Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Ýmislegt UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ. Hálsmen úr silfri 5.900 kr., úr gulli 49.500 kr. (Silfur m. demanti 11.500 kr., gull m. demanti 55.000 kr.) Silfur- húð 3.500 kr. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Póstsendum Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi 30% Afsláttur. Sími 588 8050. - vertu vinur TILBOÐ - HÆTTUM MEÐ GJAFAHALDARA Teg Brillant - með spöngum, stakar stærðir D-G nú á kr. 4.500,- Teg Brillant - með spöngum, stakar stærðir D-H nú á kr. 4.500,- Teg Fortuna - með spöngum, stakar stærðir D-G nú á kr. 4.500,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Litir: grænt og ljósbrúnt. Verð: 22.300. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Verð: 17.900. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 22.500. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 36-41 Verð: 19.985. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 27-42. Verð: 17.785. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-42 Verð: 17.785. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Smáauglýsingar Atvinnublað alla sunnudaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Nú þegar Jó- hanna frænka er far- in frá okkur streyma fram minningarnar um þessa yndislegu konu sem var mér alltaf svo góð. Það eru ekki margir sem maður hittir á lífsleið- inni sem eru innilegir, hjartahlýir og maður finnur alltaf öruggt skjól hjá, en þannig var Jóhanna frænka. Þegar ég var barn varð hún uppáhaldsfrænka mín, ekki nóg með að hún væri falleg, góð og Jóhanna Guðrún Björnsdóttir ✝ Jóhanna Guð-rún Björns- dóttir fæddist 27. september 1947. Hún lést 17. febr- úar 2015. Útför Jó- hönnu var gerð 27. febrúar 2015. sparaði ekki faðm- lögin heldur áttum við líka sama afmæl- isdag sem var það flottasta sem ég vissi. Það voru ætíð sérstök tengsl á milli okkar sem ég mun sakna og mér finnst erfitt að hugsa til þess að litli kúturinn minn fái ekki að kynnast henni. Ég er þakklát fyrir að hafa haft Jó- hönnu frænku í mínu lífi því það er ekki sjálfgefið að kynnast svona einstakri manneskju á lífsleiðinni. Það er með miklum söknuði sem ég kveð frænku mína í dag með einni af stökum ömmu henn- ar og langömmu minnar, Guðrún- ar Magnúsdóttur. Einn er sá, sem öllum gefur óskahvíld á hinztu stund. Líknarfaðmi veika vefur, veitir sæta hvíld og blund. (Guðrún Magnúsdóttir) Brynhildur Magnúsdóttir. Látin er yndisleg samstarfs- kona til fjölmargra ára. Jóhanna Björnsdóttir varði starfsævi sinni í Verzlunarskóla Íslands, auk þess að hafa lokið sjálf námi við skól- ann. Þegar ég kenndi um tíma við tölvudeild skólans unnum við náið saman og auk þess að vera fagleg í öllum vinnubrögðum stráði hún í kringum sig jákvæðni sem nem- endur þrifust vel í. Þannig um- hverfi eykur trú nemenda á sjálf- um sér og hvetur þá til góðra verka. Slíkt verður seint ofmetið. Á kaffistofunni var Jóhanna hvers manns hugljúfi og eftirsóknarvert og notalegt að spjalla við hana um ýmis málefni sem efst voru á baugi hverju sinni. Börn og barnabörn bar oft á góma og var hún stolt af sínum afkomendum en hafði jafnframt áhuga og skiln- ing á annarra hugðarefnum. Síð- ustu árin voru það oft barnabörn- in sem voru efst í huga. Mér er minnisstætt sextugsaf- mælið hennar sem hún bauð okk- ur í á fallegu heimili þeirra hjóna í Garðabæ. Þar var hún umvafin fólkinu sínu og var augljós sá ríki þáttur sem hún átti í að skapa það andrúmsloft kærleika og hlýju sem einkenndi hana og Tryggva eiginmann hennar. Það var aug- ljóst hverjum manni sem til þekkti hve samstiga þau hjón voru, en þau hófu sambúð ung að aldri. Ekki er langt síðan við hjónin hittum þau Tryggva á förnum vegi og tókum tal saman. Minnt- umst við þeirra notalegu stunda sem við höfðum átt saman við hina ýmsu atburði á vinnustað okkar Jóhönnu. Sú venja hefur skapast að konur, sem starfað hafa við VÍ að minnsta kosti í tuttugu ár, hitt- ast tvisvar á ári. Þar mæta oftast best þær konur sem lokið hafa störfum. Verður Jóhönnu sárt saknað þegar sá góði hópur kem- ur saman. Ég sendi Tryggva og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi minningin um góða konu vera ykkur huggun harmi gegn. Margrét Auðunsdóttir. Í dag kveðjum við elsku Helgu okkar sem barist hefur hetjulega við sjúkdóm síðustu þrjú árin. Helga var yndisleg manneskja sem vildi öllum vel og ég man vel eftir því