Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 10
Nefprófun.
verð þrengsli um starfsemina núna, sem þyrfti
úrbóta við sem fyrst.
Hins vegar skortir okkur tilfinnanlega hér
á lantli rannsóknarstofu í ónæmisfræðum, sem
myndi bæta mjiig mikið þjónustu við ofnæm-
issjúklinga. Sem lietur l'er hefir teki/t að bjarga
miklu með góðri samvinnu við erlendar rann-
sóknarstofur, en ég lield, að þetta atriði sé
nú rnesta hagsmunamál ofnæmissjúklinga á
íslandi.
/ framhaldi af því, sem Davið hefir sagt
okkur, langar okltur til að sþyrja þig, Ásta,
livaða rannsóknir séu gerðar á Vifilsstöðum í
sambandi við ofnœmi?
Það fer aðallega eftir sjúkdómsgreiningu frá
Davíð, sem fylgir hverjum sjúklingi, en nær
undantekningarlaust er gert húðpróf, þar sem
prófað er fyrir því helzta, sem valdið getur
ofnæmi í umhveríi okkar.
Þegar um er að ræða kvartanir frá nefi og/
eða augum, eru auk húðprófs gerðar prófanir
í nefi eða augum eftir þörfunt. Ef um astma
er að ræða, er auk húðprófs gerð t. d. inn-
öndunarþolpróf og áreynsluþolpróf. E1 sjúk-
dómsgreiningin er ofsakláði eða ofsabjúgur,
er gert venjulegt húðpróf og þá bætt við ýms-
um efnum, sem ekki er prófað fyrir að jafnaði.
Einnig eru gerð ýmis önnur þolpróf, t. d.
með litarefnum, asperini og rotvarnarefnum.
Einnig eru gerð hita- og kuldapróf.
Þá má geta þess, að stundum gerum við
prófanir með því að láta sjúklinginn borða þá
fæðutegund, sem hann segist hafa ofnæmi fyr-
ir, eða jafnvel kreistum safa úr fæðutegund-
um og t. d. blómi, ef hægt er að koma því við,
og gerunt húðprófanir með safanum.
í sambandi við þessi fæðupróf hefir verið
mjög góð samvinria við eldhús spítalans.
Auk þessara rannsókna er alltaf sent tals-
vert af blóðprufum til Gautaborgar til rann-
sókna, þar sem aðstaða til slíkra rannsókna er
ekki fyrir hendi hér á landi.
Göngudeildin gegnir meira hlutverki en að-
eins rannsóknum á ofnæmissjúkdómum. Veiga-
ntikill þáttur er afnæmismeðferð á ofnænris-
sjúklingum, eftir að ofnæmisrannsókn lýkur.
Einnig tökum við öll hjartalínurit og öndun-
arpróf á inniliggjandi sjúklingum og göngu-
deildarsjúklingum. Einnig eru gerð berklapróf
hjá okkur.
Þá veitir göngudeildin einnig skyndiþjón-
ustu á bráðum astmatilfellum, á þeirn tímum,
sem deildin er opin.
Við þökkum þeim Ástu og Davíð fyrir grein-
argóð svör við spurningum okkar. Af svörum
þeirra má ráða, að göngudeildin hefir mikil-
vægu hlutverki að gegna í heilbrigðisþjónustu
okkar. Enda þótt þetta sé ekki eini staðurinn,
þar sem gerðar eru ofnæmisprófanir hér á
landi, leitar sennilega meiri hluti ofnæmis-
sjúklinga til deildarinnar.
8
Rl£ VKJALUNDUR