Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 1
SÆKIR ÞEKKINGUTIL NEWYORKAÐTAKA NÆSTA SKREF Öryggið sett á oddinn í nýrri spjaldtölvu frá BlackBerry. 4 Unnið í samvinnu við Founder Institute kennir frumkvöðlum það sem þarf til að gera viðskipta- hugmynd að öflugu fyrirtæki. 14 VIÐSKIPTA 4 Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár hefur undanfarin þrjú ár sótt stjórnunarráðstefnu í New York þar sem þekktir stjórnendur miðla. FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Málafargan tengt Lýsingu Gífurlegur fjöldi dómsmála hefur ver- ið höfðaður í tengslum við starfsemi Lýsingar á undanförnum árum og alls hafa 874 mál verið höfðuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur frá upphafi árs 2010, að því er fram kemur í skýrslu sem Samtök iðnaðarins hafa látið taka saman um starfshætti Lýs- ingar og ViðskiptaMogginn hefur undir höndum. Markmið skýrslunnar er að varpa ljósi á þau vandamál sem viðskiptavinir Lýsingar hafa staðið frammi fyrir þar sem þyngst vega deilur sem varða með einum eða öðr- um hætti gengistryggða fjármögn- unarsamninga. Þar er meðal annars fjallað um þann fjölda dómsmála sem höfðaður hefur verið á síðustu árum, jafnt af Lýsingu og á hendur fyr- irtækinu. Í skýrslunni kemur fram að flestir eða allir samningar fyrirtækisins kveði á um að úr réttarágreiningi milli samningsaðila skuli greitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og mála- fjöldinn er því tekinn saman úr mála- lista þeirrar stofnunar. Samkvæmt skránni voru gagn- aðilar Lýsingar í 661 tilviki ein- staklingar, 210 tilvikum fyrirtæki og í þremur málum var gagnaðilinn ís- lensk stjórnvöld. Af 874 málum var 364 lokið fyrir 20. janúar síðastliðinn. Þar af lauk 136 málum með dómi eða efnislegum úrskurði. 134 málum lauk með niðurfellingu og 81 máli lauk með áritun stefnu en það eru mál þar sem ekki er tekið til varna af hálfu þeirra sem stefnt er. 17 málum lauk með dómsátt, 5 málum var vísað frá dómi og eitt málanna var sameinað öðru sem fyrir réttinum var höfðað. Enn eru óleyst 510 dómsmál Samkvæmt skýrslunni var enn óleyst úr 510 dómsmálum þann 20. janúar síðastliðinn en Lýsing er til varnar í 392 þeirra, eða 77% tilvika. Í skýrslunni segir að algengt sé að fjár- málafyrirtæki höfði mál til innheimtu lána sem fallið hafa í vanskil og því eðlilegt að fjármálafyrirtæki séu á hverjum tíma fyrir sig aðilar að þó nokkrum dómsmálum. Hins vegar sé það athyglisvert hversu hátt hlutfall þeirra mála sé þar sem Lýsing sé kallað til varna, en það megi einkum rekja til þess fjölda mála sem risið hafa vegna endurútreiknings geng- istryggðra lána. Í skýrslunni kemur fram að önnur fjármálafyrirtæki en Lýsing hafa frá árinu 2012 verið að mestu leyti sam- mála um hvernig endurútreikningum skuli háttað. Lýsing hafi farið aðrar leiðir og jafnvel notast við aðrar út- reikningsaðferðir en önnur fjármála- fyrirtæki. Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is 874 mál voru höfðuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna starfsemi fjármögn- unarfyrirtækisins Lýsingar á fimm ára tímabili, nánar tiltekið 1. janúar 2010 til 20. janúar 2015. Morgunblaðið/Eggert Fjöldi dómsmála á fimm ára tímabili í tengslum við Lýsingu er orðinn 874 og í janúar voru enn óleyst 510 mál þar sem Lýsing er til varnar í 77% tilvika. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.450 1.400 1.350 1.300 1.250 1.200 1.150 1.100 18. 09. ‘14 18. 09. ‘14 18. 03. ‘15 18. 03. ‘15 1.362,23 156 155 154 153 152 151 150 149 148 147 147,7 1.139,87 153,8 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það vanti sárlega tölulegar upplýsingar og grunnrannsóknir í ferðaþjónustunni. „Við vitum of lítið um greinina,“ segir hún. Hún nefnir þó að í lok mánaðarins sé von á svo- nefndum ferðaþjónustureikningum þar sem komi fram helstu grunn- upplýsingar sem lengi hafi vantað. „Það er afar mikilvægt að hafa til staðar góðar og traustar upplýsingar til að taka skynsamlegar ákvarðanir um hvernig skuli skipuleggja ferða- þjónustuna til framtíðar því tækifær- in eru svo ótalmörg.“ Atvinnuveg- aráðuneytið og SAF standa saman að vinnu við skýrslu sem skilað verður í byrjun sumars þar sem mótuð verður stefna og framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu. Helga segir það mik- ilvægt að fá sem breiðasta sýn á hvert skuli stefna með ferðaþjón- ustuna. Vitum of lítið um ferðaþjónustuna Morgunblaðið/Kristinn Helga segir mikilvægt að hafa upp- lýsingar um atvinnugreinina. Framkvæmdastjóri SAF segir að atvinnugreinin standi frammi fyrir mörgum flóknum áskorunum. 8 Bandaríkjadalur hefur styrkst hratt en er það vegna góðs ástands í Bandaríkunum eða lakrar stöðu ann- ars staðar? Hvers vegna styrkist dollar? 10 Írskar hagvaxtarsögur eru spennandi um þessar mundir en þrátt fyrir það glíma Írar við vandamál eins og atvinnuleysi. Lex: Írar taka upp fyrri vaxtarsiði 11 HVER PASSAR TÖLVUKERFIÐ ÞITT?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.