Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 35

Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 35
Í starfi garðyrkjuráðunautar sinnti Garðar ráðgjöf til garðyrkju- bænda, fyrirtækja og almennings á sviði ræktunar, skipulags, bygginga og umhverfisáhrifa. Starfið krafðist náinnar samvinnu við garðyrkju- bændur, samtök þeirra, hið opinbera um lög og reglugerðir, álitsgerðir og setu í ýmsum nefndum og ráðum, auk þess sem hann sótti fjölda ráð- stefna og námskeiða, innanlands og erlendis. Eftir Garðar liggur fjöldi lengri og styttri faggreina um garð- yrkju. Helstu áhugamál Garðars lúta einkum að útivist, náttúru og rækt- un. Æskustöðvarnar í Laugar- dalnum toga alltaf í Garðar eins og sjá má á þeim unaðsreit sem þau hjónin hafa byggt þar upp fyrir sig og fjölskylduna, enda nýtur hann sín best með fjölskyldunni í bústað þeirra á Böðmóðsstöðum. Garðar hefur m.a. setið sem gjald- keri í stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars og átti stóran þátt í stofnun stuðningsmannafélags deildarinnar og hefur í þrígang verið falin farar- stjórn fyrir liðið, auk skipulagn- ingar, þriggja keppnis- og æfinga- ferða með yngri iðkendur til Spánar og Serbíu. Garðar situr í bæjarstjórn Hvera- gerðis sem oddviti Framsóknar- flokksins, hefur setið í nefndum á vegum bæjarins, er virkur í starfi Framsóknarflokksins og á m.a. sæti í miðstjórn og sveitarstjórnarráði flokksins. Fjölskylda Eiginkona Garðars er Gunnvör Kolbeinsdóttir, f. 18.12. 1959, leik- skólastjóri Óskalands í Hveragerði. Foreldrar hennar: Kolbeinn Guð- jónsson, f. 3.8. 1928, d. 19.9. 2004, farmaður og Kristín Kristinsdóttir, f. 27.6. 1931, ritari, Reykjavík. Börn Garðars og Gunnvarar eru Steinar Rafn, f. 14.8. 1982, sjúkra- flutningamaður, fjallaleiðsögumaður og slökkviliðsmaður í Hveragerði, og er sonur hans Jökull Ernir, f. 9.7. 2009; Harpa Rún, f. 23.4. 1986, rekstrarverkfræðingur í Kópavogi, en maður hennar er Atli Steinn Friðbjörnsson, véla- og orkutækni- fræðingur, og er sonur þeirra Dagur Orri, f. 6.8. 2011, en sonur Atla Steins frá fyrri sambúð er Mikael Máni, f. 28.7. 2001; Reynir Þór, f. 10.7. 1989, meistaranemi í lögfræði, búsettur í Hveragerði. Systkini Garðars eru Karólína Árnadóttir, f. 9.4. 1956, fulltrúi hjá Íslandspósti, búsett í Reykjavík; Auðunn Árnason, f. 29.5. 1962, garð- yrkjubóndi á Böðmóðsstöðum. Foreldrar Garðars eru Árni Guð- mundsson, f. 13.6. 1932., garðyrkju- bóndi og fyrrv. hreppstjóri á Böð- móðsstöðum, og Erla Erlendsdóttir, f. 11.6. 1934, húsfreyja og garð- yrkjubóndi á Böðmóðsstöðum. Úr frændgarði Garðars Rúnars Árnasonar Garðar Rúnar Árnason Anna Jónína Jósafatsdóttir húsfr. í Gröf Sigfús Hansson b. í Gröf á Höfðaströnd Guðrún Sigfúsdóttir húsfr. á Hofsósi Erla Erlendsdóttir garðyrkjub. og húsfr. á Böðmóðsstöðum Guðrún Erlendsdóttir húsfr. á Tindum Sigurjón Þ. Þorláksson b. á Tindum í Svínavatnshr. Svanhildur Sigfúsdóttir húsfr. á Gröf á Höfðaströnd Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Gröf