Morgunblaðið - 20.04.2015, Side 26

Morgunblaðið - 20.04.2015, Side 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónlistarmaðurinn Barði Jóhanns- son er að leggja lokahönd á nýja plötu, sem væntanleg er í vor. Auk þess að hafa unnið að eigin plötu fæst hann reglulega við að semja tónlist fyrri kvikmyndir, leikhúsverk og vinna að öðrum verkefnum. „Það er langt síðan ég gerði síðustu Bang Gang-plötu en hún kom út árið 2008. Ég er bú- inn að vera á leiðinni að vinna að þessari plötu með mörgum löngum hléum í nokkur ár. Alltaf þegar ég var búinn að taka frá tíma fyrir plötuna mína, þá kom upp eitthvað áríðandi og spenn- andi verkefni sem ég gat ekki neitað. Í millitíðinni er ég m.a. bú- inn að semja tónlist við nokkrar kvikmyndir og sjónvarpsþætti, skrifa óperu ásamt Keren Ann, vinna tónlist í leikhúsverk, stofna hljómsveitina Starwalker og gefa út EP-plötu með JB Dunckel (Air, Tomorrow’s World, Darkel) og margt fleira. Svo þegar ég átti tíma inni á milli tók ég nokkra daga í Bang Gang-verkefnið. Elsta lagið á plötunni er lag sem ég náði ekki að klára fyrir Ghosts from the Past-plötuna. Þetta er er eitt dramatískasta lagið á plötunni og heitir, We Will Never Get Along. Svo kom eitt og eitt lag á löngu tímabili. Þetta er því mjög fjölbreytt plata.“ Hreinsar vandamál með tónlist Listamenn sækja í ólíkar áttir eftir innblæstri en hvaðan kemur tónlist Barða? „Ég er yfirleitt ekki búinn að skipuleggja hvað ég ætla að gera þegar ég sest niður og fer að semja. Oftast reyni ég að framkalla einhverjar aðstæður sem ég hef upplifað eða bý til sögu eða senu eða set saman nokkra atburði. Þá er maður kom- inn í einhvern heim sem maður lýsir með tónum og texta. Þá verður lagið sem eins konar tón- listarleg lýsing á þessum að- stæðum eða upplifun. Það er auð- velt að láta hugann reika þegar maður er einn í myrkvuðu hljóð- einangruðu rými dögum saman. Ég hef oft getað hreinsað vanda- mál í gegnum músíkina, en ég hef aðeins einu sinni upplifað tímabil sem var of erfitt til að ég gæti nokkurn tímann samið lag tengt því. Þegar kemur að útsetningum finnst mér bæði gaman að fara hefðbundnar leiðir og líka prófa að tengja tæki saman sem ættu ekki að virka saman, en gera það stundum.“ Fjölhæfur tónlistarmaður Barði semur verk fyrir fleiri en sjálfan sig og á m.a. mörg þekkt verk í kvikmyndum. Er mikill munur á því að semja lög á eigin plötu og vinna verk fyrir aðra? „Það er mjög mikill munur á að semja fyrir aðra. Þegar ég sem fyrir sjálfan mig, þá ræð ég öllu. Sem getur verið gott og vont. Það góða er að ég get gert það sem mér sýnist sama hvað öðrum finnst. Það vonda er að maður getur verið þrjóskur og farið í marga hringi með lögin og tími verður afstæður og erfiðara að skila af sér. Þegar ég vinn fyrir aðra hafa verkefnin frekar upphaf og endi. Þá er maður líka að vinna með fólki sem hefur skoðun og biður stundum um að breyta ein- hverju. Þó svo að ég sé ekki alltaf sammála um að valið sé það besta, þá finnst mér fínt að láta einhvern annan ráða stundum. Ég held t.d. að það sé auðveldara að vinna með leikstjórum þegar maður hef- ur sitt eigið verkefni til tjá sig eins og Bang Gang. Ég hef ann- ars verið mjög heppinn með þá leikstjóra sem ég hef unnið með hingað til og lært mikið af þeim um samvinnu mynda og hljóðs.“ Gerirðu þá greinarmun á kvik- Morgunblaðið/Styrmir Kári „Ég hef aldrei gert neitt sérstaklega til að vera þekktur“  Barði Jóhannsson er að leggja lokahönd á nýja plötu sína The Wolves Are Whispering  Frægðin heillar hann ekki en honum þykir vænt um að fá einlægt hrós

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.