Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 13

Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 13
athugunar og umsagnar, en stefnt er að því að frumvörp að endurbættum lögum verði lögð fyrir Alþingi 1981, eins og fyrr sagði. Hér er um geysilega viðamikið verk að ræða og höfuðatriði, að „neytendur" laganna, þ. e. fatlað fólk og lorsvarsmenn þess fái tækifæri til að hafa hönd í bagga með endanlegri gerð þeirra. Hér koma upplýsingar, ábendingar og óskir, er fram komu í áðurnefndum bréfleg- um svörum til Alfanefndarinnar nt. a. að veiga- miklum notum, en þau svör verða einnig not- uð sem grundvöllur stefnumótunar í málum fatlaðra til næstu ára. Því miður hefur sú steí'na fram að þessu verið á reiki í íslensku þjóðfélagi, og því verðugt verk að hefja úr- bætur í sambandi við árið 1981. Einn liður í undirbúningi þeirrar stefnumótunar, er könn- un á högum fatlaðra hérlendis, en hún verð- ur gerð á vegunt Félagsvísindadeildar Háskól- ans undir umsjón Þórólfs Þórlindssonar pró- fessors og hefst innan tíðar. Alfanefndin kost- ar þessa könnun af fjárveitingu sinni. Starfshópur um slysavarnir á vinnustöðum, á heimilum og í umferðinni var settur á fót í júní að tillögu félagsmálaráðherra og á veg- um Alfanefndarinnar. Ólafur Ólafsson land- læknir er formaður hópsins en Þórður Ingvi Guðmundsson ritari. Aðrir í liópnum eru Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir, Eyj- ólfur Sæmundsson öryggismálastjóri, Harald- ur Henrysson borgardóntari, fulltrúi rann- sóknarnefndar sjóslysa, Haukur Kristjánsson yfirlæknir slysadeildar Borgarspítalans, og Zophonías Pálsson skipulagsstjóri ríkisins. Þessi starfshópur hefur þegar haldið nokkra fundi og mun skila tillögum sínum í árslok. Alfanefndin hefur þegar styrkt útkomu bækl- ings um umferðarslys og öryggisbelti og mælst til þess bréflega, að samtök fatlaðra Jnýsti á ríkisstjórnina um að lögleiða noLkun bílbelta í tilefni Alþjóðaárs fatlaðra. Þá hefur nefndin lagt fram 1 mill. kr. styrk til að ljúka vinnslu á könnun á afleiðingum slysa, er 250 einstaklingar urðu fyrir á árinu 1975. Niðurstöður þessarar könnunar munu verða mikilvægar fyrir slysarannsóknir hér- lendis og tillögur til úrbóta. Varla er tímabært að greina frá áformum um upplýsinga- og áróðursstarf á árinu 1981, en þau eru mörg. Þegar hafa verið teknar upp viðræður við Menntamálaráðuneytið um skipulag fræðslustarfs um málefni fatlaðra í skólum landsins og um kennslumál fatlaðra, sem hefur verið vanræktur málaflokkur á margan liátt. Þessar upplýsingar verða að nægja að sinni, enda verða nú nokkur þáttaskil í undirbún- ingi Alfa-ársins. Félagsmálaráðherra hefur í samráði við undirbúningsnefndina beðið eft- irtalda aðila að tilnefna fulltrúa í Fram- kvæmdanefnd alþjóðaárs íatlaðra, sem skipuð verður í septemberbyrjun: Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið Menntamálaráðuneytið Samband íslenskra sveitarfélaga Landssamtökin Þroskahjálp Endurhæfingarráð ríkisins Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Öryrkjabandalag íslands. REYKJAI.UNltUR 11

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.