Sverrir Sveinsson veitustj. á Siglufirði Jósafat Sigfússon b. á Gröf á Höfðaströnd Gunnar Bragi Sveinsson alþm. og utanríkisráðherra Guðbjörn Guðmundsson húsasmíðam. í Rvík Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir framkvæmdastj. í Rvík Valdimar Grímsson fram- kvæmdastj. og handboltamaður Stefán Árnason Auður Stefánsdóttir starfsm. á gæsluvöllum í Rvík Pálmi Haraldsson fjárfestir Finnbogi Árnason yfirfiskmatsm. í Rvík Kristinn Finnbogason framkvæmdastj. í Rvík Anna Kristinsdóttir mannréttindastj. Rvíkurborgar Sigríður Jónína Garðarsd. kennari á Akureyri Gísli Erlendsson tæknifr. í Rvík Jóhannes Erlendsson bílasali á Hvammstanga Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Miðdalskoti Árni Guðbrandsson b. í Miðdalskoti í Laugardal Karólína Árnadóttir húsfr. á Böðmóðsstöðum Guðmundur I. Njálsson b. á Böðmóðsstöðum Árni Guðmundsson garðyrkjub. og hreppstj. á Böðmóðsstöðum í Laugardal Ólafía Guðmundsdóttir Njáll Jónsson lausamaður Erlendur Sigurjónsson hitaveitustjóri á Selfossi. Fósturafi Garðars Rúnars: Garðar Skagfjörð Jónsson skólastj. og hreppstj. á Hofsósi Jón Ólafsson tannlæknir í Kópavogi Sigfús A. Ólafsson læknir á Hólmavík og Blönduósi Edda Jónína Ólafsdóttir læknir í Noregi ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Jón Dan Jónsson rithöfundurfæddist á Efri-Brunnastöðumá Vatnsleysuströnd fyrir einni öld. Hann var sonur hjónanna Jóns Einarssonar frá Endagerði í Sand- gerði og Margrétar Pétursdóttur frá Brekku í Vogum. Jón var yngstur sex bræðra auk uppeldisbróður. Þriggja ára missti Jón Dan móður sína og er hann var tæplega fimm ára dó faðir hans. Eftir dauða föð- urins var heimilið leyst upp og bræðrunum komið í fóstur. Val- gerður Pétursdóttir, sem verið hafði ráðskona hjá föður Jóns, eftir móð- urmissinn, tók ástfóstri við litla drenginn og ólst hann upp hjá henni í Reykjavík. Jón lauk verslunarskólaprófi 1933, var afgreiðslumaður hjá sæl- gætisverksmiðjunni Freyju, og síð- an verksmiðjustjóri í Vífilfelli hf. í fimm ár, en 1945 hóf hann störf á skrifstofu ríkisféhirðis og í árs- byrjun 1959 tók hann við embætti ríkisféhirðis og sinnti því til ársloka 1977. Hann var auk þess fram- kvæmdarstjóri Söfnunarsjóðs lífeyr- isréttinda 1974-84. Jón var mikilvirkur rithöfundur og skáld. Fyrsta bók hans, smá- sagnasafnið Þytur um nótt, kom út árið 1956. Á næstu árum og áratug- um skrifaði Jón Dan bækurnar: Sjávarföll; Tvær bandingjasögur; Atburðirnir á Stapa; Spellvirki; Síð- asta kvöld í hafi; Stjörnuglópar; Viðjar; Bréf til afa; 1919 Árið eftir spönskuveikina og smásagnasafnið Sögur af sonum auk ljóðabókanna Berfætt orð og Ekki fjasar jörðin. Einnig skrifaði Jón Dan barnabæk- ur og leikrit. Eftirlifandi eiginkona Jóns Dan er Halldóra Elíasdóttir en þau giftust árið 1943 og áttu alltaf heimili sitt í Reykjavík og eignuðust þrjár dætur og einn son. Niðjar þeirra eru rúm- lega tuttugu talsins. Jón Dan var vinnusamur, hógvær og vandvirkur. Hann unni veröld- inni, lífinu og náttúrunni og mat heiðarleika, sakleysi og samvisku- semi. Hann ræktaði landið og tung- una í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu. Jón Dan lést 27.2. 