Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 26

Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 ✝ Helgi Hann-esson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 10. jan- úar 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 27. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Hannes Guð- mundsson, f. 10. júlí 1903, d. 28. júlí 1975, og Herdís Ólafsdóttir, f. 28. febrúar 1911, d. 16. apríl 2007. Systkini Helga eru Elín, f. 1927, og Guðmundur Þór, f. 1947. Árið 1963 kvæntist Helgi eft- irlifandi eiginkonu sinni Valdísi Einarsdóttur. Foreldrar hennar eru Sigríður Jónsdóttir, f. 6. apríl 1918, og Einar O. Jónsson, f. 27. október 1913, d. 11. apríl 2002. börn, eitt er látið. 3) Jensína. Helgi er uppalinn á Akranesi og var æskuheimilið hans Dvergasteinn við Vesturgötu. Hann gekk í Barnaskóla Akra- ness og síðan í gagnfræðaskól- ann. Þaðan lá leiðin í Íþróttaskól- ann á Laugarvatni, hann útskrifaðist þaðan sem íþrótta- kennari 1958. Vann við sund- kennslu á Akranesi og var um- sjónarmaður Bjarnalaugar frá þeim tíma allt til ársins 2005. Einnig ferðaðist hann um landið nokkur sumur með sund- námskeið fyrir krakka. Þá þjálf- aði hann marga efnilega sund- menn og konur hjá Sundfélagi Akraness. Hann var alla tíð mik- ill íþróttamaður og talsmaður mikilvægis hreyfingar og hollra lífsvenja. Hann varð Íslands- meistari með ÍA í knattspyrnu árið 1960. Útför Helga fer fram frá Akraneskirkju í dag, 10. mars 2015, kl. 14. Synir þeirra eru: a) Sævar Matthíasson, f. 1959 (uppeld- issonur Helga), kvæntur Sig- urbjörgu Huldu Guðjónsdóttur, f. 1971. Eiga þau syn- ina Matthías Inga og Mikael. Fyrir átti Sævar þrjú börn: 1) Ásgeir, sambýlis- kona hans er Karen Lind Ólafsdóttir og eiga þau fjög- ur börn. 2) Heiður, hún á einn son. 3) Eydís, sambýlismaður hennar er Brynjar Guðmundsson og eiga þau tvö börn. b) Kristinn Helgason, f. 1963, kvæntur Ul- riku Ramundt, f. 1970, og eiga þau dæturnar Líf og Valdísi. Fyr- ir átti Kristinn þrjú börn: 1) Helgi Valur. 2) Bryndís, átti hún þrjú Ég er mjög stoltur af að hafa fengið að kalla Helga Hannesson afa minn. Hann var svo sanna- lega góður maður og ekki síst góð fyrirmynd fyrir mig og alla sem honum voru kærir. Ég gleymi því aldrei þegar við fórum í útilegu upp á Arnarstapa þegar ég, Mikael litli bróðir minn og Ólafur Ingi frændi minn (langafabarn Helga) vorum að leika okkur í læknum sem við náðum í drykkjarvatnið okkar í og fund- um lítinn snigil og hlupum til afa og sögðumst aldrei ætla að drekka úr þessum læk framar. Hann sagði við okkur að við þyrftum ekkert að óttast vatnið vegna eins snigils og í þeim töl- uðum orðum tók hann snigilinn og át hann. Afi minn var vitur maður og þegar ég heimsótti hann höfðum við alltaf svo mikið til að tala um, hvort sem það var um sund, fótbolta, tilgang lífsins eða jafnvel stelpumálin, hann hafði svörin við öllu. Elsku afi, vonandi mun ég hitta þig á ný á einhverjum merkum stað. Ég er þess fullviss að þú munir hafa svo margt til að segja mér. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sé yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Matthías Ingi Sævarsson. Elsku afi minn, þú hefur gefið mér svo margt og ég er svo þakk- lát fyrir það. Við barnabörnin er- um heppin að hafa átt þig að og við eigum svo margar góðar minningar um þig. Þú talaðir oft um hvað það er mikilvægt að lifa í núinu. Maður á að njóta þess sem er að gerast einmitt núna og ekki vera alltaf að hugsa um það sem mun gerast eða hefur gerst. Við fórum gjarnan í útilegu með þér og ömmu á sumrin og man ég sérstaklega eftir því í einni útilegunni þegar þú sagðir mér að maður ætti ekki að hlakka til neins, bara vera í núinu og njóta augnabliksins. Þegar leið á daginn sagðir þú: „Mikið hlakka ég til að geta farið að sofa“ og þá var ég ekki lengi að minna þig á að maður ætti nú ekki að hlakka til neins. Þetta fannst þér ægi- lega sniðugt og varst ánægður með þetta svar hjá mér. Þú sagðir líka alltaf að þeir sem gætu gert grín að sjálfum sér væru langskemmtilegastir. Þú predikaðir mikið um fyrir- gefningu og að Guð væri eitthvað sem byggi innra með manni. Ég var oft lengi að skilja hvað þú værir að meina, enda ung að aldri þegar þú byrjaðir að ræða þessa hluti. Nú skil ég að fyrirgefning er ein sú mikilvægasta dyggð sem maður getur tileinkað sér, það að geta fyrirgefið manneskju er það besta sem þú getur gert og þá sérstaklega fyrir þig sjálfan. Að fyrirgefa einhverjum lætur þér líða betur. Enginn hefur gott af því að finna fyrir gremju eða hatri út í einhverja manneskju, fyrirgefningin frelsar mann frá slíku. Allur þessi fróðleikur, elsku afi, er eitthvað sem ég mun reyna að lifa eftir og tileinka mér. Ég mun nýta þær minningar sem ég á um þig að spjalla við eldhús- borðið hjá ykkur ömmu þegar mig vantar góð ráð frá þér í fram- tíðinni. Ég lærði það af þér að maður getur ekki breytt öðru fólki, maður getur einungis stjórnað því hvernig maður sjálf- ur tekst á við hlutina. Maður get- ur fyrirgefið manneskjum og ein- faldlega tekið þeim eins og þær eru. Amma heyrði þig ræða þessa hluti fram og til baka við alla sem komu í heimsókn, hún reyndi nú stundum að stoppa þig af þegar hún var orðin þreytt á að hlusta á þig. Þú hafðir gaman af því og glottir þegar hún sagði þér að hætta þessari vitleysu. Við sjáum núna og skiljum hvað þú hefur kennt okkur öllum. Þú þekktir margt fólk og varst dáður af mörgum enda merkileg- ur og skemmtilegur maður. Ég er og mun alltaf vera stolt að segjast vera barnabarn Helga Hannessonar. Þangað til næst, elsku afi … Þín Jensína. Elsku afi, hversu erfitt er það að hafa þig ekki lengur í lífi mínu, okkar. Kannski er það sjálfselska í mér, en þú hafðir alltaf réttu svörin. Nú reynir á okkur hin það sem þú ert búinn að vera að tala um í mörg ár, kærleikann, við ein ráð- um hvernig okkur líður og enginn annar. Það er erfitt að gera það og að kenna ekki öðrum um manns eigin líðan. Þetta er ein minning af mörgum sem ég á um þig og mig, okkur. Ef ég myndi skrifa allar minn- ingarnar og öll okkar bestu augnablik saman þá yrði það lífs- sagan mín. Því öll augnablikin með þér voru þau bestu og allar minningarnar eru allir dagarnir frá því við hittumst fyrst, fæðing- in mín. Elsku afi minn, þú ert merki- legur og skemmtilegur maður, ég vil vera eins og þú! Ég þakka fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér og systkinum mín- um, frænkum og frændum og börnum. Við erum stolt af að vera börnin þín. Það sem ég er heppin að vera hluti af þessari fallegu fjölskyldu sem við eigum. Ég sakna þín, ég elska þig, ég dái þig, ég reyni, ég geri mitt besta, þetta er sárt, söknuðurinn er gífurlegur og tómleikinn er líka hér. Við lærum að lifa með þessu saman og minnast þín og hlæja saman eins og þú