Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Hvað breytist á hundraðárum? Ekki ástin og þaðsem við gerum í hennarnafni. Ekki heldur hatrið
afbrýðisemin og hið eilífa val sem
mannskepnan stendur frammi fyrir.
Fjalla-Eyvindur og Halla mun
vera frægasta leikrit sem samið hef-
ur verið á íslensku. Leikgerð Stef-
ans Metz er unnin upp úr íslenskri
gerð Fjalla-Eyvindar og danskri
lokagerð sem kom út 1913. Texti
verksins ber þess merki að vera
saminn fyrir meira en hundrað ár-
um. Hann er dálítið gamaldags á
köflum og persónurnar segja gjarn-
an sögur eða draga upp myndir til að
útskýra tilfinningar sínar. Fjalla-
Eyvindur og Halla er þó í heild sér-
lega vel samið verk.
Í upphafi er Eyvindur ráðsmaður
hjá Höllu. Hún er ekkja, talsvert
eldri en hann og stýrir góðu búi.
Upp kemst að hann er þjófur og
strokumaður og verður að flýja.
Halla, sem er orðin ástfangin af Ey-
vindi, ákveður að fórna öllu fyrir ást-
ina og samvistir við sinn heittelsk-
aða. Fyrst fær hún ákveðið frelsi en
svo taka við fórnir og á endanum
tapar hún öllu.
Verkið hverfist um persónu Höllu
og hún er að miklu leyti hreyfiafl
þess. Hún er mild og réttsýn, virðist
yfirveguð sem bústýra og jafnvel
kæn og sinnir vel þeim sem minna
mega sín. Hún stendur einnig firna-
sterk með eigin ákvörðunum allt til
enda verksins.
Eyvindur er grynnri persóna. Það
sem hann hefur fram að færa er
fyrst og fremst æska og að vera
vaskur, duglegur, glaður en þó ekki
næmur eða nærgætinn maður. Þetta
kemur til dæmis fram þegar hann
segir við Höllu, þegar þau eru búin
að búa lengi á fjöllum, að hann sýni
henni of sjaldan hvað honum þyki
vænt um hana. Hann biður hana því
að segja sér til þegar hún vilji að
hann geri eitthvað fyrir hana.
Af öðrum persónum ber mest á
Birni hreppstjóra og mági Höllu
sem vill hremma hana og kannski
ekki síður jörðina sem hún hefur
fengið í arf eftir bróður hans. Einnig
er Arnes, sem er með þeim í útlegð
og elskar Höllu, veigamikil persóna í
verkinu.
Sviðið er opið. Leikmynd er falleg
og einföld: steinar eða klappir, lágar
grasþúfur, túnbleðill og klettadrang-
ur skreyta það eftir atvikum. Í upp-
hafi koma tveir tæknimenn með það
sem virðist vera ísklumpur á kerru.
Honum er lyft með taugum og hann
látinn hanga úr lofti út sýninguna og
er meðal annars fagurlega blálýstur.
Kannski er hann þarna til að undir-
strika hætturnar og kuldann sem
búa bæði í mannfélaginu og á öræf-
um.
Margar skemmtilegar brellur og
sviðslausnir koma við sögu í þessari
uppfærslu. Vindvél er notuð á fynd-
inn hátt. Leikhópurinn grípur enn
fremur til hreyfinga í „slow motion“
sem er bæði skemmtilegt á að horfa
og sýnir framvindu tímans. Þá er
Tóta, dóttir þeirra Eyvindar og
Höllu, túlkuð með leikbrúðu sem
tvær ungar stúlkur stýra. Leikarar
herma firnavel eftir kindahjörð og
Steinn Ármann bregður á glæsilegt
tölt á eigin tveimur fótum sem Björn
hreppstjóri. Glíman, okkar hálf-
spaugilega bardagaíþrótt, er hér
einnig vel útfærð. Hringsviðið er
tekið til kostanna, meðal annars til
að sýna án orða sumar sólar, ásta og
iðjagrænna túna.
