Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Tenerife Frá kr.203.900 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 203.900 á Jacaranda m.v. 2 í herbergi. 26. apríl í 22 nætur SÉRTILBO Ð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Við gerð deiliskipulags fyrir Foss- vogsdalinn verða skoðaðar leiðir til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum sundlaugar sem áformað hefur verið að gera í dalnum. Meðal annars hefur komið fram í vinnu sveitarfélaganna að boðið yrði upp á þá möguleika að gestir komi gangandi eða hjólandi í litla sund- laug sem gerð væri fyrir miðjum dal og ekki yrði gert ráð fyrir bíla- stæðum við laugina. Kópavogsbær og Reykjavíkur- borg hafa ákveðið að gera sameig- inlegt deiliskipulag fyrir allan Foss- vogsdalinn. Landmótun hefur skilað lýsingu á skipulagsverkefn- inu til sveitarfélaganna. Hún var kynnt á fundi í umhverfis- og skipu- lagsráði Reykjavíkur á dögunum. Deiliskipulagssvæðið er að stærstum hluta útivistarsvæði en innan þess er ennfremur íþrótta- svæði, gróðarstöðvar, skólar og hverfisverndarsvæði. Markmið deiliskipulagsins er að gera gott útivistarsvæði ennþá betra með því að tryggja íbúum fjölbreytta að- stöðu til útivistar, íþrótta og afþrey- ingar. Þrír staðir metnir Gert hefur verið ráð fyrir að Kópavogsbær og Reykjavíkurborg geri saman sundlaug í dalnum. Í lýsingunni kemur fram að mögu- lega verði gert ráð fyrir veitinga- aðstöðu eða útiveitingum við sund- laugina til að þjónusta gesti. Í vinnu sveitarfélaganna hafa verið metnir þrír staðir fyrir sund- laug. Í fyrsta lagi í vestanverðum dalnum, við ræktunarstöð Reykja- víkurborgar við Fossvogsveg. Hún hefur þann galla að enginn mögu- leiki er á aðkomuleið úr Kópavogi. Í öðru lagi er nefnd staðsetning í aust- anverðum dalnum, nálægt athafna- svæði Víkings eða við Blesugróf. Gallar eru aukið álag á aðkomugötur úr Kópavogi og Reykjavík og að trjáasafn sunnan íþróttasvæðis Vík- ings er hverfisverndað í aðal- skipulagi Kópavogs. Þriðja staðsetningin er fyrir miðjum dalnum. Hún mun væntan- lega breyta ásýnd dalsins mest en hentar um leið skólunum best. Rætt er um gerð lítillar sundlaugar sem þjónað gæti skólasundi á daginn og almenningi eftir lok skóladags. Í því tilviki er ekki gert ráð fyrir bíla- stæðum við laugina og aðgengi mið- ist aðallega við gangandi og hjólandi. Þó væri hægt að nýta bílastæði við skólabyggingar Fossvogsskóla og Snælandsskóla og ganga þaðan að lauginni. Víkingssvæðið stækkað Við deiliskipulagsvinnuna verður einnig fjallað um stækkun á lóð Knattspyrnufélagsins Víkings inn á lóð Gróðrarstöðvarinnar Markar. Kemur fram að borgaryfirvöld þurfi að ákveða hversu stór hluti af lóð Markar eigi að koma í hlut Víkings eftir árið 2016 þegar lóðarleigu- samningur rennur út. Stefnt er að því að tillaga að deili- skipulagi verði kynnt í júní og það verði staðfest í janúar 2016. Sundlaug án bílastæða Morgunblaðið/Frikki Stígar Fossvogsdalur verður áfram útivistarsvæði þótt þjónustan verði bætt með sundlaug og veitingaaðstöðu.  Gert er ráð fyrir því að fólk komi gangandi eða hjólandi í nýja sundlaug sem Kópavogsbær og Reykjavíkurborg áforma að gera í Fossvogsdal Sérhæfðri kælimeðferð var beitt á drenginn sem var hætt kominn við Reykdalsstíflu. Drengurinn, sem er 9 ára, var útskrifaður af gjörgæslu- deild Landspítalans í gærmorgun og dvelur nú á Barnaspítala Hringsins. Felix Valsson, sérfræðilæknir í svæfingu og gjörgæslu á Landspítala, segir aðeins örfá dæmi um það að slíkri meðferð hafi verið beitt á sjúk- linga sem hafa nærri drukknað. „Með meðferðinni er sérstökum æðalegg komið fyrir í nára sjúklings sem hægt er að nota til að stýra lík- amshita hans. Þá er sjúklingnum haldið sofandi og köldum í að minnsta kosti sól- arhring áður en hann er hitaður hægt og rólega upp í eðlilegt hita- stig,“ segir Felix. Með kæling- unni sé efna- skiptahraði heila- frumna minnkaður svo þær fái hvíld og tíma til að jafna sig. Þetta takmarki skaða og hjálpi einnig til við batann. Kæling