Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Einstökhljómgæðiúr litlutæki
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Framúrskarandi tækni íOticonheyrnartækjumskilar
þérbestumöguleguhljómgæðumíólíkumaðstæðum.
NýjudesignRITEtækinerueinstakleganettoghafa
hlotiðalþjóðleghönnunarverðlaun.Njóttuþessað
heyraskýrtogáreynslulaustmeðheyrnartækisem
hentarþínumpersónuleguþörfum.
Fáðu þetta heyrnartæki
lánað í 7 daga
- án skuldbindinga
Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu
ogfáðuheyrnartækitilprufuívikutíma
Sími5686880
Fullkomin þráðlaus tækni
Engir hnappar
Vatnshelt
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegagerðin hefur metið kostnað við
að gera við skemmdir sem urðu á
bundnu slitlagi á vegum landsins í
ofsaveðrinu sem gekk yfir laugar-
daginn 14. mars sl. Gróf kostnaðar-
áætlun er upp á 14-18 milljónir
króna, að sögn G. Péturs Matthías-
sonar, upplýsingafulltrúa Vegagerð-
arinnar.
Á austursvæði urðu mestar
skemmdir og er áætlaður kostnaður
við viðgerðir þar um 6 milljónir
króna. Á öðrum svæðum var tjónið
minna.
Að sögn G. Péturs er búið að
merkja skemmdu svæðin sam-
kvæmt reglum þar um svo vegfar-
endur fari sér ekki að voða. Búið er
að gera við sumt en annað þarf að
bíða. Fer eftir eðli skemmdanna
hvað hægt hefur verið að gera við
strax. Veður og hitastig og annað
þarf að vera þokkalegt til að unnt sé
að leggja nýja klæðingu á þessa
kafla. Búist sé við að öllum viðgerð-
um ljúki þegar vorar. Verkið er unn-
ið af starfsmönnum á þjónustustöðv-
um Vegagerðarinnar og verktökum
einnig.
Kantarnir viðkvæmastir
Spurður um ástæður þess að
svona miklar skemmdir urðu á vega-
kerfinu segir G. Pétur að í svona
miklu veðri geti allt gerst. Líklegt
sé að slitlagið hafi gefið sig í köntum
af umferðinni og veðurfarinu og
vatn komist undir.
„Þegar það hefur gerst getur
vindurinn komist þannig undir
klæðinguna og svipt henni á loft.
Kantarnir eru viðkvæmastir,“ segir
G. Pétur.
Ljósmynd/Vegagerðin
Skemmdir Malbikið flettist af á Hvalfjarðarvegi við Brunná í ofsaveðrinu
sem gekk yfir laugardaginn 14. mars. Sama gerðist á vegum um allt land.
Kostnaður við
viðgerðir vega
14-18 milljónir
Búið að merkja allar vegaskemmdir
sem urðu í óveðrinu mikla 14. mars
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samþykkt var samhljóða á aðalfundi
Lífeyrissjóðs bankamanna fyrir
helgi sú tillaga að fela stjórn sjóðsins
að láta rannsaka og kanna allar for-
sendur greiðslna aðildarfyrirtækja
til sjóðsins. Verður lögfræðingum
falið að kanna réttarstöðu félags-
manna vegna skerðinga á lífeyris-
greiðslum.
Flutningsmenn tillögunnar voru
Kjartan Sigurgeirsson, Jóhann
Birgisson, Brynjólfur Þór Brynjólfs-
son og Kjartan Jóhannesson. Stend-
ur til að ræða niðurstöðu rannsókn-
arinnar á fundi hjá sjóðnum fyrir lok
september í haust.
Helsti orsakavaldur skerðingar er
lenging líftíma eftir að taka lífeyris
hefst, bæði vegna hækkandi almenns
lífaldurs og svo þess að sjóðsfélagar
hefja töku lífeyris eitthvað fyrr en
reiknað var með í forsendum við
stofnun sjóðsins vegna áherslu
aðildarfyrirtækja, einkum Lands-
banka, á að starfsmenn fari á lífeyri
fyrir 65 ára aldur, en aðildarfyrir-
tæki auk Landsbanka eru Seðla-
bankinn, Reiknistofa bankanna (RB)
og Valitor. Kemur þorri sjóðsfélaga
úr Landsbankanum.
