Morgunblaðið - 20.04.2015, Page 20

Morgunblaðið - 20.04.2015, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 ✝ Sigrún Hjalta-lín fæddist á Djúpavogi 9. júní 1933. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Stefanía Ólafsdóttir frá Mýrum í Horna- firði, f. 1.7. 1910, d. 20.3. 1994, og Ágúst Lúðvíksson, verkstjóri á Djúpavogi, f. 18.2. 1901, d. 13.9. 1971. Sigrún var næstelst sex systkina, Auðar, Ólafs og Haf- steins, sem eru á lífi, og Jóns og Lúðvíks, sem eru látnir. Sigrún giftist 5. apríl 1956, Rafni Hjaltalín, f. 3.6. 1932, d. 8.6. 2000, bæjargjaldkera á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Vaka, f. 7.9. 1956, móttökurit- ari, maki Guðmundur Magnús- son sagnfræðingur og blaða- maður, f. 17.4. 1956. Börn þeirra eru a) Salóme, f. 21.10. 1983, b) Sigrún, f. 2.10. 1987, dóttir hennar er Matthildur Nína, f. 27.9. 2010, c) Unnur, f. 25.6. 1990, og d) Katrín, f. 11.6. 1993. Sonur Vöku er Ingvar Rafn, f. 15.2. 1979. Dóttir hans er Emelía Kolka, f. 11.3. 2001. 2) Svava Þórhildur, f. 24.11. 1963, grunnskóla- kennari á Akur- eyri. Dóttir hennar er Sunneva Hjaltal- ín, f. 3.6. 1995. 3) Friðrik, f. 3.5. 1962, starfs- maður Gámaþjónustunnar. Sigrún stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Að námi loknu fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar verslunarstörf um tíma. Þar kynntist hún Rafni og þau fluttust til Akureyrar þar sem þau stofnuðu heimili. Sig- rún vann verslunarstörf í nokk- ur ár og seinna var hún í mörg ár við umönnunarstörf á dvalar- heimilinu Hlíð. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 20. apríl 2015 kl. 14. Mér eru enn í minni þær hlýju og góðu móttökur sem ég fékk þegar ég kom í fyrsta sinn í hús væntanlegra tengdaforeldra minna í Vanabyggð 1 á Akureyri fyrir rúmlega 30 árum. Ekkert var til sparað af hálfu Rafns og Sigrúnar Hjaltalín til að gera dvöl gestsins að sunnan sem ánægjulegasta. Á þessu mikla sjálfstæðisheimili fannst húsráð- endum það að vísu svolítið ein- kennilegt að fá blaðamann á framsóknarblaðinu Tímanum í fjölskylduna. Létti líklega þegar ég var kominn til starfa á Morg- unblaðinu nokkrum mánuðum seinna! Í mörg ár eftir að við Vaka giftum okkur var það venja að dvelja með börnin um jól og páska í Vanabyggðinni. Heim- sóknir á sumrin voru líka reglan. Móttökurnar voru alltaf hjartan- legar og ekki þótti mér spilla fyr- ir að finna lykt af kjötsúpunni góðu strax á fyrsta degi hverrar heimsóknar. Sigrún hafði ung gengið á húsmæðraskóla og bjó alla tíð að þeim lærdómi. Rafn, sem lést fyrir 15 árum, og Sigrún voru einkar samhent hjón. Heimilið og fjölskyldan voru ávallt í fyrirrúmi. Utan þess deildu þau áhugamálum, hvort sem það var knattspyrnan, þar sem Rafn var í hópi frömuða og forvígismanna, eða pólitíkin, þar sem bæði voru eldheit í lífsskoð- un sinni og holl sínum flokki. Það var gaman að ræða við þau um þjóðmálin og þar lágu þau ekki á skoðunum sínum, en voru þó ætíð sanngjörn og málefnaleg. Sigrún var ættuð frá Djúpa- vogi, eitt sex systkina og eru þrjú þeirra enn á lífi. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan við kvöddum Lúðvík bróður hennar í Keflavík, einstakan ágætismann, sem lengi hafði glímt við erfiðan sjúkdóm. Sigrún, sem var tæplega 82 ára er hún lést, hafði einnig átt við erfið veikindi að stríða síðustu ár- in. Þeim tók hún af sama æðru- leysinu og einkenndi allt hennar líf. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Magnússon. Amma Sigrún var engin venju- leg amma. Hún var léttlynd og kúl og það var alltaf stutt í djók og hlátur. Amma hlustaði á dr. love, fléttaði á okkur hárið, horfði á fótbolta, saumaði á okkur tísku- föt og öskudagsbúninga og gerði heimsins bestu marengstertur. Þegar við systur vorum yngri dvöldum við oft hjá ömmu og afa yfir jól og páska og við elstu jafn- vel alveg heilu sumrin. Þá var besta tilfinning í heimi að koma í Vanabyggðina eftir langt bíl- ferðalag frá Reykjavík. Fyrir okkur var það eins og að koma til útlanda. Við vorum