Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015SJÁVARÚTVEGUR
„Ferðin hefur gengið mjög vel, og
raunar vonum framar,“ segir Berg-
lind Steindórsdóttir, starfsmaður Ís-
landsstofu, en hún
heldur utan um
þátttöku íslenska
hópsins á sjáv-
arútvegssýning-
unni í Boston.
Sýningin er tví-
skipt, þar sem
annars vegar er
svæði tileinkað
tækjum, vélum og
þjónustu og hins vegar svæði til-
einkað sjávarafurðum. „Sýningin er
sú stærsta sinnar tegundar á vestur-
hveli jarðar og mikið rennerí gesta
hér um þessa stóru ráðstefnu- og
sýningarhöll. Á sýningunni í ár má
finna 1.200 fyrirtæki frá 50 löndum.“
Sýningin er öll hin veglegasta en
sjávarútvegssýningin í Boston hefur
verið haldin árlega í aldarfjórðung og
stækkar með hverju árinu.
„Helsta breytingin sem greina má í
ár er að meira ber á fyrirtækjum frá
Bretlandi og Skandinavíu en minna
er af kínverskum fyrirtækjum en á
síðasta ári,“ útskýrir Berglind en
fimmtán íslensk fyrirtæki eru á
staðnum, þar af fimm í tækni- og
þjónustuhlutanum en tíu sem kynna
matvæli.
Viðskiptamogginn birti í síðustu
viku lista yfir íslensku fyrirtækin en
þau eru Valka, Skaginn 3X, Eimskip,
Héðinn, Optimar, HB Grandi, Ice-
land Responsible Fisheries, Novo
Food, Arctic Salmon, Menja, Ice-
landic Nýfiskur, Icemar, ISI Seafood
og Matís. Á eigin vegum eru Marel,
Ora, Promens og Íslenska umboðs-
salan.
Mikilvægur sýnileiki
Berglind segir þátttöku í sýningu
af þessum toga þjóna margþættum
tilgangi. Það gerist sjaldan að stórir
samningar séu undirritaðir á sýning-
unni sjálfri en hún leggi oft grunninn
að viðskiptum í framtíðinni og tryggi
sýnileika íslenskra vörumerkja í
greininni. „Mjög mikið er fundað með
núverandi og væntanlegum við-
skiptavinum og ljóst að þegar fyrir-
tæki byrja á annað borð að taka þátt
reyna þau að halda áfram að vera
sýnileg á þessum viðburðum. Sýn-
ingar af þessu tagi eru líka góð leið til
að skynja tíðarandann og fylgjast
með framþróuninni sem á sér stað
bæði hjá tæknifyrirtækjum og mat-
vælaframleiðendum.“
Taka þátt í annað sinn
Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri
Ora, hefur mannað sýningarbás fyr-
irtækisins í Boston undanfarna daga
ásamt Rafni Sigurðssyni sölumanni.
Leifur segir þetta
vera annað árið
sem Ora er með. Í
fyrra var Ora
hluti af sameig-
inlegum bás ís-
lenska hópsins en
sýnir núna á eigin
vegum.
Hann segir fyr-
irtækið kynna breitt úrval af vörum.
„Við höfum m.a. lagt ríka áherslu á
kavíar-línuna, s.s. laxa-, silunga-, grá-
sleppu-, loðnu- og síldarkavíar. Einn-
ig vorum við að kynna paté úr sjávar-
afurðum, t.d. laxa-, þorsk- og rækju-
paté, að ógleymdri þorskhrogna--
smyrju. Súpurnar sem Ora framleiðir
eru líka til sýnis, og margar sortir af
síld.“
Framleiðsla til útflutnings hefur
skipað æ stærri sess í starfsemi Ora á
undanförnum árum og áratugum og
segir Leifur að fyrirtækið flytji tölu-
vert út til Bandaríkjanna. „Við höfum
þá einkum verið að selja kavíar og
síld inn á kosher-markaðinn í New
York og nágrenni og einnig töluvert
af kavíar á San-Francisco-svæðið.
