Morgunblaðið - 20.04.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.04.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015                                     Flóttamenn frá Líbíu sem þurftu að þola skip- skaða á leið til Ítalíu sitja á hafnarbakkanum eftir að hafa stigið á land úr björgunarskipinu. Allt bendir til þess að 650 manns hafi farist með fiski- bát sem sökk í Miðjarðarhaf í gær en aðeins hafa 28 af sjö hundruð farþegum fundist á lífi. Yfir- maður flóttamannaaðstoðar SÞ, António Guter- res, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. AFP Á sjöunda hundrað látnir eftir hörmungar í hafi Flóttamenn frá Líbíu komnir á áfangastað eftir skipbrot í Miðjarðarhafi Rúmlega þrjú hundruð menn hafa verið hand- teknir í Suður- Afríku eftir öldu ofbeldisglæpa þar í landi, sem beinst hafa gegn innflytjendum frá öðrum Afr- íkulöndum. Að minnsta kosti sex manns hafa verið myrtir undanfarnar tvær vik- ur en hópar vopnaðra manna hafa ráðist á verslanir innflytjenda og sakað þá um að ræna innfædda störfum sínum. Jacob Zuma, forseti S-Afríku, hefur fordæmt ofbeldið og segir það ekki vera í anda landsins. Jacob Zuma SUÐUR-AFRÍKA 300 manns hand- teknir í ofbeldisöldu Verkamanna- flokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru hnífjafnir með 34% at- kvæða hvor, þeg- ar þrjár vikur eru til kosninga. Kemur þetta fram í samantekt BBC sem felur í sér nokkur viðbrigði frá því í apríl á síðasta ári, þegar Verka- mannaflokkurinn naut hylli 36% kjósenda og Íhaldsflokkurinn 31%. Hnífjafnir og þrjár vikur til kosninga Ed Miliband BRETLAND Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur skordýraeitur hafa valdið dauðsföllum 18 Nígeríubúa undan- farna daga. Hafa vísindamenn úti- lokað að um ebólu sé að ræða eða aðra veirusýkingu, og leiða líkur að því að dreifing skordýraeiturs hafi orsakað andlát fólksins. Einkenni veikindanna eru höfuð- verkur, sjóntruflanir og minnis- leysi, áður en fólk lætur lífið um 24 klukkustundum seinna. Telja skordýraeitur hafa drepið átján NÍGERÍA Skúli Halldórsson sh@mbl.is Miklar breytingar eru í sjónmáli fyr- ir finnsk stjórnmál eftir að Miðflokk- urinn fór með sigur af hólmi í finnsku þingkosningunum sem haldnar voru í gær. Benti allt til að Miðflokkurinn fengi 49 þingsæti af 200, eftir að hafa verið með 35 sæti fyrir kosningarnar. Leiðtogi Mið- flokksins, Juha Sipilä, verður því lík- lega næsti forsætisráðherra lands- ins. Sipilä er 53 ára gamall kaupsýslumaður og milljarðamær- ingur og þykir njóta góðs af reynslu sinni af viðskiptalífinu. Telja margir Finnar hann vera best til þess fallinn að blása lífi í efnahaginn sem hefur þurft að þola lægð síðustu ár eftir versnandi hag raftækjarisans Nokia og minnkandi skógarhögg í landinu. Brussel fylgist með gangi mála Sipilä hefur meðal annars heitið því að skapa tvö hundruð þúsund ný störf í einkageiranum á næstu tíu ár- um en þær áætlanir hafa mætt efa- semdum ýmissa sérfræðinga. At- vinnuleysi í Finnlandi mælist nú 9,2% og er það mesta síðan árið 2003. Þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar getur Sipilä horft jafnt til hægri og vinstri en Evrópusam- bandið fylgist þó grannt með gangi mála samkvæmt heimildum AFP. Efasemdir um sambandið eru enda áberandi innan Miðflokksins. Þá þykir Finnaflokkurinn einnig and- vígur sambandinu en Sipilä hefur viðrað þann möguleika að mynda ríkisstjórn með Finnaflokknum. Miðflokkurinn sigraði  Miðflokkurinn hlaut 49 þingsæti af tvö hundruð og bætti við sig fjórtán sætum  53 ára gamall milljarðamæringur verður líklega næsti forsætisráðherra Finna AFP Glaður Juha Sipilä, leiðtogi Mið- flokksins, gat glaðst í gærkvöldi. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Bandarískir vopnaframleiðendur virðast njóta góðs af vaxandi óöld og stríði í Mið-Austurlöndum. Til að mynda nota Sádi-Arabar F-15 þotur til stríðsreksturs í Jemen og Samein- uðu arabísku furstadæmin fljúga F-16 þotum í sprengjuárásum á bæði Jemen og Sýrland. Þá er búist við að Furstadæmin nái brátt samningum við bandaríska framleiðandann General Atomics um kaup á flota af fjarstýrðum vélfygl- um sem þau hyggjast nota til njósna, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan heimshlutinn leggst sí- fellt meira undir stríðandi fylkingar, staðgenglastríð og baráttu gegn hryðjuverkasamtökum hafa þau lönd sem safnað höfðu birgðum bandarískra vopna loks fundið þörf fyrir þau, og vilja nú meira. Bandaríkin hafa lengi haft tak- mörk á sölu vopna til arabískra þjóða til að tryggja hernaðarforskot Ísr- aela á hina hefðbundnu keppinauta sína á svæðinu. En skjótt hefur veð- ur skipast í lofti og nú eru Ísrael og arabaríkin eins konar bandamenn gegn þeirri ógn sem þeim finnst stafa frá Íran. Ríkisstjórn Obama hefur því und- anfarið getað selt háþróuð vopn til ríkjanna við Persaflóann, án nokk- urra mótmæla að ráði frá Ísrael. Til dæmis um þetta eyddu Sádi-Arabar 80 milljörðum bandaríkjadala í vopn á síðasta ári, meira en bæði Frakk- land og Bretland. Sérfræðingar benda enda á það, að umrótið í heimshlutanum og ein- beittur vilji hinna ríku súnní-þjóða til að berjast við sjítana í Íran um völd- in, muni orsaka flóð pantana um há- þróuð vopn Bandaríkjamanna. Sækjast eftir há- þróuðum vopnum  Bandarískir framleiðendur hagnast AFP Vopn Hin svokallaða Predator-vél Bandaríkjamanna er fjarstýrt vopn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.