svo montnar af því að eiga ömmu og afa á Akureyri, okkur þótti það svo framandi. Það er svo sterkt í minning- unni hvað það var mikið frelsi að vera fyrir norðan hjá ömmu. Við lékum okkur úti langt fram á kvöld og heimilið stóð vinum okk- ar ávallt opið. Amma var vinkona okkar og allir fengu að kynnast henni. Eitt eftirminnilegt atvik lýsir ömmu svo vel. Hún var að baka fyrir okkur vöfflur þegar raf- magnið í eldhúsinu sló út, amma dó ekki ráðalaus heldur fór með vöfflujárnið inn í svefnherbergi þar sem hún lauk við baksturinn. Eftir stóðu hamingjusamir litlir mathákar með rjóma og sultu út að kinnum. Jólin voru heldur lengi vel ekki söm nema við fengjum hálfmánana hennar ömmu, en amma bakaði í mörg ár ótal sortir fyrir jólin og sendi okkur systrum til Reykjavíkur. Amma kenndi okkur að rækta trúna á æðri mátt og var okkur fyrirmynd á svo margan máta. Elsku amma, þær eru svo ótal margar minningarnar sem ylja okkur um hjartarætur þegar við hugsum til þín. Líkt og þú orðaðir það í hvert sinn sem þú kvaddir okkur: „Guð geymi þig.“ Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Salóme, Sigrún, Unnur og Katrín (Kata). Sigrún Hjaltalín ✝ Erla Sigþórs-dóttir bóka- safnsfræðingur fæddist í Reykjavík 19. júlí 1931. Hún andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 12. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigþór Júl- íus Jóhannesson frá Glerárholti í Glerárþorpi, f. 12. júlí 1900, d. 10. apríl 1933, og Jóna Finnbogadóttir frá Litlabæ í Skötufirði í Ög- urhreppi, f. 20. júní 1901, d. 27. feb. 1981. Systkini Erlu eru Jóna Lóa, f. 23. júlí 1933, Sig- þór, f. 23. júlí 1933, og Lissý (samfeðra), f. 13. júní 1929. Erla giftist árið 1951 Bessa Bjarnasyni leikara, f. 5. sept. 1930, d. 12. sept. 2005. Þau skildu. Foreldrar hans voru Bjarni Sigmundsson, f. 26. feb. 1898, d. 28. júní 1978, og Guð- rún Snorradóttir, f. 13. ágúst 1896, d. 31. des. 1989. Erla og Bessi eignuðust þrjú börn: 1) Sigþór, f. 9. maí 1952, d. 11. máladeild frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1975 og BA-prófi í bóka- safnsfræði og spænsku við Há- skóla Íslands árið 1983. Varð löggiltur bókasafnsfræðingur 1985. Eftir gagnfræðapróf vann hún ýmis verslunar- og þjón- ustustörf þar til hún stofnaði heimili og gifti sig. Þegar um hægðist í barnauppeldi og heim- ilisrekstri fór hún aftur út á vinnumarkaðinn. Eftir stúdents- próf vann hún í hlutastarfi með námi sem ritari og aðstoðar- maður á bókasafni Orkustofn- unar. Hún starfaði sem bóka- safnsfræðingur í hlutastarfi á bókasafni Tækniskóla Íslands og Orkustofnunar 1985-88. Árið 1988 fór hún í fullt starf sem bókasafnsfræðingur á bókasafni Orkustofnunar og var yfirmað- ur safnsins frá 1990 til 2001. Fyrstu búskaparárin bjuggu Erla og Bessi í Skipasundi en fluttu árið 1968 í Skriðustekk í Breiðholti. Þar bjó Erla fram til ársins 1998 er hún flutti á Skúlagötu 20. Frá október 2014 bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Erlu verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 20. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 13. nóv. 1970. 2) Kol- brún, f. 21. júní 1954, gift Pétri Jó- hannessyni, f. 7. apríl 1951. Börn þeirra eru: a) Erla Andrea, f. 28. feb. 1977, gift Atla Steini Árnasyni, f. 6. apríl 1967. Börn þeirra eru Pétur Steinn, f. 6. nóv. 2002, Sigrún Tinna, f. 17. apríl 2005, og Árni Rafn, f. 25. júlí 2013. b) Elísabet, f. 15. júlí 1980, gift Sigurbirni Óskarssyni, f. 10. september 1979. Börn þeirra eru Kjartan Bessi, f. 19. nóvember 2008, og Baldur Þór, f. 2. júní 2013. 