Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 11FRÉTTIR CoreData - Stjórnarvefgátt Stjórnarvefgáttin heldur utan um stjórnarfundi og öll tilheyrandi fundargögn í öruggu umhverfi. Dæmi um kosti CoreData stjórnarvefgáttar ✔ Öll fundargögn á einum stað ✔ Öflug leit í öllum gögnum stjórnarfunda ✔ Ekki þarf að senda gögn í tölvupósti eða á pappír ✔ Hægt að tengjast frá öllum tegundum spjaldtölva og snjallsíma ✔ Auðveldar samstarf stjórnarmanna víðsvegar um heiminn ✔ Yfirlit yfir ábyrgðaraðila og framgang verkefna ✔ Möguleiki á að nota rafræn skilríki til innskráningar og undirritun skjala Hafðu samband S. 553 1000 • azazo@azazo.is • www.azazo.is Af síðum Dagur heilags Patreks. Kominn tími til að dusta rykið af fjögurra laufa smárunum, Guinness-höttunum og öðrum þreyttum klisjum um írska menningu. Einnig kom- inn tími til að dást að endurkomu ann- arrar írskrar hefðar – að láta hagkerfið vaxa af krafti. Varla líður sú vika að ekki séu birtar hughreystandi tölur – sterk töl- fræði um vanskil á húsnæðislánum, sem dæmi, eða batnandi horfur fyrir írsku bankana að mati Moody’s. Hagfræðingar hjá Citigroup eiga von á að landsfram- leiðsla aukist um 3-4% á næstu árum. Á evrusvæðinu myndi það kallast góðæri – áætlað er að hagkerfi myntsvæðisins vaxi minna en 2%. Aðal- vísitala írska hlutabréfamarkaðarins, ISEQ, hefur hækkað um fjórðung á sex mánuðum og staðið sig betur en sambærilegar vísitölur hjá öðrum evrulöndum. Allar þessar góðu fréttir eru drifnar áfram af sterkum undirstöðu- þáttum. Útflutningur jókst um 13% á síðasta ári og hjálpaði það til að minnka atvinnuleysi, sem svo jók á bjartsýni neytenda og hjálpaði fast- eignamarkaðinum. Írsku bankarnir njóta góðs af batnandi tíð. Umskipti urðu í rekstri Bank of Ireland sem skilaði hagnaði á síðasta ári, meðal annars vegna samdráttar í virðisýrnun útlána um tvo þriðju. Sveigjan- legur vinnumarkaður hefur líka laðað að erlenda fjárfestingu. Og allt á þetta sér stað áður en magnbundna íhlutunin á evrusvæðinu kemst al- mennilega á skrið. Heill þér, keltneski fönix, sumsé. En á meðan hagvaxtartölurnar segja spennandi sögu er Írland ekki enn búið að ná fullri heilsu. At- vinnuleysi er mikið og mælist 10,1%. Möguleg verðhjöðnun er áhyggju- efni. Ráðgjafarfyrirtækið Capital Economics hefur bent á að í febrúar dróst verð á neytendavöru saman um 0,4% á ársgrundvelli. Skuldir hins opinbera eru enn háar. Og hjá bönkunum aukast útlán hægt á meðan enn er í bókunum mikið magn lána í vanskilum. Hjá Bank of Ireland, til dæmis, eru heil 17% lánasafnsins í vanskilum, samkvæmt Deutsche Bank. Svo það er ástæða til að sýna aðgát til skemmri tíma litið. Sé litið til meðallangs tíma er líka möguleiki á ljónum á veginum. Hvað ef írska hagkerfið, drifið áfram af lágum vöxtum á evrusvæðinu, þenst of hratt út? Hvað ef Bretland, stærsta viðskiptaland Íra, segir skilið við Evrópu- sambandið? ISEQ-vísitalan, verðmetin á tuttugufaldar hagnaðarspár, lætur þannig óvissuþætti ekki trufla sig. Og á meðan góðu fréttirnar halda áfram að berast er það óhætt, því batinn í efnahagslífinu virðist hvíla á styrkum stoðum. En höfum hugfast hvað gerðist síðast þeg- ar leit út fyrir að Írland þyrfti ekki lengur að lúta þyngdaraflinu. LEX AFP Ört vaxandi hagkerfi að írskum sið Skortur á konum á indverska vinnu- markaðinum er „risastórt glatað tækifæri“ fyrir hagvöxt í landinu, var haft eftir Christine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, á mánudag, við upphaf heimsóknar hennar til Indlands og Kína. Christine Lagarde flutti erindi við Lady Shri Ram kvennaháskólann í Nýju Delhi, þar sem búrmíski stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung Saan Suu Kyi lærði á sínum tíma meðal annarra. Þar sagði Lagarde „brýnna umbóta“ þörf til að auka at- vinnuþátttöku kvenna. Hún vitnaði í væntanlega skýrslu frá AGS þar sem kemur fram að 29% atvinnuþátttaka indverskra kvenna er langt undir hlutfallinu hjá sam- bærilegum nýmarkaðslöndum og hefur farið minnkandi síðan 2005, þvert á þróunina annars staðar. Í útdrætti úr skýrslunni í nýjustu úttekt AGS um Indland kemur fram að 59% munur á atvinnuþátttöku kynjanna þar í landi sé sá mesti í hópi G20 ríkjanna, að Sádi Arabíu undanskilinni. Hagkerfið tvöfaldast á 10 árum Lagarde lagði engu að síður áherslu á að á heildina litið væri Ind- land „bjartur geisli“ í alþjóða- hagkerfinu. Hagvaxtarspár hljóða upp á 7,2% hagvöxt á þessu fjár- hagsári og 7,5% á því næsta – byggt á nýjustu tölum um landsframleiðslu – og myndi þýða að Indland verður með meiri hagvöxt en nokkurt annað stórríki í heimi. Hagkerfi Indlands, sagði hún, myndi tvöfaldast að stærð á ára- tugnum frá 2009 til 2019 og verða stærra en Japan og Þýskaland til samans mælt með tilliti til kaup- máttarjafnvægis. Þegar árið 2030 gengur í garð, með meira en milljarð íbúa á vinnualdri, myndi Indland búa að fjölmennasta vinnuafli heims, stærra en Bandaríkin, evrusvæðið og Indónesía samanlagt. En um leið og Lagarde hrósaði að- gerðum Narenda Modi forsætisráð- herra til að bæta menntun stúlkna og berjast gegn fóstureyðingum á grundvelli kynferðis, þá þótti henni leitt hve stórar hindranir mæta ind- verskum konum sem vilja vinna. Fjöldi hagfræðirannsókna, rann- sóknir AGS þar á meðal, hafa sýnt fram á að þegar konur taka í aukn- um mæli þátt í atvinnulífinu þá auk- ist hagvöxtur og velmegun, t.d. í hin- um hratt vaxandi „tígris“-löndum Suðuaustur-Asíu. Hefur verið áætl- að að fjölgun kvenna á vinnumarkaði myndi auka hagvöxt á Indlandi um 1,5-2,5% á ári. Lagarde var beðin um álit sitt á ásökunum þess efnis að ríkisstjórn Modi hafi stundað mismunun gegn fólki sem ekki er hindúatrúar. Hún svaraði að „mín skilgreining á því að hafa alla innanborðs nær til kvenna og allra annara hópa. [...] Það er þannig sem má auka líkurnar á hag- vexti“. Þrír alþjóðlegir áhættuþættir Þegar talið barst yfir í viðkvæman efnahagsbata alþjóðahagkerfisins benti Lagarde á þrjá áhættuþætti: Í fyrsta lagi sveiflur á fjármálamörk- uðum vegna „ósamstilltrar pen- ingastefnu“ hjá ríkari löndum heims, þar sem Bandaríkin og Bretland séu að færa vexti í eðlilegt horf á meðan evrulöndin og Japan hafa aukið örv- unaraðgerðir. Í annan stað er hætt- an á kreppu og verðhjöðnunarþrýst- ingi þegar saman fara lítill hagvöxtur og lítil verðbólga í Evr- ópu og Japan. Í þriðja lagi er hætta á „þreföldu höggi“ í nýmark- aðslöndum vegna styrkingar doll- arsins, hærri vaxta á heimsmarkaði og sveiflukennds fjármagns- streymis. „Sterkari dalur mun hafa umtals- verð áhrif á fjármálakerfi nýmark- aðslanda, þar á meðal á Indlandi, því margir bankar og fyrirtæki hafa á undanförnum fimm árum aukið lán- tökur sínar í bandaríkjadölum,“ sagði hún án þess að ræða mál- ið nánar. Útilokun kvenna dregur úr hagvexti á Indlandi Eftir Victor Mallet í Nýju Delhi Eftir 15 ár verður vinnuafl á Indlandi fjölmennara en í Bandaríkjunum, evru- svæðinu og Indónesía samanlagt en tækifærin sem í því felast munu ekki að fullu nýtast nema með aukinni atvinnuþáttöku kvenna, að mati Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. EPA Framkvæmdastjóri AGS hefur áhyggjur af einungis 29% atvinnuþátttöku ind- verskra kvenna sem er mun minna en hjá sambærilegum nýmarkaðslöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.