Morgunblaðið - 20.04.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.04.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Dæmi er um að allt að 50-60% iðk- enda í yngri flokkum knattspyrnu- deildar Fylkis eigi við meiðsl að stríða. Telja forráðamenn félagsins líkur á því að um sé að kenna gervi- grasi sem notað er til æfinga í Elliðaárdal en grasið er orðið tíu ára gamalt. Ending gervigrass er að jafnaði talin vera 7-10 ár. Verkfræð- ingur sem sá um lagningu grassins segir að of lítið og lélegt gúmmí hafi verið notað þegar völlurinn var lagð- ur. Þá hafi viðhaldi ekki verið nægi- lega vel sinnt. „Við fórum að veita því athygli hve margir krakkar voru meiddir hjá okkur. Allt að 50-60% á sama tíma með sams konar meiðsl í fleiri en einum flokki,“ segir Haukur Ingi Guðnason, yfirþjálfari yngri flokka hjá Fylki. Að sögn hans hefur einna helst verið um að ræða meiðsl í nára, hné og mjóbaki. 11-12 ára sýna merki um álag Vitað hefur verið um hríð að tími sé kominn til þess að skipta um gervigras á vellinum. Í viðleitni fé- lagsins til þess að finna út hina raun- verulegu ástæðu fyrir meiðslunum hófu Fylkismenn engu að síður sam- starf við sjúkraþjálfunarstöðina Atl- as og er það verkefni í startholunum. „Það getur verið mjög erfitt að finna orsök og afleiðingu í þessum efnum. Þeir ætla að taka einn flokk og skima hann. Í framhaldinu verður hægt að komast nær því hver orsök- in er og hvernig má koma í veg fyrir þetta,“ segir Haukur Ingi. Að sögn hans koma meiðslin einna helst upp hjá krökkum í 4., 3. og 2. flokki en það eru ungmenni frá 13-19 ára. ,,En við sjáum einnig stráka í 5. flokki sem sýna merki um álags- meiðsli,“ segir Haukur Ingi en það eru 11-12 ára börn. Haukur segir það gefa ákveðnar vísbendingar að grasinu sé um að kenna þegar horft er til þess að sum- ir leikmenn í meistaraflokki geta æft á gervigrasi á Framsvæðinu í Úlf- arsárdal en ekki æft á gervigrasinu á félagssvæði Fylkis. Uppfyllir ekki kröfur „Þegar grasið var endurlagt var ekki sett nægilega mikið gúmmí í gervigrasið og það gúmmí sem var notað var lélegt,“ segir Peter W. Jessen hjá verktakafyrirtækinu Verkís sem hafði umsjón með verk- inu. Segir hann einnig að gúmmíið sem hafi verið notað hafi ekki verið nægilega gott og litaði það út frá sér. „Eins og grasið er núna þá uppfyllir það ekki kröfur,“ segir Peter. Hann segir að meira viðhald vanti á gras- inu frá hendi borgarinnar, felst það einna helst í því að bæta við gúmmíi. Svipað ástand er á gervigrasvöllum KR og Fram í Safamýri að sögn Pet- ers. Morgunblaðið/Eggert Fylkisvöllur Dæmi eru um að allt að 50-60% iðkenda í yngri flokkum knattspyrnudeildar Fylkis eigi við meiðsl að stríða. Óvenjumörg börn í meiðslum  Gervigrasvöllur Fylkis er úr sér genginn  Ekki var sett nægt gúmmí í völlinn þegar hann var lagður  Hófu samstarf við sjúkraþjálfunarstofu  Ætla að taka einn flokk og skima hann Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landlæsi og landgræðsla eru við- fangsefni bókarinnar Að lesa og lækna landið eftir Ólaf Arnalds og Ásu L. Aradótt- ur. Þau eru pró- fessorar við Landbúnaðarhá- skóla Íslands og hafa langa reynslu af rann- sóknum á náttúr- unni, mati á ástandi lands, landgræðslu og vistheimt. Bókin hentar jafnt sem kennslu- bók í skólum og almennt fræðslurit. Hún er auðlesin, ríkulega mynd- skreytt og með fjölda skýringar- mynda. Efni hennar verður birt á vef Landverndar