Morgunblaðið - 20.04.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.04.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Kristján Jónsson blaðamaðurskrifaði athyglisverða frétta- skýringu um átökin á milli Ísraela og Palestínumanna. Hann benti til að mynda á að í stefnuskrá Hamas er enn fjallað um að eyða Ísrael. Æðstu menn Hamas hafi að vísu sagt að stefnuskráin sé úrelt, en hún hafi ekki verið numin úr gildi. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af því en að vilji sé til að halda fyrr- nefndri yfirlýs- ingu í stefnu- skránni.    Það er ástæða fyrir því að Hamaser nefnt hryðjuverkasamtök. Engu að síður eru þeir til sem bera blak af ofbeldi Hamas og slíkir menn hafa jafnvel verið fluttir hingað til lands til að flytja boðskapinn.    Norski læknirinn og maóistinnMads Gilbert var fluttur til Ís- lands á dögunum og talaði meðal annars á fundi Alþjóðamálastofn- unar Háskóla Íslands. Gilbert hafnar því að Hamas-liðar noti saklausa borgara sem skildi eða geri nokkuð annað af sér, en Amnesty Internat- ional, sem hefur sett margt annað í forgang en gagnrýni á Palestínu- menn, sakaði Hamas-liða um stríðs- glæpi í nýrri skýrslu og um að kenna Ísraelum um eigin ofbeldisverk. Auk þess sem Hamas-liðar væru sekir um að geyma vopn í skólum.    Gilbert lætur sér ekki nægja aðverja Hamas, hann varði á sín- um tíma árásina á tvíburaturnana í Bandaríkjunum, þó að hann segðist síðar sjá eftir að hafa réttlætt hana.    En eftir stendur áleitin spurning:Mundi Alþjóðamálastofnun fá erlendan öfgamann með andstæð viðhorf til að halda fyrirlestur, eða hefur þessi háskólastofnun sér- stakan áhuga á viðhorfum Hamas? Mads Gilbert Er í lagi að réttlæta sum hryðjuverk? STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.4., kl. 18.00 Reykjavík 8 alskýjað Bolungarvík 9 rigning Akureyri 12 léttskýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 8 skúrir Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 13 heiðskírt Dublin 8 skýjað Glasgow 11 skýjað London 11 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 13 léttskýjað Berlín 16 heiðskírt Vín 13 léttskýjað Moskva -1 snjóél Algarve 20 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 15 skúrir Winnipeg 6 skúrir Montreal 7 léttskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 18 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:39 21:16 ÍSAFJÖRÐUR 5:33 21:31 SIGLUFJÖRÐUR 5:15 21:15 DJÚPIVOGUR 5:06 20:48 SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósettskálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður. Í gær mátti sjá litla græna hjóla- gröfu þeytast um hið manngerða og sívinsæla lón Ylstrandarinnar í Nauthólsvík í Reykjavík. Var graf- an þangað komin til þess að sinna vorhreingerningum og sat Óttarr Hrafnkelsson, deildarstjóri Yl- strandarinnar, við stýrið. Áður en Óttarr gat hafist handa við að þrífa burt óhreinindi á botni lónsins þurfti að tæma það af sjó. „Það hreinsar sig ekki sjálfkrafa þannig að fyrst þurfum við að taka „tappann“ úr lóninu og þá tæmist það af sjó á háfjöru. Þannig kom- umst við í botninn á því til þess að skafa leðjuna sem safnast hefur saman yfir mánuðina,“ segir Óttarr en lón Ylstrandarinnar er þrifið á um sex mánaða fresti. khj@mbl.is „Tappinn“ tekinn úr lóni Ylstrandar Morgunblaðið/Ómar Umstang Áður en grafan kemst að verkinu þarf að senda kafara niður í lónið til þess að hleypa úr því sjó.  Vorverkin voru tekin föstum tök- um í Nauthólsvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.