3) Bjarni, f. 24. júlí 1957, kvæntur Guðrúnu E. Baldvinsdóttur, f. 25. mars 1958. Börn þeirra eru: a) Sigþór Bessi, f. 9. sept. 1985, d. 6. júlí 2011, b) Magnús Snorri, f. 29. júní 1990, og c) Sólveig, f. 8. maí 1995. Erla ólst upp á Ásvallagöt- unni í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Ingimars- skóla árið 1948, stúdentsprófi af Tengdamóðir mín, Erla Sig- þórsdóttir fæddist í Reykjavík og ólst upp á Ásvallagötu hjá móður sinni og yngri tvíbura- systkinum. Faðir hennar dó í sjóslysi þegar hún var tveggja ára og tvíburarnir rétt ófæddir. Móður hennar tókst þó að halda fjölskyldunni saman sem var ekki auðvelt á þessum tíma og vann fyrir sér með saumaskap. Oft var vinnudagurinn langur og ljós langt fram á kvöld á Ásvalla- götunni. Erla ólst því upp við ráð- vendni og hagsýni sem voru eig- inleikar sem fylgdu henni alla tíð. Þrátt fyrir kröpp kjör fékk hún að fara í Ingimarsskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Eft- ir að hún gifti sig sinnti hún heimili og uppeldi barnanna sinna þriggja af miklum mynd- arskap. Hugur hennar stóð alltaf til frekara náms. Hún tók stúd- entspróf 45 ára gömul og lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og spænsku við HÍ. Hún sótti mörg námskeið um ævina á sviði lista og menningar. Tungumál voru henni hugleikin og lagði hún sér- staka rækt við spænskuna. Bókasafnsfræðin varð hennar ævistarf, lengst af vann hún á Bókasafni Orkustofnunar og var forstöðumaður þess frá 1990 þar til hún hætti störfum vegna ald- urs. Ég kynntist Erlu árið 1982 og var hún alltaf mjög velviljuð í minn garð. Við Bjarni hófum okkar búskap í kjallaranum hjá henni í Skriðustekk og bjuggum þar með elsta son okkar fyrstu árin. Í minningunni var oft sól og sumar í þá daga og við úti í garð- inum sem hún lagði mikla rækt við. Sambúðin gekk vel, heimili hennar stóð okkur opið og það var alltaf auðvelt að fá aðstoð ef á þurfti að halda. Hún bar um- hyggju fyrir sínu fólki, ekki síst barnabörnunum sem hún fylgd- ist vel með og var óþreytandi að hvetja þau áfram og styðja í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, þá sérstaklega í náminu. Erla hugsaði vel um sig, fór gjarnan í sund á morgnana fyrir vinnu og var alltaf hugguleg til fara. Hún erfði saumahæfileik- ana frá móður sinni og saumaði mikið á sig og aðra. Hún saum- aði skírnarkjólinn sem öll barna- börnin og barnabarnabörnin hafa verið skírð í og einnig er ég henni mjög þakklát fyrir fallega brúðarkjólinn sem hún saumaði á mig. Hún hafði lag á að njóta lífs- ins, átti öflugan vinkvennahóp, sótti mikið leikhús og aðra menningarviðburði og ferðaðist víða. Hafði komið til margra fjarlægra landa eins og Kína, Brasilíu, Kúbu, Malasíu og Rúss- lands. Eftir hverja ferð var skrifuð ferðasaga sem síðan var oft rifjuð upp með fjölskyldu og vinum. Erla las mikið, bæði skáldsög- ur og ævisögur, en líka áhuga- verðar greinar sem hún klippti út úr dagblöðum og tímaritum, flokkaði þær og skráði og átti því auðvelt með að nálgast marg- víslegan fróðleik ef á þurfti að halda. Síðustu ár fór að halla undan fæti hjá Erlu hvað heilsuna varð- aði og hún naut ekki sömu lífs- gæða og áður. Hún bjó á Hrafn- istu í Reykjavík síðustu mánuðina þar sem hún undi hag sínum vel og fékk góða umönn- un. Þar sat hún við skrifborðið sitt með bók í hönd, las og ritaði hjá sér minnispunkta nánast fram á síðasta dag. Ég þakka Erlu fyrir sam- fylgdina og kveð hana með sökn- uði. Minning um duglega konu og góða fyrirmynd mun lifa með okkur. Guðrún E. Baldvinsdóttir. Elsku amma, það er ótal- margt sem flýgur í gegnum hug- ann á stundu sem þessari. Á sama tíma og við trúum því að þú sért komin á betri stað er erf- itt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur með okkur. Minn- ingarnar streyma fram og allt í einu er eins það hafi gerst í gær að við sátum saman við eldhús- borðið í Skriðustekknum og lás- um yfir skólaverkefnin mín, þú með orðabókina á borðinu og ég að leiðrétta og laga. Sumarið sem við saman máluðum Skrið- ustekkinn að utan næstum einar. Kvöldin sem ég sat yfir þér inni í saumaherbergi að sníða og sauma árshátíðarkjólinn fyrir mig úr græna prjónasilkinu. Þér var svo margt til lista lagt og ekki að ástæðulausu að þú varst mín fyrirmynd á uppvaxtarárun- um. Þú varst heimsborgari, hafð- ir mikinn áhuga á tungumálum og listum, ferðaðist um heiminn og helst á framandi slóðir. Komst svo til baka og skráðir ferðsöguna ítarlega í máli