Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015SJÓNARHÓLL Hjá okkur fáið þið allar rekstravörur fyrir kjötvinnsluna á einum stað Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir fyrir kjötvinnslur IÐNAÐARVÉLAR ◆ KRYDD UMBÚÐIR ◆ FATNAÐUR PÖKKUNARVÉLAR ◆ HNÍFAR HANDVERKFÆRI Hafið samband 575 8000 við tökum vel á móti ykkur Sprotafyrirtæki er hugtak sem notað hefur veriðyfir nýstofnuð og ung fyrirtæki sem venjulegaeru sprottin upp úr rannsókna- eða þróun- arverkefnum einstaklinga, hópa eða fyrirtækja sem eru á því stigi að þróa viðskiptahugmynd og rannsaka markaðinn fyrir hana. Ívilnanir geta skipt miklu fyrir slík fyrirtæki fyrstu árin á meðan þau eru að komast af stað og vinna sig í átt að því að fara að skila hagnaði og þar með skatttekjum fyrir þjóðfélagið síðar meir. Það getur reynst dýrmætt að skipuleggja verkefni fram í tímann þannig að fyrirtækið geti átt þess kost að njóta góðs af ívilnunum sem í boði eru. Í skattamálum, líkt og mörgu öðru, gildir hið forn- kveðna að í upphafi skyldi endinn skoða. Í gildi eru lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki nr. 152/2009 sem sprotafyrirtæki eiga kosta á að nýta sér að vissum skilyrðum uppfylltum. Stuðningurinn er fólginn í frá- drætti frá álögðum tekju- skatti. Ef tekjuskattur er lægri en frádrátturinn, eða ef ekki lagður tekjuskattur á sprotafyrirtækið vegna skattalegs taps, er frádrátturinn greiddur til félagsins. Frádráttur er því ekki lýsandi heiti þar sem komið get- ur til útgreiðslu úr ríkissjóði. Frádrátturinn miðast við 20% af útlögðum kostnaði vegna nýsköpunarverkefnis sem hefur fengið staðfestingu Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís), þó að hámarki 100 m.kr. á ári (20 m.kr. ívilnun) eða 150 m.kr.(30 m.kr. ívilnun) ef um að- keypta rannsóknar- eða þróunarvinnu er að ræða. Njóti verkefnið annarra styrkja frá opinberum aðilum getur það leitt til lækkunar á ívilnun eftir ákvæðum laganna um hámark opinbers stuðnings. Sprotafyrirtæki þarf að vera á félagaformi sem vísað er til í lögunum, t.d. einkahlutafélag, til að skattívilnun komi til greina. Strax við stofnun sprotafyrirtækis er því mikilvægt að velja rétt félagaform. Til að verkefni geti hlotið staðfestingu Rannís þarf það að teljast rann- sóknar- eða þróunarverkefni samkvæmt lögunum og að verkefnið sé hugmynd að virðisaukandi vöru eða þjón- ustu. Nú í mars var gefin út reglugerð nr. 247/2015 sem breytti gildandi reglugerð um stuðning við nýsköp- unarfyrirtæki nr. 758/2011. Í reglugerðinni eru rann- sóknir og þróun skilgreind ítarlegar auk þess sem til- tekið er hvaða starfsemi telst ekki til þróunar heldur hluti af almennum rekstri sem er til bóta. Sprotafyrirtæki þurfa sjálf að verja a.m.k. 1 milljón króna til rannsókna og þróunar á 12 mánaða tímabili og starfsmenn eiga að hafa hlotið þjálfun, menntun eða búa yfir reynslu á því sviði sem hugmynd að virðisauk- andi vöru eða þjónustu byggist á, til að verkefni fái staðfestingu. Það stóð til að hækka lágmarkið í 5 milljónir króna en hætt var við það sem verður að telj- ast jákvætt enda nýtist skattíviln- unin sérstaklega litlum félögum. Rétt er að hafa í huga að fyr- irtæki í fjárhagsvanda og félög sem ríkið á endurkröfurétt á vegna ólög- mætrar ríkisaðstoðar eiga þess ekki kost að fá staðfestingu verkefna hjá Rannís. Í reglugerðinni er skil- greint hvenær fyrirtæki telst eiga í fjárhagsvanda. Þar kemur m.a. fram að félag með tak- markaðri ábyrgð, s.s. einkahlutafélag, telst félag í fjár- hagsvanda ef bókfært eigið fé þess fer undir ákveðið viðmið. Skilyrði um eigið fé eru nokkuð stíf en þó hjálp- ar til að lítil og meðalstór fyrirtæki (færri en 250 starfs- menn) eru