Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 6
Á þurru landi
Vatnsmagnið í ánni Rín hefur ekki verið minna í 40 ár, eða allt frá árinu 1976, og margir bátanna eru hreinlega á þurru landi. Hollenskir skipa
útgerðarmenn þurfa að fylgjast vel með gangi mála. Fréttablaðið/EPa
StjórnSýSla Lögmaður hælis-
leitanda gagnrýnir að Kærunefnd
útlendingamála skuli sjálf skera úr
um áfrýjun mála sem hún hefur haft
áður til umfjöllunar.
Umbjóðandi Katrínar Theódórs-
dóttur, Kheira, og níu ára sonur
hennar, komu frá Alsír með við-
komu í Frakklandi. Þau sóttu um
hæli á Íslandi en voru send til Frakk-
lands á grundvelli Dyflinnarreglu-
gerðarinnar. Mæðginin gengu um
götur Parísar í viku og fengu ekki
húsnæði eða aðstoð.
„Lögreglan tók á móti okkur og
sagði að til þess að fá aðstoð þyrft-
um við að finna okkur húsnæði. Ég
fékk hvergi inni. Við sváfum á göt-
unni og gengum um. Barnið grét af
þreytu og ótta,“ segir Kheira.
Kheira ákvað þá að sækja um
hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt
úrskurði Kærunefndar útlendinga-
mála átti að senda þau til Frakk-
lands á ný. Kheira ákvað þá að fara
með málið fyrir dómstóla, sótti um
flýtimeðferð og lagði inn beiðni um
frestun réttaráhrifa. Það þýðir að
fá að vera á landinu á meðan mál
hennar er rekið fyrir dómi.
„Beiðnin fór fyrir Kærunefndina,
sömu nefnd og hafði staðfest synjun
Útlendingastofnunar,“ segir Katrín.
„Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin
skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í
öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila
sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna
hagsmuna fyrir dómi.“
Katrín bendir á að í hælismálum
sé trúverðugleiki umsækjenda
meðal helstu sönnunargagna í máls-
meðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að
fólk sé svo fjáð að það geti ferðast
milli landa til að mæta fyrir rétti?
Þessi málsmeðferð byggir á fram-
burði hennar um aðstæður í Frakk-
landi, en það er vitað að móttaka
hælisleitenda þar er fyrir neðan
allar hellur og hér er um barn að
ræða.“
Katrín bætir við að einnig sé
gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki
einu sinni tekið til umfjöllunar þar
sem hún hafi reynt að fara til upp-
runalandsins en hrakist þaðan aftur.
„Heimild er fyrir slíku í Dyflinnar-
reglugerðinni og aðrar þjóðir hafa
gert undanþágur, en aldrei Ísland.“
erlabjorg@frettabladid.is
Telur kærunefnd sitja
báðum megin borðs
Hælisleitendur fá ekki að vera á landinu á meðan mál þeirra er rekið fyrir dómi.
Sama nefnd staðfesti synjun um hæli og hafnaði beiðni um frestun réttaráhrifa.
Kheira og riad, níu ára sonur hennar, segja aðstæður hælisleitenda í Frakklandi
vera skelfilegar. Fréttablaði/VilhElm
Kheira og níu ára sonur
hennar komu til Íslands frá
Alsír með viðkomu í Frakk-
landi. Þau voru send aftur til
baka á grundvelli Dyflinnar-
reglugerðarinnar.
alþingi Þörf er á þjóðarsókn gegn
spillingu, sagði Ásmundur Frið-
riksson þingmaður í ræðu í gær.
Hvatti hann þjóðina til að hætta
viðskiptum við Símann. Tilefnið var
sala hlutabréfa í Símanum í þegar
vildarvinir Arion banka fengu að
kaupa hluti áður en almennt útboð
fór fram. Upplýsingafulltrúi Símans
undrast orðaval þingmannsins.
Ásmundi misbýður það fyrir-
komulag sem viðhaft var við
sölu bréfa bankans í fyrirtækinu.
Kallaði hann það illa fengið fé og
hvatti einstaklinga til að skila ráns-
fengnum, eins og hann orðaði það.
