Morgunblaðið - 20.04.2015, Page 6

Morgunblaðið - 20.04.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum ekki endilega að horfa til þriggja ára samnings heldur höfum við sagt okkar markmið vera að ná 300 þúsund króna lágmarkslaunum á innan við þremur árum. Það er hægt að gera það í áföngum, með árs samningi eða til eins og hálfs árs,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfs- greinasambandsins, en nú stendur yfir rafræn at- kvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasam- bandsins um heimild til verkfallsboðunar. Búist við miklum stuðningi við aðgerðir Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðnætti í kvöld og munu úrslit því liggja ljós fyrir á morgun, þriðju- dag. Á kjörskrá eru rúmlega 10.000 manns og seg- ir Björn þátttökuna yfirleitt góða. „Þátttakan er yfirleitt góð en auðvitað viljum við alltaf fá meira,“ segir hann og heldur áfram: „Það hvarflar ekkert annað að mér en að það verði gríðarlegur stuðn- ingur við þessar aðgerðir okkar.“ Aðspurður segist hann verða var við mikla reiði meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins. „Þetta ævintýri [HB] Granda fyllti algerlega mæl- inn og ég held að fátt hafi verið rætt meira á vinnu- stöðum en þessi ákvörðun,“ segir Björn en nýverið var þar ákveðið að hækka stjórnarlaun fyrirtæk- isins um 33%. Iðnaðarmannafélögin undirbúi aðgerðir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vél- stjóra og málmtæknimanna (VM), segir í frétt á vefsíðu félagsins að slitnað hafi upp úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins við iðnaðarmannafélögin og sé því líklegt að vinnuveitendur vísi viðræðun- um til ríkissáttasemjara. „Með því að vísa viðræð- unum til ríkissáttasemjara er ólíklegt að nokkuð gerist. Ég tel því einsýnt að félögin hefji undirbún- ing verkfallsaðgerða. […] Fyrst þarf að kjósa um verkfallsaðgerðir og ég er sannfærður um að fé- lagsmenn vilja láta til skarar skríða sem fyrst,“ er haft eftir Guðmundi í áðurnefndri frétt en þar seg- ir hann einnig að til þessa hafi hugmyndir vinnu- veitenda í viðræðunum verið óljósar. Fleira í skoðun en þriggja ára samningur  Rúmlega 10.000 félagsmenn Starfsgreinasambandsins greiða nú atkvæði um verkfallsboðun  Formaður félagsins segir þátttöku góða meðal félagsmanna Morgunblaðið/Ómar Sáttasemjari Búast má við tíðum fundarhöldum. „Engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi næsta fund,“ segir Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, sem á þó von á því að ríkissáttasemjari taki ákvörðun um þá hluti í dag. „Það er ekki alveg hægt að sjá hvar grípa eigi inn í þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, og bendir á að þær kjaraviðræður sem nú eiga sér stað séu afar flóknar. Segir Gylfi fólk upplifa mikla mis- skiptingu og sé því reitt. Boltinn hjá sáttasemjara FLÓKNAR KJARADEILUR FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjögur af sex stærstu stéttarfélög- unum, sem eiga í kjaraviðræðum þessa dagana, hafa ráðið almanna- tengla til ráðgjafar um það hvernig best sé að koma skilaboðum á fram- færi við fjölmiðla. Sömu sögu er að segja af Samtökum atvinnulífsins sem sitja hinum megin borðsins. For- maður Rafiðnaðarsambandsins telur að verkalýðsfélögin hafi ekki nýtt sér slíka þjónustu áður í svo miklum mæli í kjaradeilum. Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum, telur að á bilinu 5-10 almannatenglaskrifstofur, taki að sér eða hafi veitt ráðgjöf til verkalýðsfélaga vegna kjaradeilna. Sjálfur veitir hann Starfsgreina- sambandinu ráðgjöf í núverandi deilu. Að sögn hans snýst ráðgjöfin um að veita utanaðkomandi sjónarhorn á það hvernig almenningur upplifir kjaradeilur. „Við veitum viðbrögð við hugmyndum verkalýðsfélaganna sem þau vilja koma á framfæri. Það getur verið frá því að vera texti í auglýs- ingar, tímasetningar á yfirlýsingum og yfir í að vera í bakgrunni eins og þjálfari,“ segir Andrés. Reglulegar fregnir af áhrifum Reglulega koma þessa dagana fram fregnir af áhrifum af yfirvofandi eða yfirstandandi verkfallsaðgerðum. Þannig sendi BHM frá sér tilkynn- ingu um að verkfall lögfræðinga hjá Sýslumanni gæti stefnt þátttöku Ís- lands í Eurovision í hættu þar sem hlutverk lögbókanda hjá sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu er „að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í Eurovisi- on“. Þá kom fram að ekki væri víst að hægt yrði að greiða út barnabætur og fyrirframgreiddar vaxtabætur hinn 30. apríl líkt og fyrirhugað er vegna boðaðs verkfalls Félags háskóla- menntaðra starfsmanna Stjórn- arráðsins (FHSS) hjá Fjársýslu rík- isins frá 20. apríl til 8. maí. Einnig að fjöldi sjúklinga bíði eftir meðferð við krabbameini t.d. geisla- meðferð og myndrannsóknum vegna verkfalls geislafræðinga. Hinrik A. Hansen krabbameinssjúklingur skrifaði grein sem birtist í Frétta- blaðinu í síðustu viku þar sem hann sakaði BHM um að notfæra sér sjúk- linga í kjarabaráttu sinni. Því vísaði Páll Halldórsson, formaður BHM, á bug í samtali við mbl.is í kjölfarið. „Þá má segja að ríkið sé að notfæra sér sjúklinga í kjarabaráttu. Ef það er einhver mórölsk krafa um að vera á lágum launum þegar verið er að sinna sjúklingum þá er verið að nota sjúk- linga í kjarabaráttu af ríkinu,“ sagði Páll. Tilgangurinn að skapa þrýsting Andrés segir að málin séu ekki allt- af svo einföld að ætla að almanna- tenglar séu að baki slíkum fregnum í fjölmiðlum. ,,Verkföll hafa ákveðin óþægindi í för með sér og það skiptir máli að vera ekki sá sem almenningur kennir um. Það er ekki alltaf gefið að það séu hagsmunir þeirra sem eru að fara í verkfall að vekja athygli á því að fólk missi t.a.m. af vinsælu sjón- varpsefni. Í sumum tilfellum getur svo verið en í öðrum getur það snúist í höndunum á fólki,“ segir Andrés. Hann telur þó líkur á því að til- gangur þess að vekja athygli á því að þátttaka Íslands í Eurovision sé í hættu sé sett fram af BHM í þeim til- gangi að skapa þrýsting. Vilja vera á bak við tjöldin Andrés telur stemmingu í verk- fallsdeilu geta skipt sköpum. Miklu máli skipti hvernig deiluaðilar upplifa þrýstingin sín megin. ,,Þetta er engin ný saga, þó að menn séu kannski að gefa þessu meiri gaum núna. Áður fyrr voru menn með digra verkfalls- sjóði. Nú hafa fáir mikla sjóði. Því skiptir meira máli að þú sért sá sem stuðlar að lausn deilunnar, en að hinn sé sá sem er að streitast á móti. Þetta er svolítið eins og að spila svartapét- ur.“ Að sögn Andrésar er tiltölulega al- gengt að almannatenglar vilji vera mennirnir á bak við tjöldin og að nafns þeirra sé hvergi getið. Þó sé stefna Góðra samskipta að upplýsa um tengsl sín ef spurt er um þau. Samkvæmt upplýsingum frá þeim stéttarfélögum sem eiga í verkfalls- baráttu hefur Starfsgreina- sambandið, Rafiðnaðarsambandið, Samiðn og BHM fengið ráðgjöf al- mannatengla í verkfallsbaráttunni. Góð samskipti veita Starfsgreina- sambandinu ráðgjöf. Þorbjörn Guð- mundsson hjá Samiðn segir að Jón Garðar Hreiðarsson hjá ráðgjafarfyr- irtækinu Innvís hafi sinnt ráðgjöf við félagasamtökin. Upplýsingafulltrúi BHM annast öll almanntengsl