undanþegin þessu viðmiði í þrjú ár frá upp- hafi starfseminnar. Það má velta því fyrir sér hvort það sé of skammur tími, sérstaklega fyrir lítil sprotafyr- irtæki sem geta þurft lengri tíma til að byggja upp eig- ið fé sitt. Rétt er að geta þess að öll fyrirtæki, ný sem gömul, stór sem lítil, sem vinna að verkefnum sem rúmast inn- an ramma laganna geta sótt um framangreinda skatt- ívilnun, ekki bara sprotafyrirtæki. Umsóknarfrestur til Rannís er til 1. október ár hvert (var áður 1. sept- ember) en umsókn um árlega framlengingu staðfest- ingar vegna framhaldsverkefnis þarf að skila fyrir 1. apríl ár hvert. ENDURSKOÐUN Ása Kristín Óskarsdóttir, hdl. og sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG Skattívilnanir fyrir sprotafyrirtæki ” Ef tekjuskattur er lægri en frádrátturinn, eða ef ekki er lagður tekju- skattur á sprotafyrir- tækið vegna skattalegs taps, er frádrátturinn greiddur til félagsins. Öll viðskipti byggjast á sam-spili fyrirtækja við um-hverfið. Í sinni einföldustu mynd snýst það samspil um við- skiptasambandið. Fyrirtæki býður vöru, viðskiptavinur kaupir vöru. Í hinum raunverulega heimi er þetta samspil fyrirtækja við umhverfi sitt hins vegar yfirleitt flóknara og stjórnendur þurfa að taka mið af margþættum sjónarmiðum ólíkra hagaðila (e. stakeholders). Það eru ekki einungis við- skiptavinir sem eiga það til að hafa skoðanir á rekstri og vörum fyr- irtækja. Fyrirtæki eru ekki eylönd sem að starfa í samfélagslegu tóma- rúmi. Rekstur þeirra hefur áhrif á umhverfið með margvíslegum hætti, allt eftir því hvert eðli starfseminnar er. Þau eru sjálf viðskiptavinir birgja og aðfangakeðjan getur verið flókin. Sum fyrirtæki menga, hvort sem er með loftmengun, hljóðmengun eða sjónmengun. Önnur nýta takmark- aðar auðlindir. Einstaka fyrirtæki ögra jafnvel viðteknum gildum sam- félagsins með starfsemi sinni. Og svo framvegis. Lengi vel var litið svo á að ábyrgð fyrirtækis sneri fyrst og síðast að hluthöfum. Að skila þeim arði. Smám saman hefur hins vegar aukin áhersla verið lögð á að fyrirtæki verði að horfa til víðtækari hagsmuna í rekstri sínum. Þessum tveimur nálg- Að tengja sig við umhverfið STEFNUMÓTUN Steingrímur Sigurgeirsson ráðgjafi hjá Capacent VEFSÍÐAN Tölvurnar eru framtíðin og þeir sem vilja stefna hátt í atvinnulífinu þurfa helst að kunna í það minnsta und- irstöðuatriði forritunar, rétt eins og þeir verða að kunna að setja upp skjöl í Word eða töflur í Excel. En að læra að for- rita er hægara sagt en gert. Fyrir þá sem hafa enga forrit- unarþekkingu er kóðinn óskiljanlegar híróglífur og engin leið að skilja hvað gerir hvað. Ekki hafa allir tímann til að fara í kvöldskóla og að olbonga sig í gegnum þykkar kennslubækur á eigin spýtur er ekki fyrir alla. Vefurinn Codecademy.com er góður staður til að byrja. Þar er búið að smíða afbragðsgott kennsluforrit sem leiðir notandann í gegnum und- irstöðuatriði forritunar á þægilegan og næstum ávanabindandi hátt. Það er allt annað að læra að kóða þegar framsetningin er svona vönd- uð, og í hæfilega smáum skrefum stækkar Codecademy þekking- arforðann. Til að örva verðlauna- stöðvar heilans fá notendur við- urkenningar fyrir að ná ákveðnum þröskuldum í námsefninu og getur jafnvel verið erfitt að hætta þegar á annað borð er byrjað að læra. Er óvitlaust að kíkja á Codeaca- demy.com þegar laus stund gefst, og byrja að leysa verkefnin. Menn verða ekki óstöðvandi forrit- unarsnillingar með þessu námsefni en fá mjög fína grunnþekkingu og vita í það minnsta hvað snýr upp og hvað niður þegar kemur að helstu forritunarmálum. ai@mbl.is Nú eiga allir að geta lært að forrita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.