Nær allt það sem við flytjum út til
vesturheims er selt sem hluti af vöru-
merkjalínum annarra framleiðenda,
þ.e. „private labeling“, en minni að-
ilum bjóðum við að kaupa vöruna
undir okkar eigin merki, Iceland’s
Finest.“
Leifur tekur fram að íslenski
markaðurinn skipti enn mjög miklu
máli fyrir Ora. Íslenskir neytendur
séu verðmætur viðskiptavinahópur
og íslenski markaðurinn líka kjörinn
til að prófa nýjar vörur.
„Ýmislegt sem gerist
á svona sýningum“
Hafandi verið hálfa vikuna á sýn-
ingargólfinu segi Leifur að hljóðið sé
gott í gestum sjávarútvegssýning-
arinnar og ekki annað að heyra en
jarðvegurinn sé góður fyrir frekari
viðskipti. „Við höfum fengið töluvert
af fyrirspurnum sem við eigum eftir
að fara betur í gegnum þegar heim er
komið, en eins og staðan er í dag lítur
allt virkilega vel út. Bandarískir
kaupendur virðast sér í lagi áhuga-
samir um kavíarinn og masago fyrir
sushi-gerð, en hér voru einnig bresk-
ir gestir sem vildu skoða möguleika
humarsúpunnar á breska pöbba-
markaðnum. Það er ýmislegt sem
gerist á svona sýningum.“
Morgunblaðið/Þórður
Helgi Hjálmarsson, Ágúst Sigurðsson, Hannes K. Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra
ræða saman á bás Völku. Alls tóku fimmtán íslensk fyrirtæki þátt í viðburðinum.
Nóg að gera á íslensku
básunum í Boston
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fimmtán íslensk fyrirtæki
sýndu á sjávarútvegssýn-
ingunni í Boston. Ferðin
gekk vel og töluverður
áhugi á íslenskri tækni og
neytendavöru.
Frá íslenska sýningarbásnum. Fyrir miðju er Hlynur Guðjónsson, viðskipta-
fulltrúi sendiráðs Íslands í Bandaríkjunum, að ræða við gesti.
Berglind
Steindórsdóttir
Leifur Þórsson
ÞRÓUN KORTLÖGÐ
Landfryst þorskflök
Sjófryst þorskflök
Magn (t)
Magn (t)
Kg verð í
Kg verð í
1600
1200
800
400
0
5,00
4,50
4,00
3,50
3,00
7,0
6,5
6,0
5,5
5,0
4,5
Verðþróun og spá
Magn 2015 Meðalt. síð. 3. ára Verð 2014 ( /kg) Verð 2015
Útflutningur frá Íslandi FOB verð í
Útflutningur frá Íslandi FOB verð í
Janúar
Janúar
Desember
Desember
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Magn 2015 Meðalt. síð. 3. ára Verð 2014 ( /kg) Verð 2015
6,40
6,13
7
5
1
6
5
8
4,26
3,83
4,16
Samantekt markofish.com
4,71
ÞORSKUR
Samanlagður útflutningur á land-
frystum og sjófrystum þorsk-
flökum var um 1.430 tonn í janúar
2015. Þetta er rúmlega 38% sam-
dráttur á útfluttu magni frá því á
sama tíma 2014. Samdráttur í út-
flutningi á frystum flökum skýrist
einkum af miklum samdrætti í út-
flutningi á sjófrystum flökum. Í
janúar 2015 voru flutt út um 680
tonn en 1350 tonn yfir sama tíma-
bil 2014. Fækkun frystitogara og
aukin áhersla á landvinnslu eru
meðal þeirra þátta sem hafa áhrif
til samdráttar í útflutningi á sjó-
frystum vörum.
Meðalverð á landfrystum þorsk-
flökum var 4,16 evrur á kíló-
grammið í janúar 2015.
Meðalverð fyrir sjófryst þorsk-
flök var 6,40 evrur á kílóið í jan-
úar 2015.
Samdráttur í útflutningi
sjófrystra þorskflaka