og myndum enda var skipulag og skráning gagna þín sérgrein. Þú varst svo sannarlega á réttri hillu sem bókasafnsfræðingur. Og fyrir tíma netsins og Google var ómetanlegt að komast í fjár- sjóðinn sem þú hafðir safnað skipulega að þér um hina ýmsu staði gegnum árin. Þegar ég dvaldi í Þýskalandi og fékk þá hugmynd að skella mér í reisu til Rómar var það fyrsta sem ég gerði að hringja í þig og fá upp- lýsingar um hvað væri nauðsyn- legt að gera og sjá í Róm. Viku seinna beið mín stórt brúnt um- slag með ítarlegum upplýsingum um alla merkisstaði Rómaborgar ásamt ótal greinum um hvern þeirra tíu staða sem þú taldir að ég ætti ekki að láta framhjá mér fara. Síðustu árin voru bæði þér og okkur sem stóðu þér næst erfið, það var erfitt að horfa upp á jafn glæsilega og sjálfstæða konu og þig hverfa frá okkur á þann hátt sem raunin varð. En sem betur fer eru minningarnar margar og sterkar og hjálpa okkur að minn- ast þín eins og þú varst. Síðustu jól sem reyndust vera þín síð- ustu eru orðin að dýrmætri minningu þar sem þú naust þess að vera með okkur og ekki síst að fylgjast með langömmubörn- unum þínum fimm ærslast og leika sér. Elsku amma, þú varst einstök kona sem upplifðir margt og átt- ir viðburðaríka ævi. Ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Hvíldu í friði og við sjáumst síðar. Þín, Erla. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund og er ég ákaflega þakklát fyrir að eiga allar minn- ingarnar um einstaka ömmu, þú varst mér fyrirmynd í lífinu varðandi svo margt. Amma var dugnaðarforkur og lagði metnað í það sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún var hlý og brosmild og gaf mikið af sér. Amma hafði mikinn áhuga á bókum og var með mikla fróðleiksfýsn. Hún hafði mjög gaman af að heyra af námsframvindu okkur barna- barnanna og var ávallt tilbúin að aðstoða ef þörf var á því að leita heimilda fyrir ritgerð eða önnur verkefni í skólanum. Amma hafði mikinn áhuga á menningu, ferðalögum og sögu þeirra staða sem hún heimsótti. Hún var dugleg að sanka að sér upplýsingum og hafði gaman af því að miðla þeim áfram í sam- ræðum við okkur barnabörnin. Það var orðinn fastur punktur að leita til ömmu eftir upplýsingum og fróðleik áður en maður lagði land undir fót. Mér er ofarlega í huga síðasta ferðin sem amma fór áður en hún veiktist en það var í tilefni af 75 ára afmælis hennar til Barce- lona með okkur mömmu. Þar gat amma verið okkar leiðsögumað- ur um sögu borgarinnar þrátt fyrir að vera sjálf að koma þang- að í fyrsta skipti en amma hafði lengi haft áhuga á spænsku og Spáni. Við amma ræddum oft þessa ferð síðustu ár og kallaði hún ávallt fram bros og dýrmæt- ar minningar hjá okkur báðum. Hjartans þakkir, elsku amma, fyrir það veganesti sem þú gafst mér fyrir lífið. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikindum viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðna að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, þín, Elísabet. Erla Sigþórsdóttir HINSTA KVEÐJAElsku „amma“ Erla. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Þakka þér fyrir um- hyggju þína og kærleik. Þakka þér fyrir allar þær ljúfu stundir sem við áttum saman. Við munum ávallt varðveita þær í hjörtum okkar. Kristín, Jón, Valur og María Klara. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, virðingu og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HALLDÓRU LÁRUSDÓTTUR til heimilis á Grund, áður á Hjarðarhaga 56, Reykjavík, sem lést 19. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun og hlýju. . Kristín Jónsdóttir, Sigurgeir Ormsson, Herdís Jónsdóttir, Hlöðver Kjartansson, Lárus Andri Jónsson, Sigríður María Sigurjónsdóttir, Auður Jónsdóttir, Haukur H. Guðmundsson, Þorleifur Jónsson, Halldór Jónsson, Soffía Pálsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU FRIÐJÓNSDÓTTUR frá Torfufelli. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar fyrir frábæra umönnun. . Sigurður Jósefsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.