Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidskipti@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar Sími 5691111, augl@mbl.is. Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTA VIÐSKIPTI Á MBL.IS Einstök í stað Bud … Enginn fékk Lúðurinn … Íslenska Hello Kitty … Leynigögn komin … Íslenskur gaffall … Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Tryggvi Pálsson, formaður banka- ráðs Landsbankans, gerði gagnrýni á hagnað bankans að umtalsefni í ræðu sem hann flutti á aðalfundi hans í gær. Sagði Tryggvi að af- koma bankans hefði reynst síst of góð þegar litið væri til eigin fjár sem næmi 250 milljörðum króna. „Arðsemin hefur vissulega verið há undanfarin ár en drjúgur hluti af hagnaðinum skýrist af virðisbreyt- ingum útlána, gengishagnaði, hagn- aði af eignum á markaði og sölu eigna. Viðbúið er að þessir liðir skili litlu á næstu árum og því eru allar horfur á að arðsemi bankans minnki,“ bætti hann við og benti á að þegar stórum einskiptisliðum sleppti hefði arðsemi bankans á liðnu ári aðeins numið 5-6%. Þrátt fyrir að horfur séu á að af- koma bankans verði lakari á kom- andi árum en verið hefur, stefna stjórnendur hans að því að koma arðsemi af reglubundinni starfsemi upp yfir 10%. Það hyggjast þeir gera með lækkun eigin fjár, bættri þjónustu og aðhaldi í kostnaði. Til að ná þessum markmiðum hefur bankinn mótað stefnu sem ætlað er að ná ofangreindu markmiði á næstu fjórum árum. Meðal þess sem stefnumótunin felur í sér er áætlun bankans um að flytja höfuðstöðvar sínar allar undir eitt þak. Með því stefnir bankinn að því að minnka það fer- metramagn sem í notkun er um 13 þúsund fermetra, úr 28 þúsund fer- metrum í 15 þúsund. Áætlanir gera ráð fyrir því að árlegur sparnaður vegna þessara aðgerða muni nema 600 milljónum króna á ári eða 46.153 krónum á hvern fermetra sem losað verður um, að jafnaði. Þá nefndi Tryggvi að stefnt væri að því að leitað yrði að framtíð- arhlutverki fyrir hinar gömlu höf- uðstöðvar í Austurstræti sem þjóð- in öll gæti verið stolt af. Morgunblaðið/Kristinn Tryggvi Pálsson hafnar þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á hagnað Landsbankans á síðustu árum og segir arðsemina í raun ekki viðunandi. Arðsemi Lands- bankans óviðunandi Afkoma Landsbankans verður ekki eins góð á næstu árum og verið hefur, sagði stjórnarformaðurinn á aðalfundi. Hann telur arð- semi af kjarnastarfsemi bankans vera of litla. Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Nú þegar rúm sex ár eru liðin fráhruni er ennþá starfandi fjöldi slitastjórna yfir fjármálafyrirtækj- unum sem misstu rekstrarhæfi sitt. Fyrir skömmu var bent á að ellefu slík- ar stjórnir væru enn starfandi. Þeirra stærstar eru slitastjórnir Glitnis, Kaupþings og LBI. Fluttar hafa verið fréttir af þókn-unum til slitastjórna stærstu bú- anna og þykir sumum nóg um þær fjár- hæðir sem tilteknar eru í nýjustu reikningunum. Hjá Glitni fengu tveir aðilar 190 milljónir greiddar vegna starfsársins 2014 sem gerir 95 milljónir króna á mann og hafði þá þóknunin hækkað um sex milljónir á milli ára. Til viðbótar fékk framkvæmdastjóri bús- ins í sinn vasa 46 milljónir króna. Í slit- astjórn Kaupþings eru þrír sem sam- tals fengu greiddar 198 milljónir króna sem er heldur lægri greiðsla á mann, einungis 66 milljónir króna. Þessu til viðbótar er fjöldi fastrastarfsmanna sem hafa tekjur af búunum auk allra þeirra fjölmörgu lög- fræðinga og annarra sérfræðinga sem þjónusta er keypt af. Þær upphæðir hlaupa á milljörðum króna. Það má leiða að því getum að um nokkuð góða búbót sé að ræða fyrir þá sem sitja í slitastjórnum þeirra minni. Það má velta fyrir sér hvort þær upphæðir nái svipuðum hæðum og hjá stærri búun- um. Er kannski lítill hvati til þess aðljúka málum allra slitabúanna á meðan fjármagnið rennur tiltölulega óhindrað og með auðveldum hætti í vasana? Þetta verður kannski saga án nokkurs endis. Sagan endalausa Landsbankinn stefnir áfram að þvíað reisa höfuðstöðvar sínar nærri Hörpunni. Áætlanirnar eru að sönnu nokkru hófstilltari en þær sem á teikniborðinu voru á sínum tíma en þó er enn gert ráð fyrir því að glerhöllin verði um 15.000 fer- metrar að flatarmáli. Með því hyggst bankinn fækka fermetrum í höfuðstöðvum sínum umtalsvert eða úr 28.000 fermetrum. Það er skiljanlegt að stjórnendurbankans stefni að framkvæmd af þessu tagi, einkum og sér í lagi vegna þess óhagræðis sem skapast af því að hafa starfsemina undir mörgum ótengdum húsþökum. Og reyndar áætlar bankinn að hagræðið af nýjum höfuðstöðvum muni nema um 600 milljónum á ársgrundvelli. Ekki er sérstök ástæða til að rengja þá útreikninga nema að því marki að talnaæfingar af þessu tagi hafa aldr- ei gengið upp. Samhliða áætlunum um nýjar höf-uðstöðvar hyggst bankinn fækka starfsfólki og það bendir til að mjög rúmt verði um þá sem áfram munu starfa hjá honum. Ljóst er að ekki mun væsa um fólk í hinni nýju og gríðarstóru höll, þegar og ef hún verður að veruleika. Og reyndar er margt sem bendir til, sé litið til sög- unnar og þess svæðis sem um ræðir, að plássið verði enn meira en nú er talað um. Þegar samkomulag um bygginguHörpu var undirritað 2002 gerðu áætlanir ráð fyrir því að húsið yrði 15.000 fermetrar að stærð, rétt eins og áætlanir þær sem nú er rætt um varðandi höfuðstöðvar Lands- bankans. Annað kom þó á daginn og höllin við hafið varð að lokum 28.000 fermetrar – jafnmargir þeim og nú eru undir höfuðstarfsemi Lands- bankans. Núna má, eins og stundum áður, óska þess að sagan endurtaki sig bara alls ekki. Þröngt mega sáttir sitja – nema sáttir bankamenn Tillögur að nýjum höfuðstöðvum voru hressilegar á sínum tíma. Dómstóll í Frankfurt í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að starfsemi Uber bryti í bága við leigubílalöggjöf og bannaði starf- semi fyrirtækisins í landinu öllu. Leigubílaþjónusta Uber bönnuð í Þýskalandi 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.