Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is PÁSKALEIKUR Deila, líka og kvitta á facebook Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Skákfélagið Huginn, A-sveit,vann sannfærandi sigur áÍslandsmóti skákfélagasem lauk í Rimaskóla um síðustu helgi. Huginn hlaut 56½ vinning af 72 mögulegum. Tafl- félag Reykjavíkur varð 2. sæti með 55 vinninga og Taflfélag Vest- mannaeyja varð í 3. sæti með 52½ vinning. Þessar sveitir höfðu um- talsverða yfirburði yfir önnur lið. Taflfélag Vestmanneyja hefur mörg undanfarin ár lent í öðru eða þriðja sæti keppninnar en mun- urinn á sveit TV og t.d. sveit Hug- ins núna og sigurvegurum fyrri ára virðist liggja í því að keppi- nautarnir hafa haft meiri breidd. Sveit Hugins tefldi fram 18 liðs- mönnum á keppnistímabilinu 2014- 2015 þar af átta stórmeisturum og þrem þeirra vel yfir 2600 elo- stigum. Við þessu er ekkert að segja. Leikreglurnar að öðru leyti teljast varla sanngjarnar, er þá einkum litið til þess þegar öfl- ugustu félögin eru með tvö lið í efstu deild. Huginn var að þessu sinni eina félagið sem var í að- stöðu til tefla fram B-sveit. Á það hefur verið bent að meðalstig B- sveitar Hugins í viðureigninni við Taflfélag Reykjavíkur hafi verið 2238 elo-stig; þegar B-sveitin mætti A-sveit Hugins voru með- alstigin dottin niður í 1854 elo- stig. Það blasir við að breytinga er þörf á þessu fyrirkomulaginu; í öðrum keppnisgreinum þekkist þetta fyrirkomulag ekki; síðasta skráða dæmið um B-lið í alvarlegri keppni verður maður að sækja til ársins 1968 þegar B-lið KR komst alla leið á Melavöllinn í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu. Íslandsmót taflfélaga er eitt allsherjar gallerí af karakterum; Áskell Örn Kárason skartaði bleikum Lennon-gleraugum sem fóru honum mjög vel og Héðinn Steingrímsson kom með sérstakan skrifstofustól til að sitja í. Ekkert nýtt er að skákmenn haldi tryggð við sinn stól; stóll Fischers frá áskorendaeinvíginu við Tigran Petrosjan haustið 1971 kom nokkrum mánuðum síðar fljúgandi frá Buenos Aires til Íslands. Aftur að liðunum í efstu deild: Kjarninn hjá Skákfélagi Akureyr- ar samstendur af liðsmönnum sem stigu sín fyrstu skref í skákinni hjá þessu frábæra félagi. Einn þeirra, Rúnar Sigurpálsson, lagði í glannalega fórn í fyrstu umferð gegn greinarhöfundi og tapaði. Í næstu umferð gekk betur. Hann tefldi þá við portúgalska stór- meistarann Louis Galego: Louis Galego (Víkingaklúbb- urinn) – Rúnar Sigurpálsson (SA) Sikileyjarvörn 1. e4 Rf6 2. d3 d6 3. f4 g6 4. Rf3 Bg7 5. Be2 0-0 6. 0-0 c5 7. Rc3 Rc6 8. De1 Rd4 9. Bd1 Þessa byrjun má einnig kalla hollenska vörn með skiptum litum. 9. … Bg4 10. Rxd4 cxd4 11. Re2 Db6 12. h3 Bxe2 13. Dxe2 Rd7 14. g4 Hac8 15. h4 e6 16. h5 gxh5?! 17. gxh5?! Peðaframrás hvíts á kóngs- vængum er ekki ýkja hættuleg en hér átti Galego tvímælalaust að leika 17. g5 og taka síðan h5-peðið við tækifæri. 17. … h6 18. Hf2 Kh8 19. b3 Hg8 20. Df3 Það er erfitt að andæfa á g- línunni þegar drottningarvæng- urinn situr eftir. 20. … f5 21. exf5 exf5 22. Hg2 Bf6 23. Dd5? Hann varð að leika 23. Hg6! og þá er staðan í jafnvægi. 23. … Hxg2+! 24. Kxg2 Db4! 25. De6 Dc3 26. Hb1 Dc6+ Rúnar nær að knýja fram sigur með nokkrum hárbeittum leikjum. 27. Kh2 Hg8 28. De2 Valdar g2-reitinn en þessi leikur dugar skammt. 28. … Re5! 29.Df1 Eða 29. fxe5 Bxe5+ 30. Kh3 Dh1+ og mátar. 29. … Rg4+ 30. Kh3 Rf2+ – og Galego gafst upp. Huginn öruggur sigurvegari á Íslandsmóti skákfélaga en leikreglur sæta gagnrýni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Vegna hæstarétt- ardóms í sk. Al Thani- máli og umræðna sem urðu í kjölfarið á Al- þingi um markaðs- misnotkun og hugs- anlega málsókn ríkisins á hendur sli- tabúi Kaupþings vakn- ar sú spurning hvort samtök bankastarfs- manna eigi að fara í mál við hina dæmdu aðila og/eða sli- tabúin vegna misnotkunar starfs- manna. Það fer ekki á milli mála að starfs- menn bankanna voru notaðir til að veita rangar upplýsingar um stöðu Kaupþings og nýta traust við- skiptavina, ættingja og vina til að fá þá til að kaupa hlutabréf í bankanum sem síðan töpuðust. Þar fóru tölu- verðir fjármunir í súginn og enn er ekki gróið um heilt á milli allra aðila sem þarna komu að máli. Varla er eftirsóknarvert að vinna hjá fyrir- tækjum sem nota starfsmenn með þessum eða líkum hætti. Auðvitað höfðu bankastarfsmenn mismunandi möguleika til þess að vita hvort þær upplýsingar sem þeim var falið að veita væru réttar eða ekki. Starfsfólkið á gólfinu hafði eflaust ekki möguleika á að meta þetta að neinu marki, en starfsmenn ofar í stjórnkerfinu að einhverju marki. Rökstuðningur Hæstaréttar með dómnum leiddi í ljós að stjórnendur voru engu betri en óprúttnir hrossaprangarar fyrri tíma sem voru staðnir að því að líma sinn- epsplástur undir tagl söluhrossa til þess að þau væru sem líflegust og teldust þróttmikil og viljug. Munurinn er sá, að dýrin voru viðþols- laus af sviða og ólmuðust þess vegna, en duglegir bankamenn gengu fram í trausti þess að þeir hefðu réttar upplýsingar og nytu e.t.v. einhverrar umbunar ef vel seldist. Það er áhugavert að velta fyrir sér hver sé réttur starfsmanna sem eru misnotaðir með þessum hætti og eins hvað starfsmaður sem kemst á snoðir um eitthvað ólög- mætt í sínu fyrirtæki á að gera með þá vitneskju eða grun. Að sjálfsögðu á þetta ekki aðeins við um fjármála- fyrirtæki. Væri forvitnilegt að fróðir menn fjölluðu um þetta opinberlega, ekki síst núna þegar viðræður um kjarasamninga eru nýlega hafnar. Misnotkun starfsmanna Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson »Þar fóru töluverðir fjármunir í súginn … Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um sannsögli og réttarríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.