Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 22

Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 22
Þegar sjúklingur með afasíu kemur í tal- þjálfun, er byrjað á því að rannsaka nákvæm- lega hver einkenni afasíunnar eru og gera síð- an þjálfunaráætlun samkvæmt því. Batahorfur fara fyrst og fremst eftir því, hversu alvarlegt áfallið var, sem sjúklingurinn varð fyrir (fer m. a. eftir því, hvað blædcli inn á stórt svæði x heilanum) og svo eftir aldri sjúklingsins. Þeir, sem yngii eru, hafa að sjálfsögðu meiri möguleika á að ná sér en þeir eldri. Flestir, sem eru í talþjálfun á Reykjalundi, eru slagsjúklingar, en einnig er þar fólk i talþjálfun, sem á við annars konar erfiðleika að etja, eins og fram kemur hér að neðan. FRAMBURÐUR Framburðargallar geta verið af mörgum ástæðum, bæði hjá börnum og fullorðnum. T. d. getur verið um skerta heyrn að ræða, klofinn góm og fleira, en oft eiga börn í erf- iðleikum með tiltekin málhljóð, þótt þau séu alheilbrigð. Framburðarerfiðleikar eru líka oft fylgifiskar ýmiss konar sjúkdóma, svo sem Parkinsonsveiki, og ýmiss konar heilaskaðar geta valdið framburðarörðugleikum. SEINKAÐUR TAL- OG MÁLÞROSKI Stundum kemur fyrir að börn hafa lélegan skilning á töluðu máli, eða þau eiga í erfið- leikum með að tjá sig svo aðrir skilji. Það er mjög mikilvægt fyi'ir þessi börn, að erfið- leikum þeii'ra sé veitt eftirtekt sem fyrst, svo að hægt sé að hjálpa þeim stiax, og þannig búa þau betur undir nám og stai'f í framtíðinni. STAM Flestir kannast sjálfsagt við stam og liafa einhvei'n tíma heyrt í manneskju sem stamar. Sem dæmi um stam má nefna, að stundum er eins og allt standi fast hjá stamaranum og hann hikar og stamar á einhverjum ákveðn- um hljóðum. Einnig geta komið fyrir endur- tekningar á einstökum hljóðum, atkvæðum, oiðum eða jafnvel setningai'hlutum. Áður en fólk byi'jar í meðferð hjá talþjálfa vegna stams, þarf að athuga stamhegðunina vel og ekki síður afstöðu stamarans til þessa talvandamáls. Hér kemur stundum fólk í þjálf- un, er þarf á þjónustu af þessu tagi að halda. BARKAKÝLI NUMIÐ BURT Ráðgjöf og þjálfun er nauðsynleg þeim, sem eru búnir að eða eru að fai'a í skurðaðgerð til að láta fjarlægja baikakýlið. Það er í mörg- um tilfellum hægt að kenna þessum sjúkling- um svokallað vélindatal, sem fólgið er í því, að sjúklingurinn gleypir loft og notar síðan loftstrauminn upp um vélinda, í stað loft- straums frá lungum, til að mynda hljóð. Gangi þetta ekki, er hægt að kynna þeim möguleika á notkun tækja (gervibarkakýla), sem frarn- leiða hljóð (þ. e. í staðinn fyrir röddina, sem nú er horfin). Hér á staðnum eru til jn'jár tegundir slíkra hjálpartækja, sem sjúklingar geta prófað sig áfram með. RÖDDIN Áður en fólk kemur í talþjálfun vegna radd- galla, þarf háls- nef- og eyrnasérfiæðingur að vera búinn að rannsaka ]>að. Mat á rödd og raddbeitingu sjúklinga felur í sér athugun á hljómgæðum raddarinnar, |). e. hvort um liæsi er að ræða, eðlilegar sveiflur í tónhæð og/eða tónstyrk. Raddgallarnir, sem ég nefni svo, stafa oft af rangri raddbeitingu og ])á má oft lagfæra með því að leiðrétta raddbeitinguna. Einnig kernur fyrir að fólk sem orðið hefur fyrir einhvers konar áfalli eða lent í slysi, þarf á svipaðri þjálfun að halda, t. d. ef raddbönd- in hafa skaddast eða lamast. Ég hef nú lýst svolítið starfi talþjálfans á Reykjalundi og því, hvers konar þjálfun hann fæst aðallega við. Flestum sjúklingum, sem eiga við tal- og málörðugleika að etja, er hægt að hjálpa eitthvað, sumurn mikið eða alveg. Um þá gildir auðvitað hið sama og unt aðra sjúklinga liér — við reynum að gera okkar besta í Iiverju tilviki. 20 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.