Reykjalundur - 01.10.1980, Side 37

Reykjalundur - 01.10.1980, Side 37
frá 1927-1938, við berkla- varnarstöð Reykjávíkur frá 1935—1937 og stundaði þar að auki um langt árabil lækn- ingar í Reykjavík á eigin læknastofu. Um það leyti sem Helgi hóf störf á Vífilsstöðum, þá var ástandið í berklamálum uggvænlegt. Á áratugunum á undan liafði orðið veruleg lífsvenjubreyting í landinu. Fólkið streymdi frá hinum dreifðu byggðum sveitanna til bæja og þorpa við sjóinn. Þar hópaðist það saman í lé- legum húsakynnum, við öll hin lélegustu skilyrði. Þetta olli örri útbreiðslu berkla- veikinnar og það svo mjög að um hreinan þjóðarvoða var að ræða. Vífilsstaðir voru þá hið eina athvarf berklasjúklinga í landinu, þar sem sérhæfða þjónustu var að fá, þar hafði próf. Sigurður Magnússon starfað sem eini læknirinn í 12 ár og rná nærri geta hví- líkt geysiálag slíkt hefur ver- ið. Þegar Helgi kom til starfa var því fljótlega hægt að fjölga rúmum, sem að sjálf- sögðu var mikil þörf fyrir og þar að auki gafst meira ráðrúm til þess að sinna hverjum einstaklingi. Þá voru engin lyf til, sem að verulegu gagni komu, en jafnan var verið að reyna eitthvað nýtt og smámsaman fullkomnuð- ust skurðaðgerðir þannig að heildarárangur fór hægt og hægt batnandi. Til þess að bæta árarigur- inn fór Helgi til náms í Þýskalandi og lærði þar að lramkvænia srnærri skurðað- gerðir, svo sem brennslu sam- gróninga og þindarskurði. Þetta kom að góðu gagni, Ijætti stórlega árangurinn al loftbrjóstmeðferðinni og olli því að fleiri var hægt að út- skrifa og fyrr, og rýma þannig fyrir nýjum smitandi sjúklingum. Fyrstu árin voru um 80 sjúklingar að jafnaði á Víf- ilsstöðum. Með viðbygging- um og ejhnig með því að þrengja að sjúklingum frá því sem upphaflega var ætl- að þá komst rúmafjöldinn upp í 210 og var það á með- an ástandið var verst í berkla- málunum. Það var markmið Vílilsstaða á þeim árum að láta smitandi sjúkling ekki bíða í heimahúsum, ef ann- ars var nokkur kostur. Þetta var gert af tveim ástæðum. í fyrsta lagi til þess að auð- veldara væri að lækna sjúk- lingana og í öðru lagi til þess að þeir smituðu síður frá sér. Helgi sá fljótt, að stærsta þéttbýlissvæði lands- ins varð að hafa aðgang að gegnlýsingartæki, sem stjórn- að væri af sérfræðingi í berklalækningum. Þess vegna keypti hann sitt eigið tæki og vann með því í Laugavegsapóteki um ára- raðir. Nú gátu læknar á höf- uðborgarsvæðinu sent grun- aða til gegnumlýsingar. Þeg- ar svo var komið, að Vífils- staðir vegna rúmafjölgunar og vegna útskriftar fyrr en áður, gátu stytt verulega bið- lista smitandi sjúklinga, |)eg- ar auðvelt var orðið að lá gegnlýsingu á mesta þéttbýl- issvæði landsins og þegar læknar landsins voru betur á verði gagnvart berklunum bæði vegna aukinnar Jiekk- ingar og ótta almennings, jjá hlaut reyndar eitthvað und- an að láta. Svo varð og, berklasýkillinn lét undan. Upp úr 1930 fer að örla á árangri, 1925-1930 dóu 2% Islendinga úr berklum, árið 1933 var sú tala komin nið- ur í 1,5%. Árið 1934 sagði Helgi Ingvarsson, að innan tíðar mundu jjað ekki vera biðlistarnir heldur auðu rúmin, sem yrðu vandamál hælanna. Dómgreindin brást honum ekki fremur venju. Helgi Ingvarsson varð yfir- læknir Vífilsstaða 1. janúar 1939. Rúnnnn 2 mánuðum áður höfðu berklasjúklingar stofnað með sér félagsskap — SÍBS. Með jjessum unga félagsskap og yfirlækninum tókst Jiegar hin ágætasta sam- vinna, sem hélst án jtess að skugga bæri á þau meira en 40 ár sem síðan eru liðin. Helga var jiað ljóst er hann tók við yfirlæknisembættinu að veiki hlekkurinn í okkar berklavörnum var eftirmeð- ferðin. SÍBS hafði ákveðið að ein- beita sér að lausn Jsess vanda REVKJALUNDUR 35

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.