2000. Hans verður minnst í Álfagerði í Vogum laugardaginn 14.3. kl. 15.00. Merkir Íslendingar Jón Dan 85 ára Sigtryggur Davíðsson Stefán Björnsson 80 ára Bragi Árnason Hafdís Jóhanna Hafliðadóttir Heiðrún Helga Magnúsdóttir Hilmar Kristinn Adolfsson 75 ára Ásgeir Árnason Ólafur Sigurðsson 70 ára Allan Vagn Magnússon Bjarney Emilsdóttir Bryndís Skúladóttir Einar B. Sigurðsson Guðrún Guðmundsdóttir Inga Guðlaug Tryggvadóttir Sigurður Ingimarsson Sigurður Jóhann Hjaltason Stefán Jónas Guðmundsson Svala Lárusdóttir 60 ára Einar Sigurhansson Elísabet Jóhannesdóttir Ellen Stefanía Björnsdóttir Erlendur Árni Hjálmarsson Guðrún Hrönn Gissurardóttir Guðrún Valsdóttir Gyða Agnarsdóttir Jóhann Frímann Traustason Kolbrún Hauksdóttir Kristín Breiðfjörð Kristinsdóttir Kristín Kristmundsdóttir Sigfús Grétarsson Sigríður Alda Hrólfsdóttir Sigrún Sigurþórsdóttir Sveinn Ingi Lýðsson Þuríður Ragna Sigurðardóttir 50 ára Árni Eiríksson Einar Einarsson Guðmundur Björnsson Gunnar Kristinn Gylfason Halldór Gíslason Jón Stefánsson Kristbjörg Lilja Jónsdóttir Ólafur Ásgrímur Brynjarsson Ólöf Jónsdóttir Rögnvaldur Möller Sigrún Finnsdóttir Sigvaldi Elís Þórisson Vilborg Þórhallsdóttir 40 ára Arthur Már Eggertsson Guðlaug Rún Gísladóttir Guðmundur Atli Ásgeirsson Haukur Kristjánsson Ingvi Arnar Sigurjónsson Sigurborg Sæmundsdóttir Sverrir Freyr Þorleifsson Valný Óttarsdóttir 30 ára Bjartur Sæmundsson Bragi Jónsson Ernesto Olivares Busto Valdimarsdóttir Grímur Daníelsson Grzegorz Maciejewski Heiðrún Pétursdóttir Jóhann Guðmundsson Svava Guðmundsdóttir Vigfús Þormar Gunnarsson Til hamingju með daginn 30 ára Ragnhildur ólst upp á Ísafirði, býr í Hnífs- dal, lauk stúdentsprófi frá MÍ og er skólaliði við Grunnskólann á Ísafirði. Maki: Baldur Smári Ólafsson, f. 1978, starfs- maður hjá Kampi ehf. Synir: Halldór Svavar, f. 2008, og Magnús Ingi, f. 2011. Foreldrar: Sveinn Her- mann Sörensen, f. 1955, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1955. Ragnhildur Inga Sveinsdóttir 30 ára Elías ólst upp á Eyrarbakka, er nú búsett- ur í Reykjavík, lærði hönn- un og markaðsfræði í Danmörku og er mark- aðssérfræðingur í mark- aðsdeild hjá Póstinum í Reykjavík. Maki: Soffía Rún Krist- jánsdóttir, f. 1988, nemi í viðskiptafræði við HR. Foreldrar: Jón Eiríksson, f. 1952, starfsmaður hjá Kleppi, og Þórdís Þórð- ardóttir, f. 1955, listakona. Elías Jóhann Jónsson 30 ára Fanney ólst upp á Flateyri, í Reykjavík, í Vík í Mýrdal og í Danmörku, bjó í Bandaríkjunum en býr nú í Reykjanesbæ. Hún lauk stúdentsprófi frá FS og starfar hjá PA- hreinsun. Synir: Elvar Alexander, f. 2006, og Dylan Þór, f. 2007. Foreldrar: Helena Birna Þórðardóttir, f. 1963, og Valdimar Þorbjörn Valdi- marsson, f. 1962. Fanney Dögg Valdimarsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.