Reykjalundur - 01.10.1980, Side 24

Reykjalundur - 01.10.1980, Side 24
að við erum ekki eins einangruð frá umheim- inum og áður var, og því möguleiki á því að smitast erlendis. Og víða í heiminum er enn mikið um berklaveiki. Þannig var talið að ár- ið 1977 hafi verið 7 milljónir manna með smit- andi berklaveiki og að 1 /2 milljón manna hafi dáið úr berklum það ár. í lokin langar mig að segja frá einum sjúkl- ingi (fleiri væri hægt að tina til), sem veiktist fyrir um það bil 2 árum. Um er að ræða unga stúlku, sem alltaf hafði verið hraust áður. Berklapróf sem gert var ári áður en hún veikt- ist var neikvætt og hún jwí ósmituð fram til þess tíma. Síðla sumars árið eftir var hún slöpp og með hóstakjöltur, en leitaði ekki læknis. Eftir að hafa tekið þátt í mjög erfiðri keppni fékk hún 40° hita, og var nú leitað læknis, sem taldi að um influenzu væri að ræða og lét hana liafa sýklalyf. Á viku tíma smá batn- aði lienni, en liún náði sér ekki almennilega, var rnjög slöpp, horaðist, og einnig hélst hósti og hún hafði talsverðan uppgang. Gekk svo í eina tvo mánuði og leitaði hún þá læknis á ný, sem lét nú taka röntgen-mynd af lungum. Við athugun á myndinni sáust mjög útbreidd- ar bólgur í báðum lungum og 2 eða 3 sár. Hrákasýni sem athugað var frá sjúklingnum var morandi af berklasýklum. Hér var því um að ræða lungaberkla á háu stigi. Við athugun á fjölskyldu sjúklings og fólks í nánasta um- hverfi fannst engin skýring á því hvar sjúkl- ingurinn hefði smitast. Var helst hallast að þeirri skoðun, að hún hefði getað smitast er- lendis, en hún hafði farið í „sólarlandaferð“ ca. 1/2 ári áður en hún veiktist. Ekki voru nein tök á að sannreyna það, en ég þykist næstum viss um að hún og auk Jæss 2 önnur berklatillelli séu upprunnin úr „sólarlönd- um“. Við athugun á fólki sem sjúklingurinn hafði umgengist áður og eftir að hún veiktist, kom í ljós, að 13 höfðu smitast og 2 af þeim fengið sjúkdómseinkenni, og bætist því Jjessi hópur við þann sem fyrir er, og áður getur, sem ein- hvern tíma í framtíðinni gæti veikst af berkl- urn. Af sjúklingnum er Jjað annars að segja, að hún fékk viðeigandi berklalyfjameðferð, og er nú talin albata, og einnig þeir sem smituðust af lienni. Niðurstaðan af Jjessum hugleiðingum myndi J)á verða þessi: 1. Berklaveiki hefur ekki verið útrýmt á ís- landi og mun sennilega ekki verða í nán- ustu framtíð. 2. Með réttri notkun berklalyfja, er hægt að lækna berklaveiki, jafnvel á mjög háu stigi. 3. Læknar og almenningur verður að vera á varðbergi gagnvart sjúkdómnum. Þeir sem um lengri tíma, meira en 2—3 vikur, hafa hósta og uppgang og eru auk þess slappir og ef til vill með hitavellu, ættu að láta athuga sig með tilliti til berkla. Ég vil að lokum benda á, að hér á höfuð- borgarsvæðinu a. m. k. og viðast hvar úti á landi, er mjög auðvelt að fá sig skoðaðan. Annaðhvort er að fá beiðni þar um hjá lækni og/eða að hringja á berkladeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur og biðja um tíma. Geta má Jjcss einnig að skoðunin er algjörlega ókeypis. 22 REVKJAI.UNUUU

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.