Morgunblaðið - 20.04.2015, Síða 32

Morgunblaðið - 20.04.2015, Síða 32
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 110. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Ég var bara að reyna að hjálpa“ 2. „Karlmannlegasta land í heimi“ 3. Ætlar að búa til „nýtt barn“ 4. Ben Affleck vildi fela fortíðina »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Umræðufundur á vegum Háskólans á Bifröst verður í dag kl. 13 á Hverfis- götu 4-6, þar sem m.a. verður spurt: Hvers vegna ættu konur ekki að standa jafnfætis karlmönnum innan tónlistarheimsins og hvað er hægt að gera til að breyta því? Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, er meðal þeirra sem ræða málið. Morgunblaðið/Ómar Staða kvenna innan klassískrar tónlistar  Óperudeild Söngskóla Sig- urðar Demetz er í ár undir stjórn Kristjáns Jóhanns- sonar og setur nú upp óperuna Martha eftir Frie- drich von Flotow. Fyrri sýningin er í Iðnó í kvöld kl. 20 en sú seinni kl. 20 á miðvikudag 22. apríl í Safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ. Miðapant- anir í síma 552 0600 eða netfanginu: songskoli@vortex.is Martha hjá Söngskóla Sigurðar Demetz  Steinunn Birna Ragnarsdóttir hef- ur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna og tekur Steinunn Birna til starfa síðar í vor. Steinunn Birna hefur starfað sem tónlistar- stjóri Hörpu frá árinu 2010. Hún er stofn- andi Reykholtshátíðar og var listrænn stjórnandi henn- ar um árabil. Steinunn Birna ráðin óperustjóri Á þriðjudag Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða slydduél, en létt- skýjað á austurhelmingi landsins. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag Vestlæg átt 8-15 m/s og víða rigning eða slydda. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Kólnar undir kvöld með norðanátt og éljum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 8-15 og rigning, en bjart norðaustan- og austanlands. Suðvestlægari vestantil seinnipartinn og skúrir. VEÐUR HK hefur farið vel af stað í úr- slitaeinvígjunum um Íslands- meistaratitla kvenna og karla í blaki. HK-konur urðu um helgina fyrstar til að sigra deildarmeistara Aftureldingar á tímabilinu og eru með 1:0 forskot fyrir viðureign liðanna í Fagralundi í kvöld. Karlalið HK sigraði Stjörnuna öðru sinni í gær og get- ur orðið Íslandsmeistari að kvöldi síðasta vetrar- dags. »8 Góð staða hjá blakliðum HK Haukar eru komnir í kunnuglega stöðu í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik en þeir eru komnir með 2:0 forystu gegn deildar- meisturum Valsmanna, sem hafa ver- ið eins og skugginn af sjálfum sér. ÍR er búið að jafna metin gegn Aftureld- ingu sem er komin í vandræði vegna meiðsla og leik- banns lykil- manna. »4 Haukar komnir í góða stöðu gegn Val Tindastólsmenn koma til Reykjavíkur í dag og mæta KR í fyrsta leik úr- slitaeinvígisins um Íslandsmeistara- titil karla í körfuknattleik 2015. Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tinda- stóls, og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segja að liðin séu með alla sína leikmenn heila og tilbúna í slaginn sem hefst klukkan 19.15 í Vesturbænum. »1 Allir klárir í fyrsta slag í Vesturbænum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Herjeppi úr seinna stríði hafði lengi verið á óska- listanum og var að mínu mati þessu safni nauð- synlegur. Willys-jeppar af upprunalegri gerð reyndust þó torfengnir. Það var hrein slembi- lukka að ég frétti af einum slíkum í Noregi og sem betur fer náðu menn saman um kaup,“ segir Ein- ar Elíasson á Selfossi. Bíla- og flugminjasafn Einars á Selfossflugvelli eflist með hverju misserinu og nýir munir bætast við. Willys-jeppinn góði er árgerð 1942 og í góðu ásigkomulagi. Mun því væntanlega sjást á vegum úti með vorinu. Af öðrum bílum sem fyrir eru í safninu má nefna eftirgerð Thomsens-bílsins, fyrsta ökutækis á Íslandi frá 1904. Þarna er og Chevrolet árgerð 1929, útgáfa af Dodge frá 1939 og Buick 1949. Um loftin blá „Í Bandaríkjunum, bæði í verksmiðjum Ford og Willys, voru framleidd á stríðsárunum ósköpin öll af jeppum sem voru notaðir í stríðsrekstri um víða veröld. Bandaríkjamenn frelsuðu Noreg úr klóm Þjóðverja og vegna þeirra aðgerða komu þeir með tól og tæki til landsins, þar með talið Willys-jeppana góðu. Þegar Kanarnir hurfu á brott skildu þeir góssið eftir og það fór í allar átt- ir. Jeppinn sem nú er kominn hingað í hús var lengi notaður við þjónustustörf á flugvelli en komst síðar í eigu manns sem býr skammt fyrir utan Ósló. Þaðan kemur bíllinn hingað, en það kostaði þó stapp að ná honum. Tollurinn taldi bíl- inn hreinlega teljast til forminja. En allt hafðist þetta að lokum,“ segir Einar, sem lengi stóð að umsvifamiklum atvinnurekstri á Selfossi. Að öðru marki er áhugi á bílum og hersögu rauði þráður- inn í lífi Einars, sem er einkaflugmaður og hefur leikið sér um loftin blá fram undir þetta. Munir víða og frásagnir lifa Á flugsafninu eru einkum og helst munir er tengjast herstöðinni í Kaldaðarnesi í Flóa sem Bretar reistu og starfræktu. Þar var stór flug- völlur og þaðan gerðar út vélar sem meðal annars nýttust við kafbátaleitarflug á Atlantshafinu. Að því leyti var þýðing vallarins mikil, þó hann væri nýttur í aðeins um þrjú ár. Í tímans rás hefur Einari áskotnast margt merkilegt frá stríðárunum. Þar má nefna brot úr flugvélum, til dæmis þýskri Focke Wulf sem skot- in var niður í Borgarfirði haustið 1942 og Junker sem náðist niður á Vatnsleysuströnd árið eftir. Þá leynast flök breskra flugvéla víða upp til fjalla og dala. Stríðsminjar í Kaldaðarnesi voru teknar nið- ur og flest ummerki um víghreiðrið þar eru horfn- ar. Braggabyggingar þaðan voru þó víða endur- reistar í sveitunum á Suðurlandi og nýtast jafnvel enn í dag sem gripahús. „Hernámið er býsna nálægt okkur, þegar allt kemur til alls. Frásagnirnar lifa og við leit hefur margt fundist sem tengist umsvifum hersins á Suðurlandi. Þetta eru ýmsir smámunir, skilti merki, ljósmyndir og fleira,“ segir Einar um safn- ið sitt góða sem hann hefur þróað eftir eigin höfði og hugmyndum. Óskajeppi á stríðssafni Einars  Willys frá bandaríska hernum frá Noregi er nú varðveittur á Selfossi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjeppi Einar Elíasson við Willys-jeppann góða. Í baksýn er Cessna-flugvél sem safnstjórinn flýgur. Stríðsminjar Í Kaldaðarnesi í Flóa djarfar enn fyrir flugvelli sem Bretar gerðu þar um 1940.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.