Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 3

Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 3
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR FORSETI ÍSLANDS ÁVARP Svo lengi sem ég man hef ég borið cljúpa virðingu fyrir öllum þeim, sem vinna að því að sigra þá vágesti sem vega að heilsu okkar og líkamsþreki. Ég mun hafa verið á 9. ári, þegar SlBS var stofnað. Þau timamót og áœtlanir samtakanna standa mér Ijós fyrir hug- skotssjónum, eins og reyndar flestir aðrir stóráfangar í sögu íslenzkra heilbrigðis- mála í minni tíð. Á uppvaxtarárum mín- um snérist umræða heima hjá okkur meir um heilbrigðismál en ef til vill geng- ur og gerist á heimilum. Móðir mín, Sigríður Eiríksdóttir, hafði framgang þeirra mála að lífsstarfi. Hún var m.a. formaður Hjúkrunarfélagsins Liknar, en það var einmitt Hjúkrunarfélagið Líkn sem árið 1919 gekkst fyrir stofnun berkla- varnarstöðvar og varð fyrsti vísir að skiþulögðum berklavörnum meðal al- mennings hér á landi. Foreldrar mínir voru af þeirri kynslóð sem berklaveikin liertók islíkum mæli, að varla var nokkur fjölskylda í landinu sem ekki varð fyrir þeirri reynslu að sjá á eftir i dauðann nán- um œttingjum og vinum af völdum þessa sjúkdóms, eklti sizt gjörvilegu æskufólki. Þeirri reynslu höfðum við einnig orðið fyrir í fjölskyldu okkar svo aldrei fyrnd- ist yfir. Við stárátakið til að kveða niður þennan bölvald er ég alin upp, árvekni ótal karla og kvenna sem gáfu hvergi eftir fyrr en sá stórsigur var unninn, að æska landsins i nútíð gerir sér litla grein fyrir að ekki eru liðnir nema nokkrir ára- tugir síðan berklaveiki var sá sjúkdómur sem ungt fólk skelfdist mest. Á barnsaldri fylgdi ég móður minni oft á fundi um þessi mál. Farið var í morg- unkaffi í gömlu berklavarnarstöðina i REVKJALUNDUR 1

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.