Samkvæmt reglum hlutfallsdeild-
ar sjóðsins geta félagar hafið töku
lífeyris þegar samanlagður starfs-
aldur og lífaldur nær 95 árum eftir
að 60 ára aldri er náð.
Varð til úr öðrum sjóði 1997
Hlutfallssjóðurinn varð til úr
Eftirlaunasjóði starfsmanna Lands-
bankans og Seðlabanka Íslands árið
1997 og samþykktu um 7-8% virkra
félagsmanna þá stofnun í atkvæða-
greiðslu. Var bakábyrgð aðildar-
fyrirtækja þá afnumin en fé-
lagsmenn fullvissaðir um að það
hefði óveruleg áhrif á réttindi sjóðs-
félaga. Af þeim sökum koma nýtil-
komnar skerðing-
ar félagsmönnum
í opna skjöldu. Þá
horfa sjóðsfélag-
ar til ágætrar
ávöxtunar sjóðs-
ins.
Við stofnunina
varð til aldurs-
deild. Samþykkt-
in sl. miðviku-
dagskvöld varðar
hlutfallsdeildina, sem var lokað 1997,
en um síðustu áramót voru eftirlaun
félagsmanna í henni, sem hafið hafa
töku lífeyris, lækkuð um 9,72%. Þar
af eru 7% skerðingarinnar – eða
rúmlega 70% hennar – rakin til þess
að félagar fari á eftirlaun 65 ára en
ekki 67 ára. Frekari skerðingar
vegna hækkandi lífaldurs hafa verið
boðaðar.
Kjartan Sigurgeirsson, starfs-
maður hjá RB til 35 ára og lífeyris-
þegi hjá Lífeyrissjóði bankamanna,
segir um 915 einstaklinga nú á lífeyri
í hlutfallsdeild sjóðsins, auk þess
sem 241 bankamaður greiði í hann.
Unnu alla starfsævina í bönkum
Kjartan segir meðalgreiðslu líf-
eyris úr þessari deild í fyrra hafa
verið um 250 þúsund krónur. Meiri-
hluti þeirra sem fái nú lífeyri séu
konur sem störfuðu alla starfsævina
í bönkunum. Greiddar voru út 2.295
milljónir úr þessari deild í fyrra.
„Það er ekkert launungamál að
Landsbankinn hefur verið drjúgur
við að bjóða fólki að fara á lífeyri um
leið og það getur og í raun áður en
það ætlar sér,“ segir Kjartan sem
bindur vonir við að fulltrúar bankans
sýni málinu skilning. Spurður um
réttarstöðu félagsmanna segir
Kjartan horft til þess að árið 2006
hafi aðildarfélögin bætt að hluta þá
skerðingu sem leiddi af því að laun
starfsmanna aðildarfyrirtækja höfðu
verið hækkuð umfram forsendur.
Kanna réttarstöðu sjóðsfélaga
Aðalfundur Lífeyrissjóðs bankamanna samþykkir að fela lögmönnum að yfirfara skerðingar á lífeyri
Lífeyrir var skertur um 10% um áramótin Lífeyrisgreiðslur voru að meðtali 250 þúsund kr. í fyrra
Kjartan
Sigurgeirsson
Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, segir málið í
skoðun. „Okkur er kunnugt um
áhyggjur sjóðsfélaga í hlut-
fallssjóðnum og þær hafa lítil-
lega verið ræddar innan bank-
ans og óformlega við
forsvarsmenn Lífeyrissjóðs
bankamanna. Við bíðum nú eft-
ir formlegu erindi af hálfu
sjóðsins þar sem sjónarmið
sjóðsfélaga verða skýrð og
staðan yfirfarin. Þegar erindið
hefur komið fram, þá munum
við bregðast við því.“
Bíða form-
legs erindis
VIÐBRÖGÐ LANDSBANKA