„Skítastuðullinn er kominn upp í
öll rjáfur eins og hann var hér fyrir
hrun,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hvet
þingið til að hætta viðskiptum við
þetta fyrirtæki. Það ætla ég að gera
og ég hvet þjóðina til þess að segja
upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir,
upplýsingafulltrúi Símans, bendir
á að starfsfólk Símans hafi það að
markmiði að veita framúrskarandi
þjónustu á fjarskiptamarkaði. Þar
fari stolt starfsfólk sem standi sig
vel. Hafa beri í huga að Síminn
sé í meirihlutaeigu lífeyrissjóða
landsins. Hvernig Arion banki seldi
meginþorra hlutar síns í fyrirtækinu
hafi verið hans ákvörðun.
„Það er umhugsunarvert að þing-
maður beiti því valdi sem hann
hefur til þess að hvetja fólk til að
hverfa frá viðskiptum við þetta
Undrast orðaval
þingmanns um Símann
Það er umhugsunar-
vert að þingmaður
beiti því valdi sem hann
hefur til þess að hvetja fólk
til að hverfa frá viðskiptum.
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir,
upplýsingafulltrúi
Símans
Skítastuðullinn er
kominn upp í öll
rjáfur eins og hann var hér
fyrir hrun,
Ásmundur Friðriksson,
alþingismaður
fyrirtæki í von um að skaða framtíð
þess. Það er dapurlegt að hugsa til
þess að hafi orð hans áhrif skerðist
ekki aðeins hagur lífeyrissjóða í
eigu landsmanna heldur einnig
þeirra 800 starfsmanna sem vinna
hjá samstæðunni og fjölskyldna
þeirra.“
Sala til viðskiptavina var liður í
því að minnka hlut bankans fyrir
útboðið, ekki með því að veita
viðskiptavinum afslátt af verðinu
heldur með því að gefa þeim kost á
að kaupa nokkru stærri hlut en ella.
– sa
Dyflinnarreglugerðin
Schengen-samkomulagið gekk í
gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnar-
reglugerðin tekin upp. Hún kveður
á um hvaða ríki beri að taka við
afgreiðslu hælisumsóknar. Rauði
krossinn lýsir reglugerðinni þannig
að þótt umsækjandi sæki um hæli á
Íslandi geti komið í ljós að annað ríki
beri ábyrgð á umsókninni og hann
verði sendur til þess ríkis, sem ber
þá að fjalla um umsóknina. Reglu-
gerðin skyldi þó ekki ríki til að senda
hælisleitendur, sem eiga eða hafa
átt umsókn í öðru aðildarríki reglu-
gerðarinnar, til baka heldur er ríkjum
heimilt að taka slíka hælisumsókn til
efnislegrar meðferðar í samræmi við
mannúðarákvæði hennar.
StjórnSýSla Íslenskar skattareglur
sem segja til um að leggja eigi tafar-
lausan skatt á óinnleystan hagnað
íslenskra félaga og hluthafa við til-
færslu þeirra frá Íslandi til annars
EES-ríkis eru ekki í samræmi við
EES-samninginn. Þetta kemur fram
í nýju rökstuddu áliti Eftirlitsstofn-
unar EFTA (ESA).
Rökstutt álit er annað skrefið í
meðferð samningsbrotamáls. Hafi
íslensk stjórnvöld ekki brugðist við
innan tveggja mánaða getur ESA
vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
Álit ESA er að krafa um tafarlausa
greiðslu skattfjárhæðar, jafnvel þó
hagnaðurinn hafi aldrei verið inn-
leystur og án þess að fyrirtækjum
sé boðið að fresta greiðslunni, sé í
andstöðu við EES-samninginn.
„ESA er einnig þeirrar skoðunar
að íslenskar skattareglur brjóti í
bága við stofnsetningarréttinn þar
sem þær mæla fyrir um að félag,
sem fengið hefur frest á greiðslu
skattskuldar við millilandasam-
runa, skuli leggja fram banka-
tryggingu fyrir skattfjárhæðinni ef
hin frestaða fjárhæð er umfram 50
milljónir.“
Í tilkynningu sem ESA birti í
gær segir að það sé mat eftirlits-
stofnunarinnar að stjórnvöldum sé
einungis heimilt að grípa til slíkra
ráðstafana svo framarlega sem
raunveruleg og sannanleg hætta
sé á því að skattkrafan innheimtist
ekki. – óká
ESA segir
skattinn
ólöglegan
1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F i m m t U D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
E
-9
1
2
4
1
6
E
E
-8
F
E
8
1
6
E
E
-8
E
A
C
1
6
E
E
-8
D
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
0
s
_
1
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K