- hrunið 2008 ættu Ís- lendingar að vera betur að sér en margir aðrir um afleiðingar kollsigl- ingar á efnahagssviði. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Listin að lifa með íslensku krónunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.