Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 4

Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 4
Kirlijustrœti og rœtt um sigra og ósigra og fjárhagsvanda. Sem barn og ungling- ur var mér eins tamt og að þekkja staf- rófið að kunna skil á flestum þeim sem fengust við berklavarnarmálin og horfði jafnan og hlustaði á það fólk af mikilli aðdáun: Sigurð Magnússon yfirlækni í Vifilsstöðum, Magnús Pétursson héraðs- lcekni i Reykjavík, Sigurð Sigurðsson, sem ég i huga mínum ávallt nefni berklayfir- lcekni þótt síðar yrði landlceknir við rík- an sóma, lceknana Óla Hjaltested og Jón Eiriksson; að ógleymdum þeim indcelu cevivinkonum minum, hjúkrunarkonun- um Bjarneyju Samúelsdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur, sem síðar varð yfirhjúkr- unarkona Heilsuverndarstöðvarinnar og Valgerði Helgadóttur fyrrv. yfirhjúkrun- arlionu á Reykjalundi. íslendingar eru sterk þjóð, þegar þeir taka höndum saman og vinna sem einn maður að því að sigrast á vancla. Þá er eins og allt geti tekizt. Okkur er allt fcert, ef við höfum einhuga vilja til að berjast við vágesti, sem geta lagt okkur i gröfina eða eytt byggðu bóli. Eitt sinn var það berklaveiki, annað sinn eldgos i Vest- mannaeyjum þar sem við snérum hraun- straumnum. 1 báðum tilvikum sigruðum við eins og ótal sinnum endrancer. Allan sameiginlegan vanda okkar ber að glíma við á þennan hátt: að hafna því að gefast uþþ fyrir því sem um skeið kann að sýn- ast að eltki verði við ráiðið. Reykjalundur er eitt sigurtáknið. Þar er höfuðból i íslenzkri nútímamenningu, sem hefur það að metnaði að gceta að heill þegnanna. Ég óska SÍBS og öllum þeim sem tengdir eru samtökunum, starfs- mönnum og þeitn sem leita sér heilsu- bótar á þeirra vegum, farsceldar um alla framtið. 2 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.