Reykjalundur - 01.10.1980, Síða 46
LOVÍSA
BJÖRGVINS-
DÓTTIR
Lovísa var fædd 2. janúar
1924 í Vestmannaeyjum. Hún
andaðist 29. mars 1979.
Lovísa giftist 7. febrúar
1958 Jóni Karlssyni frá
Hafnarnesi. Var heimili
þeirra hin síðari ár að Faxa-
stíg 86.
Foreldrar Lovísu voru
meðal hinna mörgu Aust-
firðinga er fluttust til Eyja
á uppgangsárum vélbátaút-
gerðarinnar.
Þá er Lovísa hafði aldur
til tók hún þátt í þeim störf-
um er til féllu í útgerðar-
plássi, en mörg hin síðari ár
átti hún við vanheilsu að
búa og þurfti olt að dvelja
á sjúkrahúsum.
I.ovísa var búkhneigð og
las mikið meðan hún hafði
heilsu til. Hún var áhuga-
samur félagi í félögunum
Sjálfsbjörg og Berklavörn.
EGGERT
ÓLAFSSON
SKIPASMÍÐAMEISTARI,
VESTMANNAEYJUM
Eggert Ólafsson var fæddur
á Eyrarbakka 7. mars 1924.
Hann andaðist að heimili
sínu, lllugagötu 75, hinn 12.
apríl 1980.
Eggert ólst upp í foreldra-
húsum. Ólafur faðir lians
var um áratugi í röö fremstu
verkstjórnarmanna. Og Egg-
ert erfði þá eiginlcika löð-
ur síns.
Eggert fluttist til Eyja ár-
ið 1944. Hinn 13. maí 1945
kvæntist hann Helgu Ólafs-
dóttur, Sveinssonar heil-
brigðisfulltrúa og sjóveitu-
stjóra. Helga er formaður
Berklavarnar í Eyjum.
Eggert hóf nám í skipa-
smíðum 1945 og starfaði að
þeirri iðn til 1958, hjá hinum
kunna skipasmið Gunnari
M. Jónssyni, en þá stofnaði
hann, ásamt öðrum, Skipa-
viðgerðir h.f. Frá 1947 var
fyrirtækið í eigu Eggerts og
fjölskyldu hans.
Eggert Ólafsson var mað-
ur athafna og alltaf var gott
til hans að leita um margs-
konar fyrirgreiðslu. Það
þekkja útgerðarmenn í Eyj-
um og víðar manna best.
Þess er minnst í Sjómanna-
dagsblaðinu, riti sjómanna í
Eyjunt: „Störf lians í sam-
bandi við skipasmíði og
þjónustu við bátaflotann
hafa reist lionum þann
bautastein, að orð verða þar
lítils megnug um að tala.
Allt hans starf við skipa-
smíðar hér í Vestmannaeyj-
um verður seint að verðleik-
um metið.“
Um margra ára skeið var
skipalyfta hér í Eyjum liug-
sjón hans, og má segja að
hann hafi séð hilla undir að
málið væri í höfn.
Á Eggert hlóðust ýmis
ábyrgðarstörf í þágu bæjar-
félagsins, og öll voru jiau
rækt af áhuga og samvisku-
senti.
Þá var Eggert formaður
Iðnaðarmannafélagsins í 12
ár og virkur félagi í Berkla-
vörn var hann jafnan. Hin
síðari ár var liann í sóknar-
nefnd Landakirkju.
Með Eggerti er genginn
drengur góður, en svo var
drengskaparmönnum lýst til
forna.
H. G.
44
REYKJALUNDUR