og skipulag aðgerða. Að auki hefur verið leitað lögfræðiráðgjafar, ráðgjafar í samningatækni og kynningarmálum hjá Mandat, Aton og Dynamo. Taka skal fram að ofangreindur listi þarf ekki að vera tæmandi. Að sögn Kristjáns Þórðar Snæ- bjarnarssonar hjá Rafiðnaðarsam- bandinu hefur verið keypt sér- fræðiráðgjöf ,,Enn sem komið er hefur þetta bara verið spjall, en við erum að skoða hvort nýjar leiðir geta nýst okkur,“ segir Kristján. Hann tel- ur að verkalýðsfélögin hafi ekki nýtt sér slíka ráðgjöf í svo miklum mæli í fyrri kjaradeilum. Flóabandalagið sem í eru Efling, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Lands- samband verslunarmanna, sem að stærstu leyti samanstendur af fé- lagsmönnum í VR, hafa hins vegar ekki fengið slíka ráðgjöf að sögn for- svarsmanna. Fara ekki í áróðursstríð Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að samtökin hafi nýtt sér liðsinni almannatengl- anna Ingvars Sverrissonar og Karls Péturs Jónssonar. „Við höfum notað almannatengla til skrafs og ráða- gerða, en við erum ekki að verja stór- kostlegum fjármunum í slíka vinnu. Við höfum mjög einfalda stefnu þegar kemur að kjaradeilum. Við viljum greina rétt frá því um hvað deilur snúast, efni þeirra, umfang og upp- lýsingar um kröfugerðir, samnings- upplegg, launatölfræði og annað sem unnið er hér innandyra. En við erum ekki að reyna að vinna eitthvert áróð- ursstríð,“ segir hann Umhverfi breyttist í læknadeilu Að mati Þorsteins breyttist um- hverfi kjaraviðræðna í læknadeilunni. Vísar hann til greinar í Morgun- blaðinu hinn 9. janúar þar sem Gunn- ar Steinn Pálsson almannatengill sagði m.a. frá því að hlutverk al- mannatengils væri ekki að ota hlut- um í fjölmiðla. „Heldur snýst þetta um taktík og þá hvað á að segja, hve- nær og hvernig,“ sagði Gunnar Steinn. Þá lýsti hann því yfir að tekin hefði verið ákvörðun um það að verða ekki við áskorun fjármálaráðherra um að læknar myndu opinbera launa- kröfur sínar. „Maður heyrði töluverðar umræð- ur um það á vinnumarkaði beggja vegna borðsins að þarna væri verið að setja þessa vinnu á eitthvert plan sem menn höfðu ekki verið á áður. Þarna virtist sem atburðarásin hefði verið hönnuð frá upphafi til enda þar sem sjúklingum var m.a. beitt kerf- isbundið inn í fjölmiðlaumræðu. Mað- ur situr eftir með þá spurningu hvað var satt og rétt varðandi upplýsingar sem fram komu í deilunni,“ segir Þor- steinn. Þú getur unnið eina kjaradeilu Hann segir að eðli samskipta verkalýðshreyfingar og atvinnurek- enda verði að byggjast á heiðarleika. „Við mætumst ítrekað og það sem menn segja og gera, fylgir þeim,“ segir Þorsteinn og bætir við. „Ég held að vinnubrögðin sem voru prakt- íseruð í læknadeilunni skaði verulega trúverðugleika manna þegar kemur að næstu lotu. Mönnum var mjög brugðið. Þú getur vissulega unnið eina kjaradeilu með þessum aðferð- um, eins og vissulega má færa rök fyrir að beitt hafi verið læknadeil- unni, þar sem náðist að skapa and- rúmsloft sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, en þetta hjálpar þér ekki til langframa,“ segir Þorsteinn. Eins og að spila svartapétur  Fjögur af sex verkalýðsfélögum og SA njóta ráðgjafar almannatengla  Vilt ekki vera sá sem er kennt um  Framkvæmdastjóri SA segir vinnubrögð í læknadeilu hafa skaðað trúverðugleika Morgunblaðið/Golli Á bráðamóttöku Þorsteinn Víglundsson hjá SA telur að læknadeilan hafi breytt umhverfi kjaraviðræðna. Þorsteinn Víglundsson Páll Halldórsson Kristján Þórður Snæbjarnarson Andrés Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.