sért með okkur. Það sem þú kenndir okkur lifir og við komum því áfram til barnanna okkar. Það líður varla sú stund sem ég hugsa ekki um þig, þú mikli meistari og lærifaðir minn, afi Helgi. Það eru forrétt- indi að fá að sakna þín og hafa verið hluti af þér. Segðu Daníel og Lovísu Hrund hvað við elskum þau, þau eru heppin að fá þig til sín, og njóta þín. Þangað til minn tími kemur. Þín Bryndís Kjerúlf Kristinsdóttir. Nú þegar komið er að því að fylgja afa Helga síðasta spölinn og kveðja hann í síðasta sinn, langar mig að nota tækifærið og þakka þér, afi, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig á þessum tíma sem við eyddum saman. Það eru ótal hlutir sem þú hef- ur kennt mér í gegnum tíðina. Það voru fjallgöngur á yngri ár- um þar sem við gengum ótt og títt á Akrafjallið þar sem þú fræddir mig um öll helstu kenni- leiti, fugla, eggjatínslu og þjóð- sögur. Þegar ég var 5 ára pjakk- ur var ég oft að þvælast í Bjarnalauginni hjá þér og fékk meðal annars að vera með eldri strákunum sem voru á sundnám- skeiði hjá þér, þannig að ég var orðinn syndur áður en ég byrjaði í grunnskóla. Oft var viðkomu- staður Bjarnalaug á leið heim úr skólanum og ósjaldan nýttum við tækifærið og fórum saman á Dvergastein í kaffi hjá langömmu Herdísi og Siggu. Í gegnum uppvaxtarárin varstu duglegur að fræða mann um lífsreglurnar og reglulega fékk maður að heyra að fólk ætti að lifa í núinu, njóta augnabliks- ins. Ég tel að þú hafir algjörlega lifað eftir þessum gildum og varst sjálfum þér nógur, þér leiddist aldrei. Enda sagðirðu alltaf að besti tími dagsins væri á milli 5 og 6 á morgnana, í rólegheitum með sjálfum þér þar sem þú gast lesið og íhugað. En þrátt fyrir þetta hafðirðu alltaf ótrúlega gaman af að fá fjölskylduna í heimsókn og sýndir alltaf brenn- andi áhuga á því sem við vorum að gera. Hvort sem umræðuefnið var grunnskólinn, háskólinn, hús- byggingar, vinnan hjá mér eða krakkarnir okkar, þá varstu allt- af jafn áhugasamur. Spurðir mann spjörunum úr um gang mála. Eins varstu alltaf búinn að lesa eða heyra af einhverju nýj- ungum sem þurfti að ræða. Þetta voru ómetanleg samtöl, sem ég á eftir að sakna mikið. Þegar ég var að nálgast bíl- prófsaldurinn varstu að sjálf- sögðu búinn að smita mann af bílaáhuganum sem þú hafðir. Ég fékk að skrá þig sem leiðbein- anda í æfingaakstri, sem var nýj- ung á þeim tíma. Við nýttum okk- ur það óspart. Ég kíkti reglulega við hjá ykkur ömmu í heimabak- að brauð og kakóbolla og í lok heimsóknar fórum við saman á rúntinn. Ósjaldan fórum við ak- andi upp að Akrafjalli þar sem jeppinn var aðeins settur í lága drifið áður en haldið var heim á leið. Þú varst mikill áhugamaður um tækninýjungar eins og raf- magnsbíla. Eftir að þú hættir að vinna og heilsan fór að þverra fóru hjólatúrarnir þínir að vera þér erfiðir. Það var leyst með því að þú fékkstu þér rafmagnsreið- hjól sem þú þaust á upp í Kal- mannsvík, því útivera og hreyf- ing var þér mjög mikilvæg. Ég er sannfærður um að ef þú hefðir fengið að lifa lengur hefðirðu fljótlega fengið þér rafmagnsbíl líka, mikið vorum við allavega búnir að ræða um þá fram og til baka. Ég hugga mig við það, afi, að nú líði þér betur, því ekki vildi ég horfa upp á þig í vanlíðan eins og heilsan á þér var orðin, þó ég hefði viljað fá að hafa þig hjá okk- ur miklu lengur. En svona er lífið víst. Ég mun allavega lifa með gildin þín að leiðarljósi og þakka fyrir hvern dag, reyna að lifa í núinu. Takk fyrir allt, elsku afi Helgi. Þinn Ásgeir Sævarsson. Mig langar að minnast Helga með nokkrum orðum. Ég kynnt- ist Helga fyrir u.