Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 29

Reykjalundur - 01.10.1980, Qupperneq 29
Efni fyrirlestra og umræðu á þessu alþjóð- lega þingi um endurhæfingu var misjafnlega hagnýtt af íslendingum, sem sóttu jsað. Þeir dreifðu sér meðal þeirra liópa sem starfandi voru á hverjum tíma og feituðust þannig við að kynnast umræðuefnunum sem best. Ekki verður efnið rakið hér frekar heldur getið tvenns sem nokkra athygli vakti öðru fremur á þinginu. Annars vegar var urn að ræða sýni- lega óánægjuundiröldu ákveðins hóps þeirra sem sóttu [jingið og sjálfir voru fatlaðir, hins vegar kynningu og umræður um tillögu að samþykktaskrá Alþjóðlegiar endurhæfingar fyrir 9. áratuginn (The Charter for the 80’s). UNDIRALDAN Samtök fatlaðra í hinum ýmsu fylkjum Kan- ada mynda Heildarsamband fatlaðra. Gáfu þau út fjölritað fréttablað á þinginu. Af því mátti ráða að fatlaðir telja lilut sinn skertan í sam- bandi við frumkvæði og ákvarðanatöku um ýmis málefni sem þá varða. Létu þeir talsvert til sín taka á þinginu utan og innan dagskrár ásamt ýmsum fulltrúum fatlaðra frá öðrum Jjjóðum. Bent var á m. a. að fatlaðir í heim- inum væru neytendur endurhæfingar og fé- lagslegrar Jyjónustu og bæri Jæim sem neytend- um að koma meir við sögu en tíðkast hafi. Fréttablað þeirra greindi frá Jjví að Svíi hefði á fulltrúajjingi RI, ltaldið dagana fyrir heims- þingið, flutt tillögu um að Jjjónustuneytendur hlytu viðurkenningu sem hlutaðeigendur að RI að jöfnu við aðra. Tillagan naut ekki stuðnings og var felld. Undirritaðan brestur vitneskju til að geta metið réttmæti tillögunn- ar eða dæmt um afgreiðslu hennar, en telur Jtó víst að annað komi til af hálfu fulltrúa- þings RI en útilokunarstefna gagnvart „neyt- endum“. Hafa ber í huga á hvern hátt RI er byggt upp af heildarsamtökum hvers lands og finnst ýmsum skjóta skökku við, ef fólk er flokkað á þeim vettvangi eða öðrum eftir lík- amsástandi og að slíkt leiði fremur til að- skilnaðar en samlögunar í þjóðfélaginu. Um Jjetta ætti ekki að Jturfa að deila enda er hverju landi í sjálfsvald selt hverjir skipa sæti fulltrúa Jress ltjá RI. Hvað sem Jtessu líður virðast Jreir, sem nefndu sig „neytendur” á heimsþinginu, hafa talið Jjörf á sérstökum aðgerðum af sinni hálfu, sem leiddi til Jjess, að stofnað var til Heinis- samtaka fatlaðra (World Coalition of Disab- led), bráðabirgðastjórn Jjess kosin og lagðar línur um áform, markmið og leiðir. Ýmsa undraði stofnun samtakanna sökum [jess að til eru fyrir önnur aljjjóðleg samtök fatlaðra. Okkur íslendingum kernur kynlega fyrir sjónir ágreiningur af Jjessti tagi, sem virðist vera fólginn í togstreitu ntilli fatlaðra og ekki fatlaðra, um aðild að trúnaðarstörfum heims- samtaka á borð við RI og e. t. v. einnig lands- samtaka. Einnig kannast Islendingar varla við Jjað viðhorf, að [jeir sem eru í einhvers konar endurhæfingu, séu skoðaðir og flokkaðir sem sérstakir neytendur endurhæfingarstarfsemi, að fatlaðir og öryrkjar séu að sama skapi sér- legir neytendur félagslegrar Jjjónustu. Það er án efa breytilegt frá einu landi til annars, hver hlutur öryrkja hefur verið í upp- byggingu endurhæfingarstarfsemi og félagslegr- ar Jjjónustu. Hér á landi hefur hlutur þeirra verið stór. Sent dæmi má nefna að Félag blindra, SÍBS, Sjálfsbjörg, Landssamband fatl- aðra og á síðari árum Öryrkjabandalag íslands, sem öll liafa átt og eiga áfram verulegt frum- kvæði að endurhæfingarstarfsemi í landinu og marka Jjar stefnu, sem og á öllum sviðum end- urbóta í félagslegum málefnum öryrkja. Af Jjeim sökum hefur ekki verið — og verður von- andi ekki — togstreita á milli fatlaðra/öryrkja annars vegar og Jjeirra sem atvinnu sína hafa á Jjessum vettvangi. Endurhæfingarstarfsemi er hluti heilbrigðis-, félags- og menntamála hvers lands og virðist rétt að líta svo á að all- ir landsmenn séu Jjar jafnt neytendur en ekki einvörðungu Jjeir sem Jjegar hafa skertst af völdum sjúkdóma eða slysa. Heldur er ekki sanngjarnt að segja, að fatlaðir séu sérlegir REYKJALUNDUR 27

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.