Morgunblaðið - 20.04.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 20.04.2015, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Taubleiuskiptin miklu Það var mikið líf og fjör í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. laugardag þegar Ísland lagði sitt af mörkum í því að setja Guinness-heimsmet í taubleiuskiptingum. Ómar Hinn 14. apríl sl. gladdi Kári Stef- ánsson lesendur Morgunblaðsins enn á ný með hugvekju á opnusíðu. Venju- lega er gaman að fylgjast með því þegar hann mundar stílvopnið enda maðurinn vopnfimur í meira lagi. Þá spillir ekki fyrir að málstaðurinn sé góður eins og í mars sl. þegar Kári gekk fram fyrir skjöldu við að reyna að koma vitinu fyrir þá þingmenn sem í barnaskap sínum vildu leyfa versl- unum með nauðsynjavörur að halda brennivíni að fólki. Hafi Kári bestu þakkir fyrir skelegga framgöngu þar. En öllum getur skotist þótt skýrir séu. Mér dauðbrá þegar Kári tók að gefa í skyn að besta aðferðin til þess að Íslendingar eignuðust jáeinda- skanna væri að stjórnvöld svikju ára- tugargamalt fyrirheit um að ljúka við að koma rannsóknum og kynningu á íslenskum fræðum sómasamlega fyrir í húsnæði á Melunum. Daginn eftir tók leiðarahöfundur blaðsins undir með Kára. Hafi það farið fram hjá einhverjum þá eru framkvæmdir við Hús ís- lenskra fræða þegar hafnar og Há- skólinn stendur klár á sínu mótframlagi. Ríkisstjórnin getur og mun vafalaust koma þessu sjálfsagða verkefni í höfn enda þótt minnkað hafi í ríkissjóði eftir launahækkanir lækna í vetur. Eftir Ara Pál Kristinsson »Ríkisstjórnin mun vafa- laust efna fyrir- heit um að reisa Hús íslenskra fræða enda þótt minnkað hafi í ríkissjóði eftir launahækkanir lækna í vetur. Ari Páll Kristinsson Höfundur er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Jákvæðni skanni óskast Tryggingafélög hafa uppgötvað, samkvæmt fréttum, mikilvægasta viðfangsefni sitt á kom- andi árum: Bætur fyrir þau áhrif sem hlýnandi og öfgafullt veðurfar orsak- ar. Smám saman fléttast umhverfismál og andóf gegn hlýnuninni, ásamt leiðum til að vinna úr stöðunni hverju sinni, inn alla helstu stefnumótun í efnahags- og samgöngumálum. Olíu- vinnsla við Ísland eða ekki, rafbílar, eldsneyti framleitt sjálfbært í stórum stíl, breytingar á fiskgengd í sjó, aukinn eða minni afli og súrnun sjávar; allt eru þetta efnisatriði sem ber hátt. En hvað með landbúnaðinn? Hvar eru snertiflet- ir hlýnunarinnar og íslensks landbún- aðar? Ýmislegt má þar finna, svo sem vonir um bætt vaxtarskilyrði á ökrum, túnum og afréttum, bindingu kolefnis með uppgræðslu innan verkefna eins og Bændur græða landið á vegum Land- græðslunar, jarðhitaræktun, bætta beitarstjórnun, meiri ræktun innlends skepnufóðurs og jafnvel metanfram- leiðslu heima á bæ til eldsneytisgerðar. En eitt allra mikilvægasta atriðið gleymist. Breytingar í vændum Því er svo farið að innlendur landbún- aður, af býsna háum gæðum yfir heild- ina, er verndaður fyrir miklum innflutn- ingi og fær stuðning frá samfélaginu. Ýmis rök hafa heyrst fyrir því fyrirkomulagi, til dæm- is viðhald byggða í landinu, umrædd gæði úr næstum lífrænum landbúnaði, fæðuöryggi á viðsjár- verðum tímum og fleira. Önnur og oft andstæð rök hljóða til dæmis upp á lægra verð innfluttra vara og meira úrval ef tollfrjáls innflutningur væri leyfður. Sennilega má fara bil beggja í verndun landbún- aðar og lítt heftum inn- flutningi búvara en þá blas- ir einmitt gleymda atriðið við. Mælingar, veðurfarslíkön og vísindaleg rök benda ótvírætt til þess að vegna gríðarlega hraðrar hlýnunar á áratuga grunni, og afar kostnaðarsamra mót- aðgerða, verði að takmarka vöruflutn- inga um allan heim þar til menn ná tök- um á umverfisvænum orkukostum og kunna að spara hráefni. Þetta gæti meðal annars átt við blóm í flugi þús- undir kílómetra, fiskisérvöru til Japans, eggjahvítu á plastbrúsum frá Danmörk og ævintýralega land- og vatnsnotkun við kjötframleiðslu til stórútflutnings. Með öðrum orðum: Núverandi neyslu-, ræktunar- og flutningamynstur (milli landa) með bílum, skipum, dísillestum og flugvélum breytist hratt fram eftir öldinni. Heimafenginn baggi verður á endanum ódýrari en hinn ef horft er heildrænt en ekki bara á þrönga efna- hagsreikinga. Ræktun eykst bæði innan borga og bæja og úti á landi, flutnings- leiðir styttast, afurðastöðvum fjölgar, orkufrekur verksmiðjubúskapur minnk- ar, verslun sem byggist á pakkaðri ferskvöru og stórmörkuðum minnkar. Fólk lætur sér þá líka nægja að hafa árstíðabundnar afurðir í matinn í stað þess að kaupa bláber sem flutt eru 10.000 km leið til Íslands í flugi um miðjan vetur. Flókin stefnumótun Ef þessi umhverfisvídd, til skemmri eða lengri tíma, bætist ekki í umræðuna um landbúnað og innflutning á Íslandi virkar ofuráhersla á gagnrýni á verð og úrval sem skammsýni. Auðvitað verður margvíslegur matarinnflutningur hald- inn í heiðri, bæði grunnvara og sérvara, en það er hófsemdin og skynsemin sem verður þá að ráða mestu. Ekki bara buddan þessa vikuna eða neytendaósk um bláber í febrúar, jafnvel þótt ein- hver hagnist á sölunni. Stefnumótun í landbúnaði er flókin. Hún hefur sannar- lega nokkrar víddir og tínd bláber í ágúst á Íslandi, án ágætra vetrarberja frá Suður-Ameríku, er svo sannarlega ein þeirra. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Stefnumótun í land- búnaði er flókin. Hún hefur nokkrar víddir og tínd bláber í ágúst á Íslandi, án ágætra vetrarberja frá Suður- Ameríku, er ein þeirra. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Vantar ekki eitthvað?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.