þ.b. 24 árum. Þegar ég hitti hann í fyrsta skipti man ég að hann leit frekar snöggt á mig, tók síðan þéttingsfast í höndina á mér og brosti, við þetta hlýja og þétta handtak vissi ég að ég væri velkomin í fjölskylduna. Helgi var ákaflega sterkur persónuleiki og fylginn sér. Hann var mjög ákveðinn og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, þótt verið væri að tala um fólk heyrði ég Helga aldrei tala illa um nokkurn mann. Helgi var trúaður maður og hefur það eflaust hjálpað honum í gegnum lífið. Helgi var mjög fróður og maður kom sjaldan að tómum kofunum hjá honum. Það var gott að tala við Helga og fá ráð hjá honum, hann var góður hlustandi og það var eins og hann væri allt- af með svör á reiðum höndum. Helgi var mjög bóngóður og alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hann reyndist mér vel fyrir nokkrum árum en þá þurfti ég að leggjast inn á spítala þar sem ég fékk heiftarlega lungnabólgu. Helgi kom þá á hverjum morgni og keyrði eldri dóttur mína í skól- ann. Þegar ég eignaðist yngri dóttur mína kom Helgi líka og keyrði eldri dóttur mína í skólann fyrir mig, þetta var ómetanlegt fyrir mig. Helgi reyndist mörg- um vel, vil ég þar sérstaklega nefna aldraða tengdamóður sem lifir tengdason sinn og tengda- föður sem nú er látinn, Helgi sýndi þeim mikla umhyggju og hlýju. Það er svo dýrmætt í hraða lífsins að kynnast góðu fólki. Síð- ustu mánuðir voru Helga þungir í skauti þar sem heilsan fór að bila, hann vildi lítið tala um eigin veik- indi en spurði frekar frétta af öðrum. Ég sakna Helga og það gera eflaust margir, en við getum yljað okkur við góðar minningar og nú er hann laus úr viðjum veikindanna og líður vel. Það hef- ur örugglega verið vel tekið á móti honum á öðru tilverustigi. Ég vil að leiðarlokum þakka honum samfylgdina í gegnum ár- in og votta eftirlifandi eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Minning um góðan mann lifir. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Anna Guðfinna Barðadóttir. Helgi okkar var einstaklega farsæll maður og frábær per- sónuleiki. Hann var náttúrubarn, synti með selum og gekk á fjöll. Helgi var án efa jafnvígur á allar íþróttir þótt leikni hans hafi kom- ið fram í knattspyrnu og sundi. Hann setti sig vel inn í öll málefni og verkefni sem hann hafði á ann- að borð áhuga á. Hann fylgdi nú ekki alltaf fjöldanum í skoðunum. Hann var afreksmaður á margan hátt, jaxl og ljúfur persónuleiki en samt skorti aldrei aga í kring- um Helga. Hann var einstakur kennari, þjálfari, fórnfús og metnaðargjarn. Hann hafði sér- gáfur sem sundkennari og þjálf- ari. Hann skynjaði strax sund- hæfileika einstaklinga og beindi krökkum í sundið og greindi til gamans mismunandi sundeigin- leika einstakra ætta hér á Skaga eins og þegar hann talaði um m.a. Lögbergsfótatökin. Kennsluaðferðir hans voru ætíð svo lifandi og geislandi af áhuga. Á barna- og unglingsárum okkar í Sundfélagi Akraness var Helgi alltaf til staðar bæði morgna og kvölds. Fyrir kl. 6 á morgnana brunaði rauði Citroën-bragginn fyrir hornið á kirkjutröppunum nánast á hliðinni með Helga inn- anborðs á leið á morgunæfingu. Hann var fyrirmynd okkar. Helgi hvatti okkur til dáða