Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 48

Reykjalundur - 01.10.1980, Blaðsíða 48
ÍSLENZKAR BARNAGÆLUR Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum. Væna flís af feitum sauð, seni fjalla gekk á liólunum. Nú er hún gamla grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Klappa sarnan lófunum, reka féð úr móunum, tölta á eftir tófunum, tína undan spóanum. Við skulum róa rambinn rétt út á kambinn, sækja okkur fiskinn, færa hann upp á diskinn. Rafabelti og höfuðkinn, þetta íær hann faðir þinn, í hlutinn sinn. Það gefur guð minn. Vappaðu með mér Vala, verð ég þig að fala. Komdu ekki að mér kala, keyrðu féð í hala. Nú er dögg til dala, dimma tekur á víðinn: fjármannahríðin. Þú skalt elska smalann sem þitt eigið blóð. Fjármannahríðin er full af bölmóð. AÐ TEfKNA KÖTT Fyrst teiknarðu hring: o svo boga ofan á hringinn: ö svo bætirðu eyrunum við: og loks kentur rófan: Og þá er kominn sitjandi köttur. Óli hafði verið hræðilega kvefaður. Einn daginn hitti hann Mörtu gömlu. „Óli,“ sagði hún. „Ég heyri, að þér er ekki batnaður hóstinn ennþá. Það var slæmt, að þú skyldir ekki fá lungnabólgu, því að hana geta þeir læknað.“ 46 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.