Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 69. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Dóttirin komst í „snapchatið“ 2. Yfirlýsing frá barnsföður Bergljótar 3. „Hann stakk mig ástin mín ...“ 4. Græðgi ofar mannslífum í Seaworld »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jens Guðmundsson skartar nú mottu vegna þess að einstaklingur, mjög náinn honum, hefur barist við blöðruhálskrabbamein. Um mitt síð- asta ár kom í ljós að meinið hafði dreift sér. Jens er mottusafnari dags- ins og vill minna á að því fyrr sem meinið greinist, því betra. Fylgstu með honum og öðrum mottusöfn- urum á mottumars.is. Datt aldrei í hug að þetta gæti gerst  Djass- og þjóðlagadúettinn Nov- ember Pearls frá Seattle í Bandaríkj- unum, skipaður Shelitu Burke og Tom Ball, mun gefa út lag sitt „Ideas“ hér á landi á morgun og heldur nokkra tón- leika í Reykjavík í vikunni, þá fyrstu í kvöld. Að þeim loknum heldur dúett- inn í tónleikaferð um heiminn. Stúdíó Hljómur er bakhjarl tónleikaferð- arinnar á Íslandi og segir í tilkynningu frá því að tónlistarstefnurnar djass og „folk“, eða þjóðlagatónlist, séu undir venjulegum kringumstæðum að- skildar en November Pearls líti þær öðrum augum. „Við erum mjög spennt að hefja túrinn á Íslandi. Við höfum alltaf viljað heimsækja Ísland og við erum mjög glöð að geta deilt tónlist- inni okkar með landsmönnum,“ er haft eftir dúettinum í tilkynningu. Fyrstu tónleikarnir verða á Loft hos- teli í kvöld kl. 22 og þeir næstu á morgun á Frederiksen Ale House þar sem Postulín kemur einnig fram. 12. mars leikur dú- ettinn á Gauknum með Milkhouse og Lily Of The Valley, 13. mars á Dillon með Hinemoa og 14. mars á Freder- iksen Ale House með Shady. Hefja tónleikaferð sína í Reykjavík Á miðvikudag Suðlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s. Él víða um land, en samfelld snjókoma eða slydda austast fram eftir degi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, 18-28 m/s síðdegis með mjög snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestantil en hvessir nyrðra og eystra í kvöld. Talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Snýst í sunnanátt með slydduéljum vestantil í kvöld. VEÐUR Eyjamenn styrktu verulega stöðu sína í baráttunni um fjórða sæti Olís- deildar karla í handknatt- leik í gærkvöld þegar þeir sigruðu ÍR-inga í Eyjum. Afturelding vann Fram og er eina liðið sem getur keppt við Val um efsta sæti deildarinnar héðan af. Haukar unnu afar auð- veldan sigur á Stjörnunni og FH sigraði HK í Kópa- vogi. »2-3 Eyjamenn styrktu stöðuna verulega Aníta Hinriksdóttir stefnir að öllu óbreyttu á þátttöku á heimsmeist- aramóti fullorðinna í frjálsíþróttum utanhúss í Peking í sumar eftir góðan árangur á EM innanhúss um síðustu helgi. „Ef Aníta nær lágmarkinu þá erum við svona frekar komin á það að fara á HM. Hún þarf mót þar sem hún getur keppt í þessum taktísku hlaupum,“ segir þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakims- son. »1 Hallast að því að stefna á HM í sumar ÍR-ingar leika áfram í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en Skalla- grímur og Fjölnir falla. Þetta er niðurstaðan eftir sannfærandi sigur ÍR á Skallagrími í botnslag liðanna í gærkvöld. „Það hvarflaði ekki að mér eina sekúndu að við værum að fara niður um deild,“ sagði ÍR-ingurinn reyndi, Svein- björn Claessen, eftir leikinn. »4 Hvarflaði ekki að mér að við færum niður ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það verða allir mjög hissa þegar ég segi þeim að ég æfi polefitness. Fólk trúir því ekki alveg fyrst þegar ég segi því frá því,“ segir Ísak Vikt- orsson Arnfjørd sem búsettur er í Kristiansand í Noregi. Hann hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum fyrir iðkun sína í súlufimi, eða polefitness. Flestar fyr- irsagnir blaðanna eru á þá leið að súlufimi sé líka fyrir stráka. Þar í landi virðist hann vera einn af fáum strákum sem stunda þetta sport. Ísak segir að karlmennirnir séu líklega um 10 til 20 talsins en iðkendurnir í heild eru líklega um 300-400 talsins í Nor- egi. Súludans er líklega orðið sem flestir tengja súlufimi við. Eini karlinn í Kristiansand Ísak sá auglýsingu um námskeið í súlufimi í ræktinni fyrir nokkrum misserum og ákvað að slá til og prófa. Hann segist ekki sjá eftir því. Honum finnst þetta mjög skemmtilegt og segir það ekki koma að sök að vera eini karlmaðurinn í Kristiansand sem iðkar þetta en hann segist þó gjarnan vilja fá fleiri stráka til að æfa. Hann hefur enn ekki fengið félaga sína til að byrja að æfa en hefur þó dregið nokkrar stelpur á námskeið og eru nokkrar þeirra enn að æfa. Það sem heillar Ísak mest við þetta sport er að það er erfitt bæði líkam- lega og andlega. „Maður þarf oft að framkvæma hluti sem maður heldur að maður geti ekki gert en þetta reynir mikið á styrk,“ segir Ísak. Hann setur markið hátt og stefnir að því að keppa á Norðurlandamótinu í súlufimi eftir ár. Hann má ekki taka þátt á þessu ári þar sem hann er 17 ára gamall en aldurstakmarkið er 18 ár. Næstkomandi laugardag tekur Ísak þátt í hæfileikakeppni ung- menna (Ungdommens kulturmønstr- ing) í Noregi og mun leika listir sínar í íþróttinni. Hann vonast til að verða valinn fyrir hönd Kristiansand og komast í lokakeppnina sem haldin er í Þrándheimi. Margir taka þátt og nýt- ur keppnin mikilla vinsælda í Noregi og fær alla jafna mikið áhorf í sjón- varpinu. Þar sýnir ungt fólk hæfileika sína hvort sem það er söngur, dans, galdrar eða leikni í æfingum á súlu. Ísak æfir núna stíft fyrir mótið eða daglega síðustu tvær vikurnar. Hann fékk nýlega sína eigin stöng að gjöf frá þjálfara sínum. Hann er mjög ánægður með þjálfarann en hún hef- ur sjálf náð góðum árangri í súlufim- inni. Herinn og heimshornaflakk Ísak hefur búið síðastliðin sex ár í Noregi og líkar vel en áður bjó hann á Egilsstöðum. Hann klárar skólann á næsta ári og mun líklega sækja um hjá norska hernum og taka eitt ár þar. „Eftir það langar mig að ferðast um heiminn og kynnast nýjum stöð- um og fólki,“ segir Ísak og bætir við að hann muni líklega ekki flytja aftur til Íslands fyrr en hann verður orðinn fullorðinn. Fer af súlunni og í herinn  Sýnir súlufimi í hæfileikakeppni í Noregi Óvænt „Það verða allir mjög hissa þegar ég segi þeim að ég æfi polefitness. Fólk trúir því ekki alveg fyrst þegar ég segi því frá því,“ segir Ísak. Úthald Þetta er ekki auðvelt. Liðleiki Æfingarnar reyna mikið á. Í herinn Ísak Viktorsson Arnfjørd stefnir á eitt ár í norska hernum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.