og byggði beint og óbeint upp sjálfs- traust og metnað hópsins. Við fundum alltaf fyrir áhuga, vænt- umþykju og nærveru hans á við- kvæmum unglingsárum okkar. Við skynjuðum víðsýni og rétt- lætishugsun hans, sömuleiðis hógværð og feimni. Í áraraðir þjálfaði Helgi okkur án þess að þiggja nokkur laun fyrir, þannig að á vissan hátt vorum við að synda fyrir Helga, kannski voru það í raun launin hans Helga. Helgi bjó til afreksfólk í sundi eins og tvo íþróttamenn ársins á Íslandi sem komu frá Akranesi, Norðurlandameistara, Íslands- meistara og landsliðsfólk í sundi og það í 12,5 m laug. Jafnhliða lagði hann ríka áherslu á að koma þeim vatnshræddu á flot. Við kveðjum Helga Hannes- son með miklum söknuði en með mikilli virðingu. Við viljum þakka þér Valdís fyrir stuðninginn á sundárum okkar um leið og við vottum þér, Kidda, Sævari og fjölskyldum ykkar samúð. Kær kveðja frá Sundfélagi Akraness og sundhópum í Bjarnalaug í áratugi. Sturlaugur Sturlaugsson og Guðmundur P. Jónsson. Það er sagt að þegar nánir vin- ir manns deyja, þá deyi hluti af manni líka. Þannig líður mér núna, þegar vinur minn Helgi Hannesson er látinn. Andlátið kom vinum og vandamönnum ekki að óvörum, hann var búinn að glíma við veikindi í nokkur ár. Síðustu misseri voru honum skelfilega erfið. Vinskapur okkar nær frá ungdómsárum, þegar við spiluðum knattspyrnu með ÍA. Síðan eignuðumst við æskuvin- konur fyrir eiginkonur og hnýtt- ust þá vinaböndin enn betur. Þá tók við hefðbundið fjölskyldulíf, farið í útilegur með börnin og hittingar við og við. Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu var farið að fara í gönguferðir um fjöll og firnindi með allt á bakinu. Þessar ferðir voru alfarið að eggjan Val- dísar og Helga. Við Silja eigum þeim að þakka að hafa komið á marga yndislegustu staði lands- ins. Í minningunni eru líka gönguskíðaferðir, innanlands og utan, ásamt sólarlandaferðum. Aldrei féll blettur á vinskap okk- ar á þessari vegferð allri. Helgi var einstaklega magn- aður maður, hann hugaði að and- ans málefnum frá unga aldri. Hjá honum var fyrirgefning og kær- leikur það sem skipti öllu máli í lífinu. Hann var líka heiðarleg- asti maður sem ég hef kynnst. Þar var ekki um hálfkák að ræða, heiðarleikinn var ekki nein versl- unarvara. Íþróttir voru í raun bæði atvinna hans og áhugamál. Hann var sundkennari alla starfsævina, og í mörg ár þjálfari sundfólks á Akranesi, sem skilaði mörgu afburðasundfólki. Á yngri árum keppti hann líka í sundi. Fram á síðustu ár var Helgi mjög hraustur, sterkur og þol- inn. Það var því enn sárara að sjá þetta allt frá honum tekið. Þá sýndi hann ótrúlegt æðruleysi og Helgi Hannesson HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf,’ sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kærleikskveðja, Sævar og Sigurbjörg. Okkar ástkæra, ÞORGERÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 6. mars. . Stefán Friðbjarnarson, Ellen Árnadóttir, Gunnar Svavarsson, Lára Sveinsdóttir, Sigmundur Stefánsson, Elísabet Kristinsdóttir, Kjartan Stefánsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS INGIBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR, Dalbraut 21, Reykjavík, lést á Landspítalanum 5. mars. Jarðarförin auglýst síðar. . Svava Jónína Níelsdóttir, Árni Auðunn Árnason, Jenný Sigurlína Níelsdóttir, Guðni Páll Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.