Reykjalundur - 01.10.1980, Page 38
og í þeim tilgangi var vinnu-
heimilið að Reykjalundi
reist — SÍBS félagar liöfðu
langa og góða reynslu af
starfi Helga Ingvarssonar.
I>eir vissu að hann var ekki
aðeins læknir sjúklinga sinna,
liann var einnig sálfræðing-
ur þeirra og félagsráðgjafi,
en framar öllu traustur vin-
ur, sem þeir gátu leitað til í
hverri raun. Sjúklingarnir
sem stofnuðu SÍBS kunnu
líka að meta það að Helgi
fylgdist mjög vel með í sínu
fagi. Hann var sílesandi fag-
rit, bæði heima og á söfnum.
Þeim var það ljóst, að ef nýj-
ungar kæmu fram í berkla-
meðferð, þá yrðu þær teknar
í notkun hér ekki síður en
annarsstaðar.
Sú saga er alþekkt og sönn
að lyf var tekið í almenna
notkun hér fyrr en í upp-
runalandi lyfsins. Slíku
gleyma sjúklingar ekki. Er
SÍBS maður átti viðtal við
Helga, nokkru eftir að liann
hafði látið af störfum, sagði
hann m. a.: „Ástandið var
olt alvarlegt, veikindin Jrung-
bær meðal sjúklinga og
dauðsföll tíð. Ætíð fengu |)ó
margir bata. Þegar nokkur
jákvæður árangur sást af
starfinu, sætti maður sig við,
Jjótt margt gengi verr en
vonað hafði verið.“
Sjálfur hafði ég persónu-
lega langa reynslu af sam-
vistum við Helga sem sjúk-
lingur hans, nemandi og
samstarfsmaður.
Ég mun ætíð minnast þess
tíma með Jrakklæti og virð-
ingu.
Eftir að Helgi lét af störf-
um fyrir aldurs sakir, J)á hélt
hann J)ó enn áfram að líkna
og lækna sína gömlu sjúk-
linga og vini, Jregar á þurfti
að halda.
Enda þótt Helgi væri alla
tíð önnum kafinn Jrá skrif-
aði hann samt öðru hvoru
um áhugamál sín. Af skrifum
hans má nefna greinina sem
birtist í Berklamál — Hagur
og horfur — afmælisriti Víf-
ilsstaðahælis, og einnig fræði-
greinar í eftirtöldum blöð-
um: Læknablaðinu, Berkla-
vörn, Reykjalundi, Hjúkrun-
arkvennnablaðinu og Lækna-
nemanum.
Að sjálfsögðu var Helgi
heiðraður fyrir sín frábæru
störf. Þann I. des. 1946 var
hann sæiridur Riddarakrossi
Fálkaorðunnar, þann 5. sept.
1960 Stórriddarakrossi Eálka-
orðunnar. 1956 var hann
kjörinn heiðursfélagi SlBS.
Árið 1978 var hann gerður
að heiðursfélaga Læknafélags
íslands.
Hinn 10. des. 1921 kvænt-
ist Helgi Guðrúnu Lárus-
dóttur. Þau hjón hafa verið
samhent í hvívetna. Á Vífils-
stöðurn var heimili þeirra
rómað fyrir gestrisni og
myndarskap. Það heimili
stóð jafnan opið öllum hin-
um fjölmörgu skjólstæðing-
um Helga, svo örugglega
hefur húsfreyjan átt annríka
daga.
Guðrún og Helgi eignuð-
ust sex börn: Guðrúnu
Pálínu skólastjóra, Ingvar
Júlíus, stórkaupmann, Lárus
Jakob geðlækni, Sigurð lög-
fræðing. 2 barnanna dóu
ung.
Nú Jjegar Helgi er allur, Jjá
vottum við hjónin aldinni
ekkju og fjölskyldunni allri
innilega sarnúð, Jjeirra missir
er mestur.
SÍBS saknar góðs vinar,
velgjörðamanns og heiðurs-
félaga og vottar ekkju og
ættingjum innilega samúð.
Þjóðin öll stendur í mik-
illi þakkarskuld við Helga
Ingvarsson fyrir hans heilla-
ríka og Jjjóðhagslega rnikil-
væga ævistarf.
22. apríl 1980,
Oddur Ólafsson.
Minning
fsland. greiðir ótvirœtt þau gjöld,
sem öllum ber til skylda i þjóða röðum,
á meðan fœðist einu sinni á öld
einhver líkur Helga á Vífilsstöðum.
O. G.
36
REYKJALUNDUR