auk þess sem hún verður boðin til sölu. „Bókin er ætluð fyrir framhalds- skólana og einnig fyrir aðra, ekki síst kennara og almenning,“ sagði Ólafur. Hann sagði þau Ásu telja það eiga að vera sjálfsagðan þátt í þekkingu hvers manns að kunna að lesa landið. Að geta skynjað andar- drátt þess og ástand. Ekki síður að kunna að lækna sárin þar sem þess væri þörf. „Önnur umhverfismál hafa tekið athyglina frá bágu ástandi vistkerf- anna sem trúlega er mesti umhverf- isvandi þjóðarinnar,“ sagði Ólafur. „Við lítum oft á lélegt ástand vist- kerfanna sem eðlilegt ástand og horfum á landið blindum augum.“ Hann sagði að þegar fólk lærði að lesa landið breyttist þessi sýn. Ef til vill kviknaði einnig áhugi hjá mörg- um á að gera eitthvað í málunum. Í bókinni er m.a. fjallað um vist- heimt, það er endurheimt nátt- úrulegra vistkerfa. Þar er einnig gerð grein fyrir því sem kallað er „Verkfærataska vistheimtar“. Það er hvernig nýta má ýmiss konar mannleg inngrip og ekki síður mátt náttúrunnar sjálfrar til að lækna sjálfa sig og bæta ástand landsins með góðum árangri. „Það er ekki sama hvað maður gerir. Það þarf að setja sér mark- mið, ákveða hvert á að stefna,“ sagði Ólafur. Í verkfæratöskunni eru m.a. áburðargjöf, stjórnun beit- arálags, þakning yfirborðs með líf- rænum efnum og plöntur sem henta vel til vistheimtar. Ólafur sagði þessa þætti hafa áhrif á hringrás næringarefna og stöðugleika yfir- borðsins. Einnig þyrfti að tryggja eðlilega vatnshringrás og fleira. Morgunblaðið/RAX Jökulgil Sjálfsagður þáttur í þekkingu hvers manns að kunna að lesa landið. Landlæsi og landlækning  Bágt ástand vistkerfa er trúlega mesti umhverfisvandi þjóðarinnar Ólafur Arnalds Bókin Ætluð framhaldsskólum. „Það hefur verið viðvarandi skort- ur á málmiðn- aðarmönnum og það er núna skortur á fag- lærðum mönnum í mann- virkjagerðinni. Innflutningur á erlendum starfs- mönnum er haf- inn aftur,“ segir Þorbjörn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, en sambönd iðn- aðarmanna glíma við það vaxandi vandamál að ekki fæst nægilega margt ungt fólk til starfa í þessum greinum. „Við teljum að það þurfi að skapa áhugaverðara umhverfi m.a. með því að lágmarkslaunin verði mikið hærri,“ segir hann og bendir einnig á að stytta þurfi vinnutím- ann svo þessi störf verði álitlegri kostur fyrir ungt fólk. Þorbjörn minnir á að innstreymi á verkmenntabrautir framhalds- skólanna fer minnkandi sem gerir að verkum að sífellt færri koma til starfa í iðnaðinum. „Við sjáum líka í stéttarfélögunum hvað meðalald- urinn er að hækka,“ bætir hann við. Þetta er eitt af stærstu málum í kröfugerð iðnaðarmannahópanna gagnvart atvinnurekendum í yf- irstandandi kjaraviðræðum að fundnar verði leiðir til að laða fleira ungt fólk í iðnnám og til starfa í málmiðnaði, byggingariðn- aði og fleiri iðngreinum. „Við höfum unnið mikið að því að bæta sjálft námið en nú þurfum við að fara í það að bæta starfsum- hverfið svo það sé áhugaverðara fyrir ungt fólk. Stytta vinnutímann í kannski átta tíma og að dag- vinnulaunin dugi þá til fram- færslu,“ segir Þorbjörn. Mikið bil getur verið á milli umsaminna taxta og meðallauna og segir Þor- björn að þegar ungt fólk kynnir sér þetta og sér kauptaxtana segist margir ekki hafa áhuga á að fara mennta sig fyrir einhvern 270 þús- und kall á mánuði. Bregðast við skorti á iðnaðar- mönnum Þorbjörn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.