Morgunblaðið - 20.04.2015, Side 9

Morgunblaðið - 20.04.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo ttir í fötu m Við seljum frægu buxurnar – frábært úrval Skráning á www.imark.is ÍMARK og viðskiptadeildir Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst kynna: Háskólafund– Brú milli fræða og framkvæmda Erindin eru eftirfarandi: Háskólinn á Bifröst Björn Kristjánsson, B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti. Erindi: Samkeppnisumhverfi íslenskra netverslana Morgunblaðið Þóra Björg Hallgrímsdóttir, BA í félagsfræði og MBA frá HR, auglýsingastjóri Morgunblaðsins. Erindi: Nám með vinnu og mikilvægi tímastjórnunar Háskóli Íslands Birgir Már Daníelsson, M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Erindi: Ísland sem upprunaland vörumerkis Háskólinn í Reykjavík Lilja Ósk Diðriksdóttir, M.Sc. í alþjóðaviðskiptum. Erindi: Íslenskir styrkjendur hálparsamtaka: Skynjun á áhættu og áhugi á að veita fjárhagsstyrki Kapall Gunnar Thorberg, M.Sc. Management of eBusiness, eigandi og markaðsráðgjafi hjá Kapli, stundakennari við HÍ. Erindi: Tæki og tól við greiningu á markaðsaðstæðum Lögbergi, stofu 102 í Háskóla Íslands 22. apríl 2015 klukkan 12:00-13:30 Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Fimm stutt en fjölbreytt erindi frá háskólunum sem og atvinnulífinu. Vegfarandi fann sprautunálar í garði fjölbýlishúss í Eskihlíð í Reykjavík í gær. Markaði fyrir blóði á nálunum og talið er að fíkni- efnaneytendur hafi kastað þeim frá sér að neyslu lokinni, en um er að ræða opinn garð sem börn sækja. Hetta var þó fyrir nálunum svo smithætta var takmörkuð. Ólafur Freyr Birkisson, íbúi í hverfinu, fann sprautunálarnar þegar hann var í göngutúr. „Það er barnafólk hérna í blokkinni og krakkar eru hérna á hverjum degi. Blóð var í sprautunum og þetta var afar ógeðfellt á að líta.“ Ljósmynd/Ólafur Freyr Birkisson Förgun Neyðarlínan sagði Ólafi að láta nál- arnar í plastflösku og henda síðan í rusl. Notaðar sprautunálar fundust í Eskihlíð Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Í dag hefst aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaup- þings, en um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Lengd aðalmeðferðar er án fordæmis en áætlað er að vitnaleiðslur taki 17 daga og málsferð 5 daga. Samtals er því um að ræða 22 daga í dómsal, eða fimm vikur í það heila. Verði bankans haldið uppi Ákæran skiptist í raun upp í tvær hliðar, kaup- og söluhlið. Á kauphlið- inni er bankinn sagður hafa keypt hlutabréf í sjálfum sér í stórum stíl og kemur fram í ákærunni að með því hafi verði bankans verið haldið uppi, eða passað upp á að það lækk- aði ekki of hratt. Á söluhliðinni er ákært fyrir að bankinn hafi losað sig við sömu bréf með því að lána fé- lögum með lítið eða neikvætt eigið fé fyrir kaupum á hlutabréfum í bank- anum, þar sem eina veðið voru hluta- bréfin sjálf. Á kauphliðinni eru tveir verð- bréfasalar hjá eigin viðskiptum Kaupþings, Birnir Snær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson, ákærðir fyrir að hafa lagt inn kaup- tilboð á tímabilinu nóvember 2007 til falls bankans hinn 8. október 2008. Ásamt þeim Birni og Pétri eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður bankans, Einar Pálmi Sig- mundsson, forstöðumaður eigin við- skipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri bankans á Íslandi, allir ákærðir í þessum hluta málsins. Ásakaðir um blekkingar Í ákærunni eru tekin fyrir fjögur sérstök mál á söluhliðinni, en sam- tals voru þar 68,25 milljón hlutir keyptir sem voru að fullu fjármagn- aðir af Kaupþingi með veði í bréf- unum sjálfum. Um er að ræða félög- in Mata ehf., Holt Investment Group Ltd. og Desulo Trading Ltd. og fjár- festinn Kevin Stanford. Lánaði Kaupþing þessum aðilum tugi millj- arða til viðskiptanna og segir í ákær- unni að það hafi verið gert án full- nægjandi veða og hafi stjórnendur bankans þar með valdið honum stór- felldu fjárhagslegu tjóni. Með því að fjármagna kaupin að fullu og án ann- arra veða eða trygginga en bréfanna sjálfra eru stjórnendur bankans sak- aðir um að hafa gefið ranga og mis- vísandi sýn á eftirspurn eftir bréfum í Kaupþingi með blekkingum og sýndarmennsku. Héraðsdómur Aðalmeðferð hefst í stóra markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Búist við vitna- leiðslum í 17 daga  Lengd aðalmeðferðar án fordæmis Al-Thani-málið var í raun einn angi þessa máls, en þar var ákært fyrir stærsta einstaka hluta söluhliðar- innar. Í þessu máli er aftur á móti kauphliðin sameinuð öðrum stórum söluhliðarmálum í eitt heildar markaðsmisnotkunarmál. Í Al-Thani-málinu var um að ræða sölu á 37,1 milljón hlutum í bankanum, en í þessu máli er samanlagður fjöldi seldra bréfa rúmlega 65,2 milljónir. Málið er því talsvert stærra, auk þess sem hluteigandi aðilar eru fleiri. Í Al- Thani-málinu voru þeir Hreiðar Már, Sigurður og Magnús allir dæmir í fjögurra til fimm og hálfs árs fangelsis. Verði þrímenning- arnir aftur fundnir sekir verður því um að ræða viðbót við núverandi dóm. Hægt er að skala upp dóminn en ekki margfalda hann. Það þýðir í raun að þeir gætu fengið há- marksrefsingu fyrir markaðs- misnotkun eða umboðssvik sam- anlagt í báðum málunum. Talsvert stærra í sniðum AL-THANI-MÁLIÐ VAR EINN ANGI MÁLSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.