Morgunblaðið - 20.04.2015, Page 29

Morgunblaðið - 20.04.2015, Page 29
» Safnahúsið við Hverfisgötu var enduropnað ífyrradag með sýningunni Sjónarhorn, veitinga- sölunni Kapers og Safnbúð. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnuðu húsið og sýninguna og Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður, Sigmundur Davíð, Halldór Björn Run- ólfsson safnstjóri Listasafns Íslands, og Markús Þór Andrésson sýningarstjóri fluttu ávörp. Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim en að henni standa Landsbókasafn Íslands-Háskóla- bókasafn, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Ís- lands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um, Þjóðskjalasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands sem jafnframt sér um rekstur hússins. Sjónarhorn Hugsi Gestir skoðuðu allt sem fyrir augu bar, málverk sem og önnur verk. Tónlistaratriði Þessar ungu stúlkur spiluðu fyrir opnunargestina. Morgunblaðið/Ómar MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2015 Önnur stikla fyrir sjöundu Stjörnu- stríðsmyndina hefur litið dagsins ljós og hafa harðir aðdáendur myndanna kastað út frá henni fram ýmsum getgátum um hvað muni gerast í myndinni, eins og dag- blaðið Guardian greindi frá í liðinni viku. Logi geimgengill segir í stikl- unni að mátturinn sé sterkur í hans ætt og að faðir hans, Svarthöfði, búi yfir honum. Aðdáendur velta því fyrir sér hvort Svarthöfði sé enn á lífi, hvort hann muni rísa upp frá dauðum í myndinni. Þá velta menn því einnig fyrir sér hvort Logi sé illmennið í myndinni og hvort hann muni myrða Hans Óla félaga sinn, hvort Boba Fett muni snúa aftur og hvort leikkonan Lupita Young, sem hlaut Óskars- verðlaun fyrir leik sinn í 12 Years a Slave, muni leika alvitran Jedi- riddara og taka þannig við hlut- verki hins græna vitrings Yoda. Vitað er að Young leikur í mynd- inni en ekki á hreinu hvaða hlut- verk hún fer með. Sögusagnir herma þó að hún muni leika geim- veruna Rose. Já, spennan er mikil í Stjörnustríðsheimum. Sá vondi Svarthöfði hinn illi með undirmanni sínum í Star Wars. Er Svarthöfði enn á lífi? ÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.