Morgunblaðið - 20.04.2015, Page 10

Morgunblaðið - 20.04.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Penslar, krukkur, tuskur, ol-íulitir og málningar-verkfæri þekja eldhús-borðið, enda er þar aðalvinnuaðstaða frístundamálarans Sigurðar Ben Jóhannssonar. Stund- um leggur hann undir sig önnur her- bergi, stillir kannski trönunum upp í borðstofunni eða við gluggann í stof- unni þegar hann málar húsin í göt- unni. Raunar er hver kimi á heimili hans og eiginkonunnar, Margrétar Konráðsdóttur, undirlagður af lista- verkum húsbóndans. Miðað við af- köstin mætti ætla að hann væri að vinna upp öll árin sem fóru í annað en að mála myndir eins og hann á unga aldri dreymdi um að gera að ævistarfi sínu. Bóhemískur blær Það er óneitanlega svolítið bó- hemískur blær yfir heimili þeirra hjóna í miðborginni. Og hefur verið nánast allar götur síðan Sigurður lét af störfum sem framkvæmdastjóri hótelreksturs hjá varnarliðinu á Miðnesheiði fyrir níu árum þegar herinn hvarf af landi brott með manni og mús. Að undanskildu fyrsta árinu þegar hann var bara fúll heima svo notuð séu hans eigin orð. Margrét samsinnir og kveðst satt að segja hafa verið dauðfegin að hafa á því tímabili enn verið í vinnu sem móttökuritari í Domus Medica þar sem hún starfaði í tugi ára. Sigurði fannst alveg ómögulegt að þurfa að hætta að vinna, aðeins 65 ára, fullfrískur maðurinn. Hann gegndi ábyrgðarstöðu, sem m.a. fól í Frístundamálari í fullu starfi Þegar Sigurður Ben Jóhannsson var að alast upp þótti listnám ekki gæfulegt. Að minnsta kosti var hans nánasta fólk þeirrar skoðunar og úr varð að hann lærði rafvirkjun. Hálfri öld síðar vitjaði hann listagyðjunnar – eða hún hans. Síðan hefur hann málað hátt í þúsund myndir, haldið sjö einkasýningar auk þess sem fjöldi verka hans prýðir heimili landsmanna. Hjónin Sigurður Ben Jóhannsson og Margrét Konráðsdóttir. Þrjú andlit Lögfræðingur með þrjú andlit, sekur, saklaus eða hlutlaus? Bátar við bryggju Máluð eftir eina af mörgum ferðum niður að höfn. Viðskipti okkar fara í auknum mæli fram á netinu þar sem við greiðum reikninga og sinnum öðrum banka- viðskiptum, kaupum inn alls konar varning og eigum í samskiptum við vini, ættingja, vinnuveitendur og við- skiptavini. Öllu þessu umstangi fylgir magn persónuupplýsinga, sumar al- mennar en aðrar mjög viðkvæmar. Tölvuþrjótar eru í auknum mæli farnir að notfæra sér traust og oft þekking- arleysi almennings til þess að fá upp- gefnar persónuupplýsingar og nota til þess margvíslegar leiðir. Guðbjörn Sverrir Hreinsson, örygg- isstjóri Símans, segir baráttuna við tölvuþrjóta aldrei enda og mikilvægt að vera stöðugt á verði. „Ekki dugar að setja upp vírusvörn á tölvuna í eitt skipti fyrir öll eða annan öryggis- búnað. Bæði þarf að uppfæra reglu- lega slík forrit og vera á varðbergi gegn vafasömum póstum og skila- boðum sem fólk á ekki von á að fá. Þá er algjört lykilatriði að gefa hvergi upp notendanafn eða lykilorð nema á viðeigandi síðu eða svæði,“ segir Guðbjörn. Mörg stór fyrirtæki eins og Amazon, FedEx og eBay krefjast inn- skráningar og notfæra tölvuþrjótar sér það til hins ýtrasta. „Dæmi eru um að fólk fái póst, í nafni fyrirtækis sem það stundar viðskipti við, þar sem óskað er eftir því að það gefi upp notendanafn og lykilorð. Þegar svo ber undir er mikilvægt að fara inn á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis og leita frekari upplýsinga t.d. um hvort pósturinn komi frá fyrirtækinu.“ Hvað ber að varast? Guðbjörn segir pósta frá tölvu- þrjótum oft bera með sér nokkur þekkt einkenni. „Stafsetning og mál- far kemur upp um marga tölvuþrjóta, sér í lagi hér á landi en erlendir þrjót- ar hafa að öllu jöfnu ekki gott vald á íslensku. Þá skal varast pósta þar sem óskað er peningasendinga, og óvenjulegra beiðna sem berast í nafni stórra fyrirtækja. Hlekkir sem fylgja slíkum sendingum virðast vera inn á heimasíður þekktra fyrirtækja og erf- itt getur verið að greina að um sé að ræða falsanir.“ Grundvallareglan er þá alltaf sú að gefa ekki upp lykilorð, notendanöfn eða fjárhagslegar upp- lýsingar nema vera alveg viss um að þær séu að fara í hendurnar á réttum aðila t.d. viðskiptabanka. „Um leið og tölvuþrjótur kemst yfir lykilorð og notendanafn viðkomandi er hætta á að hægt sé að nota það til að komast í enn frekari upplýsingar. Margir nota sömu lykilorðin inn á fleiri en eina síðu sem eykur líkur á meira tjóni komist tölvuþrjótar yfir þau.“ Netöryggi Morgunblaðið/Rósa Braga Eru allar þínar persónuuplýs- ingar öruggar á netinu? Bretar virðast ekki hafa eins græna fingur og þeir vilja vera láta. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að hægt væri að telja fjölda blómategunda í blómabeðum landsmanna á fingrum annarrar handar, yfirleitt páskalilj- ur, dvergliljur, rósir og túlípana. Samkvæmt rannsókninni verja 40% meiri tíma í að baða sig í sól- inni og grilla í görðum sínum en að rækta þar blóm. Þess má geta að rannsóknina gerði netverslun með garðhúsgögn, grill og þvíumlíkt. Þótt úrtakið væri aðeins eitt þúsund manns vöktu niðurstöður hennar ugg hjá mörg- um. „Bretar, sem áður lögðu metnað sinn í snyrtilega og blómlega garða, horfa nú frekar á garðyrkjuþætti í sjónvarpinu en að rækta sinn eigin garð,“ sagði landslagshönnuðurinn sir Roy Strong. Leiðarahöfundi The Sunday Times var líka brugðið og minntist þess tíma þegar Bretar voru frægir fyrir rósirnar sínar. Núna vilji þeir augljóslega fremur rósavín en rósir. Græða minna, grilla meira Fjórar blómategundir að meðaltali í beðum Breta Morgunblaðið/Jim Smart Blómarækt Niðurstöður nýlegrar rannsóknar leiddu í ljós að Bretar leggja sí- fellt minni rækt við garðana sína, enda gefandi og gleðjandi. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt 295 Vinnuvettlingar PU-Flex 1.485 Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði Greinaklippur Farangursteygjur mikið úrval Reipi 3/4/6/8/- 10/12/16 mm frá 395 Dekk og hjól í miklu úrvali frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Stigar og tröppur í frábæru úrvali frá 595 695 Strákústar á tannburstaverði Strekkibönd mikið úrval frá 495

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.