takmarkar heila- skaða eftir alvarleg slys Felix Valsson Flest bendir til þess að víða um land muni vetur og sumar frjósa saman aðfaranótt sumardagsins fyrsta. „Það dregur til tíðinda á mið- vikudag þegar það tekur að snúast í mjög kalda norðanátt. Það verður því norðanátt og snjóél á sumar- daginn fyrsta og líklega munu sum- ar og vetur frjósa saman,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en samkvæmt algengri hjátrú mun það vita á sól- ríkt og gjöfult sumar. Teitur bendir þó á að sú hjátrú eigi uppruna sinn í því að talað hafi verið um góða málnytu, frjósi sum- ar og vetur saman, sem sagt að meiri mjólkur sé að vænta úr kúm og ám en á öðrum sumrum. „Þá voru ekki gerðar sömu kröf- ur og borgarbúar hafa til góðs sum- ars. Að sumar og vetur frjósi saman kann þannig, fremur en hitt, að benda til mikils rigningasumars sem kæmi bændum og dýrum vel, en borgarbúum illa.“ sh@mbl.is Sumar og vetur frjósa vísast saman  Kann þó að benda til rigningasumars Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grasbítur Kýrnar og borgarbúar gera ekki sömu kröfur til sumars. Eva Röver, nemandi í Lækjarskóla, vann hetjudáð síðastliðinn þriðjudag þegar hún kom að björgun bræðr- anna sem féllu í lækinn við Reyk- dalsstíflu í Hafnarfirði. Eva, sem varð sextán ára tveimur dögum fyrir slysið, hefur ekki lært skyndihjálp en bæði lögregla og fleiri hafa talað um hversu rétt við- brögð hún sýndi á slysstaðnum. Eva segist ekki hafa verið í sjokki á með- an á þessu stóð. „Ég var bara að reyna að hjálpa sem mest en eftir á fékk ég áfall,“ segir hún. „Það sem ég hugsaði um var að ég mætti ekki detta sjálf út í lækinn. Því ég vissi að ef ég færi of- an í þá væri ég í sömu aðstöðu og þeir,“ segir Eva. Gat ekkert gert þegar hann missti meðvitund Þegar Eva kom að læknum var eldri bróðirinn einnig dottinn ofan í lækinn en hann féll ofan í við að reyna að bjarga litla bróður sínum. Eva og móðir drengjanna hjálp- uðust að og náðu í sameiningu að koma eldri drengnum á land en að sögn Evu var það mjög erfitt því straumurinn var hrikalegur. Um svipað leyti kom maður um þrítugt og reyndi að bjarga þeim yngri en féll sjálfur ofan í. Þær Eva og móðirin gátu ekki náð þeim á land enda meira en að segja það að ná einhverjum upp úr straumnum. Hún segir að það hafi hins vegar verið mjög slæm tilfinning að sjá manninn detta ofan í og geta ekkert gert. „Við vorum tvær saman og við gátum með naumindum náð strákn- um upp. Við hefðum aldrei getað bjargað manninum upp úr. Það var ömurleg tilfinning og ég gat ekkert gert þegar hann missti meðvitund í vatninu,“ segir Eva. Þegar lögregla kom á staðinn fór Eva að sinna systur bræðranna, sem er ellefu ára, og eðlilega mjög hrædd. „Ég fór með hana til hliðar svo hún sæi ekki bræður sína og reyndi að dreifa athyglinni hjá henni. Ég spurði hana meðal annars hvað hún héti og hvaðan hún væri og hún hætti að gráta eftir að ég var búin að tala við hana í smátíma,“ segir Eva sem hélt ró sinni sjálf allan tímann. Brákaðist á úlnlið Eva er blá og marin eftir átökin við að koma drengnum upp úr lækn- um auk þess sem hún brákaðist á úlnlið. Eins var hún rennandi blaut og köld þegar mamma hennar kom að og gat hlúð að henni. guna@mbl.is „Ég var bara að reyna að hjálpa sem mest“ Hetjan Eva Röver t.v. ásamt vinkonu sinni Ingibjörgu Elísu Jónatansdóttur. Eva þykir hafa unnið mikið björgunarafrek við hörmulegar aðstæður.  Sextán ára stúlka vann hetjudáð við Reykdalsstíflu Eva segist hafa fengið mikinn stuðning frá skólanum, Lækjar- skóla, og eru þær mæðgur, Eva og Kristín Röver, afar þakklátar við- brögðum skólans. Haraldur Har- aldsson skólastjóri kom strax um kvöldið heim til þeirra og daginn eftir fékk Eva aðstoð hjá áfalla- teymi skólans. „Það er algjörlega til fyrirmyndar hvernig staðið var að öllu af hálfu Lækjarskóla,“ segir Kristín en búið var að und- irbúa alla nemendur skólans áður en Eva mætti daginn eftir. Fékk stuðning frá skólanum EVA RÖVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.