Bændur og búalið er almennt í
fremur hlutlausum og tímalausum
klæðnaði og lopapeysan er í nokkru
öndvegi. Köflótt pils Höllu fannst
mér þó sérlega ólíklegur íslenskur
húsfreyjubúningur. Með flétturnar
og í pilsinu fannst mér hún helst
minna á þýska Heiðu með skosku
ívafi. Ég leyfi mér einnig að draga í
efa að íslenskur hreppstjóri hafi
nokkru sinni klæðst eins og Björn
hreppstjóri þrátt fyrir að brúnu
vestisjakkafötin og stígvélin hans
ásamt höfuðfatinu væru ekki ólag-
leg.
Tónlist og leikhljóð Elvars Geirs
Sævarssonar eru áhlýðileg og falleg
og styðja söguna vel hvort sem um
er að ræða gítarleik, slagverk eða
fuglahljóð svo eitthvað sé nefnt.
Nína Dögg Filippusdóttir er
sköruleg Halla og Stefán Hallur
Stefánsson afar myndarlegur Fjalla-
Eyvindur. Þá er mjög gaman að sjá
Stein Ármann Magnússon aftur á
sviði. Persóna Björns hreppstjóra
verður hjá honum eilítið pempíuleg
þrátt fyrir að hann sé hörkutól og
glíminn vel. Hjúin eru mörg við-
kunnanlega sveitaleg. Oddur Júl-
íusson dregur til dæmis upp
skemmtilega svipmynd af Magnúsi
vinnumanni. Sama á við um Ragn-
heiði Steindórsdóttur sem Guðfinnu.
Pálmi Gestsson er í miklu stuði sem
Jón sýslumaður og það eru fín smá-
atriði í samskiptum hans og Guð-
rúnar konu hans sem leikin er af
Tinnu Gunnlaugsdóttur. Sigurður
Sigurjónsson leikur Arnes. Hann
nær að koma á framfæri þeirri kvöl
sem hefur vaxið með honum á fjöll-
um með Höllu og Eyvindi.
Fjalla-Eyvindur og Halla er í
grunninn harmþrungið verk. Sá
þáttur finnst mér ekki skila sér nógu
vel hér. Hluti skýringarinnar kann
að liggja í lausnum sem eru „snjall-
ar“ en gera verkið mögulega kald-
ara.
Hið opna svið með takmörkuðum
sviðsmunum er ágæt leið til að sýna
víðerni íslenskrar náttúru. Það ýtir
hins vegar ekki undir heita ást Höllu
og Eyvindar. Hin sorglegu lok þar
sem þau eru innilokuð og matarlaus í
stórhríð eru leyst þannig að þau tak-
ast á með orðum í myrkri úti í sal á
meðan við horfum á baðstofulíf og át
á sviðinu. Þessi leið er mjög hugvits-
samleg. Hún dregur þó að mínu mati
úr þunganum í átökum þeirra og þau
færast fjær áhorfandanum fyrir vik-
ið. Sama má segja um þá leið að
túlka dótturina Tótu með streng-
brúðu. Það er töff en á móti verður
það ekki eins átakanlegt þegar Halla
ákveður að fórna lífi dóttur sinnar
frekar en missa hana í hendur
vandalausra.
Í hinni eilífu stjörnugjöf splæsi ég
fjórum stjörnum á þetta verk. Ég tel
það nokkuð örláta gjöf en hún er til
þess að leggja lóð á þá vogarskál að
sem flestir sjái þessa nýju og um
margt fersku, en þó ekki gallalausu,
uppsetningu á Fjalla-Eyvindi og
Höllu eftir eitt af okkar helstu skáld-
um.
Ljósmynd/Eddi
Útilegumenn Nína Dögg Filippusdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Sig-
urður Sigurjónsson í hlutverkum sínum sem Halla, Eyvindur og Arnes.
Ást og harmur
í óbyggðum
Þjóðleikhúsið
Fjalla-Eyvindur og Halla bbbbn
Eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjórn
og leikgerð: Stefan Metz. Leikmynd og
búningar: Sean Mackaoui. Lýsing: Hall-
dór Örn Óskarsson. Tónlist og hljóð-
hönnun: Elvar Geir Sævarsson. Leik-
arar: Nína Dögg Filippusdóttir, Stefán
Hallur Stefánsson, Steinn Ármann
Magnússon, Sigurður Sigurjónsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Oddur Júl-
íusson, Esther Talía Casey, Kristinn Óli
Haraldsson, Þórhallur Sigurðsson,
Pálmi Gestsson, Tinna Gunnlaugsdóttir,
Agla Bríet Gísladóttir, Gríma Valsdóttir,
Helena Clausen Heiðmundsdóttir og
Hildur Clausen Heiðmundsdóttir. Frum-
sýning á stóra sviði Þjóðleikhússins 26.
mars 2015.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Fjórðu og síðustu tónleikar vetr-
arins í tónleikaröðinni Hljóðön fara
fram í Hafnarborg annað kvöld kl.
