Reykjalundur - 01.10.1980, Page 39

Reykjalundur - 01.10.1980, Page 39
JÓN RAFNSSON Minningarorð Fœddur 6. mars 1899. Dáinn 20. febr. 1980. Einn af stofnendur S.Í.B.S. og í fyrstu stjórn sambands- ins, Jón Rafnsson, sem orðið hefði 81 árs í dag, er fallinn frá. Fáir eru nú eftir af þess- um brautryðjendum, sem hófu merkið fyrir rúmum fjörutíu árum og stofnuðu samtök til baráttu fyrir iiættri félagslegri aðstöðu fársjúkra sjúklinga, sem bjuggu á yfirfullum berkla- hælum með vægast sagt vafa- samar batahorfur, eða at- vinnumöguleika, er þeir losnuðu af hælunum, þar sem atvinnuleysið eða harð- ræðið beið þeirra. Þessu vildu sjúklingarnir sjálfir breyta og bæta, enda þekktu þeir best hvar skór- inn kreppti að í þeint efn- um. í hópi frumherjanna, sem liófu undirbúning að stofn- un samtaka berklasjúklinga, var Jón Rafnsson, sem þá var sjúklingur á Reykjahæli í Ölfusi. Var hann einn af þrem í undirbúningsriefnd Reykja- hælis sem eftir frumkvæði Kristneshælis hóf bréfaskrift- ir til sjúklinga á hælunum, Vífilsstöðum og Kópavogi. Sambandið var stofnað í október 1938 á Vífilsstöðum og var Jón Rafnsson kosinn í fyrstu stjórn Sambands ísl. berklasjúklinga. Var það fyrsta gæfuspor þessara nýstofnuðu samtaka, bjargarlausra og vonlítilla sjúklinga, að til forystu völd- ust hinir mætustu foringjar, sem höfðu bjartsýnina og kjarkinn að leiðarljósi. Jón Rafnsson var í forystu- sveit fyrstu starfsára S.l.B.S. en óskaði eindregið eftir að fara úr stjórn sambandsins vegna síns pólitíska litarhátt- ar, sem kynni að skaða stuðn- ing þjóðarinnar við málaleit- an sambandsins ef áberandi einstaklingar í hinni póli- tísku baráttu væru einnig stjórnarmenn þessara sam- taka sjúklinganna sem Jjyrftu á óskiptum stuðningi þjóðarinnar að halda ef markið að styðja sjúklinga til sjálfsbjargar ætti að verða að veruleika. Þótt Jón færi úr stjórn sambandsins var hann ávallt á Jjingum Jiess, og tel ég að hann sé eini maðurinn sem setið hefur öll þing S.I.B.S sl. 40 ár, jafnvel var hann við setningu síðasta Jtings 1978, Jtótt hann væri ])á far- inn að kröftum. En hugurinn var sá sami sem fyrr að styðja eítir sinni getu og fylgjast með ósk- um skjólstæðinga sambands- ins. Þegar berklasjúklingum á Reykjalundi fækkaði var Jón Rafnsson mjög á verði fyrir hönd berklasjúklinganna um að þeirra lorgangur til dvalar Jtar skertist ekki, ])ótt staðurinn væri opnaður fyrir öðrum þurfandi sjúklingum. Voru ræður Jóns á þing- um S.Í.B.S unt Jtessi hugðar- efni sín öllum minnisstæð- ar sem á hlýddu, því hann var með mælskustu mönnum og sæknustu el ]>ví var að skipta, og gamansamur gat hann einnig verið og hag- mæltur vel og greip |>á gjarn- an til þeirrar náðargáfu sinn- ar til að létta þingftdltrúum skapið frá hefðbundnum Jjingstöríuni. Þegar háhýsi Öryrkja- bandalags íslands að Há- túni 10, Reykjavík tók til starfa flutti Jón Rafnsson í litla íbúð þar og undi glað- ur við sitt í hópi gamalla félaga og í snertingu við samtök öryrkja er honum höfðu alltaf verið svo kær REYKJALUNDUR 37

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.