þegar hún kom inn í fjölskylduna, eins og það hefði gerst í gær. Alltaf var Helga tilbúin að gefa manni upp- lýsingar um það hvert skyldi leita til að kaupa hitt og þetta og hvað sem er, sem hún var alveg með á hreinu að ætti að kaupa á ákveðnum stöðum og að auki vissi hún alltaf hvað það kostaði. Alltaf tilbúin að redda og græja fyrir nánast hvern sem er; allar sykurmassafígúrurnar á kökurn- ar, föndra, hekla og svo mætti lengi telja. Það sem við fjölskyld- an gátum alltaf hlegið þegar hún kom inn á Langholtsveginn nán- ast á tánum, þá komandi inn úr hríðarbyl á bleika stutt- ermabolnum og í glimmer- sandölunum eða inniskónum og Helga Hafsteinsdóttir ✝ Helga Haf-steinsdóttir fæddist 3. febrúar 1974. Hún lést 21. janúar 2015. Helga var jarðsungin 3. mars 2015. henni var sko ekk- ert kalt, aldrei! Þetta allt saman lýsir henni ótrúlega vel og við eigum eft- ir að sakna þessa alls. Það er erfitt að kveðja svona unga konu sem er tekin frá okkur í blóma lífsins. Tilgangur hennar og hlutverk hefur líklegast verið meira ann- ars staðar, það er alveg á hreinu. Hetjuleg barátta hennar ætti að vera okkur öllum hvatning í líf- inu. Við munum öll passa strák- ana hennar sem hafa staðið sig eins og hetjur. Elsku Dabbi, Hilmar Hafsteinn og Darri Dag- ur, innilegar samúðarkveðjur, minning um yndislega konu lifir. Blessuð sé minning hennar. Kveðja, Elísabet Hilmarsdóttir og fjölskylda. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um hana Helgu. Hún var svo lífsglöð, já- kvæð og góð manneskja. Ég var svo heppinn fyrir allnokkrum ár- um að fá þau hjónin til að reka mötuneytið í skólanum mínum. Fljótlega kom í ljós að það var gæfuspor því betra fólk hefði ég ekki getað fengið. Ljúfmennskan var einstök. Viljinn til að gera vel og jafnlyndið var slíkt að eftir var tekið. Aldrei bar skugga á samstarfið og það sem sagt var stóðst ætíð. Það var svo auðvelt að láta sér þykja vænt um Helgu. Hún var svo góð í mannlegum samskiptum, félagslynd og kát. Þessir eiginleikar hennar komu svo sterkt í ljós þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm sem ekki var von á að lækning fyndist við. Það var aðdáunar- vert hvernig hún tókst á við veik- indin. Hvernig hún nýtti tímann sem hún hafði með fjölskyldunni og hvernig hún veitti vinum sín- um innsýn í þá miklu baráttu sem hún háði við sjúkdóm sinn. Helga lifði lífinu og bjó til minningar með sínum nánustu og nú þegar komið er að því að kveðja situr eftir þakklæti í huga okkar sem hún gaf innsýn í líf sitt. Í huga mér er þakklæti fyrir að fá að fylgjast með Helgu, bar- áttu hennar, veikindum, gleði og hugsunum. Eftir stendur minn- ing um sterka konu og ótrúlega sterka fjölskyldu. Helga var fjöl- skyldumanneskja sem sýndi okk- ur um hvað lífið snýst í raun og veru og hvað skiptir máli þegar erfiðleikar steðja að. Ég sendi Dagbjarti og strák- unum mínar innilegustu samúð- arkveðjur og Helgu þakka ég fyrir kynnin sem voru afar gef- andi en allt of stutt. Már Vilhjálmsson. Til þín elsku fal- lega mamma mín, þetta er ég, dóttir þín, hún Emma Rós blómarós. Þú fæddir mig, klæddir mig, kenndir mér og fræddir mig um þetta líf og þetta var allt satt og rétt. Mig langar að þakka þér enn og aftur fyrir alla þessa visku og ég mun alltaf nota hana rétt og alltaf vera sterk, þér að þakka. Þú varst móðir mín, besta vin- kona mín og trúnaðarvinkona, því verður aldrei breytt. Þú varst besta mamma mín og í næsta lífi vil ég eiga þig sem mömmu aftur. Ég sakna þín og mun alltaf gera, elsku fallega móðir mín. Ingþór sagði við mig þegar Ingibjörg Gunnarsdóttir ✝ Ingibjörg Gunn-arsdóttir fædd- ist í Keflavík 16.5. 1960. Hún lést 20. febrúar 2015. Útför Ingibjargar fór fram 4. mars 2015. hann heyrði að þú værir látin að hann hefði talað við þig í huganum og sagt: Inga mín, ekki hafa áhyggjur, ég ætla að passa hana Emmu þína fyrir þig. Það var svo fal- legt af honum og ég elska hann fyrir það. Eitt dulítið blóm sem dásamlegt er, dafnar og þrífst við hliðina á mér. Ilmurinn leikur við mín vit, augun skynja hinn sterka lit. Litla blóm, ég ljóma þinn ber og legg þig síðan við hliðina á mér. Gleym-mér-ei heitir blómið. Smátt það er, loðið og fallega blátt, það minnir á augun þín blá og faðmlögin sem fékk ég þér frá. Ástar- og saknaðarkveðjur til þín mamma mín, Guð geymi þig og varðveiti. Dóttir þín að eilífu, Emilía Rós Hallsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.