20 undir yfirskriftinni …þangað
til… Þar koma fram Gunnlaugur
Björnsson gítarleikari og Hafdís
Vigfúsdóttir flautuleikari. Á efnis-
skránni eru verk eftir Clarence
Barlow, Halldór Smárason, Ein-
ojuhani Rautavaara og Toru Take-
mitsu, en verk hennar „Towards
the sea“ er eitt allra stærsta tón-
verk sem samið hefur verið fyrir
gítar og flautu. Verkið byggist á
skáldsögunni Moby Dick eftir Mel-
ville og var samið fyrir Greenpeace
og herferð þeirra til björgunar
hvala. Á tónleikunum skiptir Gunn-
laugur á milli þriggja gítara og
Hafdís leikur á þrjár flautur; alt
flautu, þverflautu og pikkóló-
flautu. Miðar eru seldir í safninu.
Hljóðön í Hafnarborg
í síðasta sinn í vetur
Dúó Gunnlaugur Björnsson og Haf-
dís Vigfúsdóttir leika í Hafnarborg.
Leiklistargjörningurinn Án titils
verður fluttur í Gerðubergi á morg-
un kl. 16. Gjörningurinn er afrakst-
ur af leiklistarnámskeiði Sögu-
hrings kvenna sem staðið hefur yfir
síðan í janúar á þessu ári undir
stjórn Aude Busson og Helgu Arn-
alds. „Söguhringur kvenna er skap-
andi vettvangur fyrir konur frá öll-
um heimsins hornum. Markmið
námskeiðsins hefur fyrst og fremst
verið að eiga skemmtilegar og
skapandi stundir saman. Á nám-
skeiðinu var unnið með ýmiskonar
leikrænar æfingar sem miðuðu að
því að fá konurnar til að tala og
vinna saman, treysta og hlusta hver
á aðra. Unnið var með myndrænt
leikhús, skuggaleikhús og spuna
þar sem líkaminn og rýmið voru
verkfæri kvennanna til að skapa
sögur,“ segir m.a. í tilkynningu.
Þar kemur fram að námskeiðið
hafi verið haldið í samstarfi við
Samtök kvenna af erlendum upp-
runa með styrk frá Menningar- og
ferðamálaráði Reykjavíkurborgar.
Aðgangur er ókeypis.
Leiklistargjörningur í Gerðubergi
Morgunblaðið/Golli
Leiðbeinandi Aude Busson.
Söfn • Setur • Sýningar
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Á veglausu hafi í Bogasal
Hvar, hver, hvað? í Myndasal
Húsin í bænum á Veggnum
Íslenskir gullsmiðir - ný verk og skartgripahönnun á frímerkjum
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar
• Til sjávar og sveita,
Gunnlaugur Scheving
• Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga.
• 15/15 – Konur og myndlist,
úr safneigninni.
24. janúar – 26. apríl
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST
13.2.-10.5.2015
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14: ÞRJÁR LISTAKONUR SEGJA FRÁ VERKUM SÍNUM:
Sigrún Gísladóttir (Rúna), Ragnheiður Jónsdóttir og Sigríður Björnsdóttir
A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar
Sýningin opnar á Sumardaginn fyrsta 23. apríl kl. 14
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
Opið sunnudaga kl. 14-17.
MENN
Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnarson,
Hlynur Hallsson, Kristinn G. Harðarson
Sýningaropnun
Laugardag 28. mars kl. 15
Listamannsspjall
Hlynur Hallsson
Sunnudag 29. mars kl. 15
Vörður
Jónína Guðnadóttir
Sýningaropnun
Laugardag 28. mars kl. 15
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Teikningar og skissur
Helgu Björnsson tískuhönnuðar
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Ný sýning
ÁMUNDI: