Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 78
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Verið velkomin í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í dag kl. 17.00 þar sem útgáfu bókarinnar Stúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur verður fagnað. ALLIR VELKOMNIR! ÚTGÁFUHÓF Í DAG! VERÐ 5.490 KR. Þetta snýst allt um ljúfa stelpu sem gefur sig hundrað prósent í þetta, ekki hver er fallegust,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland, sem nú er að leggja lokahönd á undirbúningsferlið áður en hún heldur utan til Kína, þann 20. nóvember næstkomandi. Mun okkar kona dvelja í Sanya mánaðarlangt, en sjálf keppnin fer ekki fram fyrr en 19. desember. Hefur undirbúningurinn gengið vonum framar, að sögn Örnu. Hún segist svo gott sem klár í slaginn og geta brátt slakað örlítið á, eftir að hafa  staðið í  stórræðum við að sanka að sér styrkjum, því ekki fær hún greitt fyrir þátttökuna að neinu leyti. „Ég er hvorki í skóla né vinnu núna, ég hef bara verið að einbeita mér að undirbúningi fyrir keppnina og hann hefur verið eins og vinnan mín. Ég hef þó aðeins verið að æfa fimleika, en ég er nýlega byrjuð aftur að stunda þá iðju.“ Þegar til Kína er komið  munu vökul augu dómnefndar fylgjast með Örnu og þau augu taka sér ekk- ert frí fram að keppni. „Ég veit að það verður fylgst með okkur enda- laust, svo sem hvernig við mætum í morgunmatinn, hvernig við högum okkur og erum tilhafðar. Þá má alveg eiga von á að þeir skoði herbergin okkar til að sjá hversu snyrtilegar við erum. Svolítið eins og þegar maður var á Reykjum í 7. bekk,“ segir Arna og skellir upp úr. Þá segist hún jafn- framt vita að fyrir keppendur verði lögð ýmiss konar þolinmæðispróf. „Við verðum látnar bíða í rosalega löngum röðum, svangar og illa sofnar og með því er verið að skoða hverjar virkilega hafi þetta í sér. Sú sem sigrar í keppninni þarf að vera með allt á tandurhreinu, enda ekkert lítið verk sem bíður hennar sem ungfrú heimur,“ útskýrir Arna og þvertekur fyrir að tilhugsunin um slíka þolraun stressi hana upp. „Ég er mjög þolin- móð, svo ég er bara spennt.“ En hvað skyldi þá stressa Örnu mest þegar hún leiðir hugann að dvölinni í Kína? „Ég er langstressuð- ust fyrir að komast ekki í skóna mína, þar sem það er jú mjög heitt í Kína og ég vön kuldanum heima,“ svarar hún og brosir út í annað. Þá segist hún líklega eiga erfitt með að vera uppstríluð í fjórar vikur, en sjálfri þyki henni best að fara allra sinna ferða í jogginggallanum og óförðuð. „Ég hugsa að ég láti til skarar skríða eftir tvær vikur og verði svolítið nátt- úruleg. Það virkaði að minnsta kosti hjá Unni Birnu.“ Mun Arna halda ein út, en fær svo móður sína og kærasta til sín viku fyrir úrslitakvöldið. „Hann er ægi- lega ánægður með mig og þetta tæki- færi. Svo er hann ekki síður ánægður með að fá að fara til Kína,“ segir hún og hlær. „Svo kemur bara í ljós hvort ég fari með þeim, eða verði eftir yfir jólin í Kína, þar sem þær sem komast í topp fimm keppa svo viku síðar,“ skýtur hún að, og virðist hvergi bangin við að eyða jólunum annars staðar en heima. „Það koma nú alltaf aftur jól,“ segir hún að lokum, af ein- stakri yfirvegun. Hræddust um að komast ekki í skóna Arna Ýr Jónsdóttir fer fyrir Íslands hönd til Kína í lok mánaðarins þar sem hennar bíða fjölmargar þrautir sem skera úr um hvort sönn fegurðardrottning sé á ferðinni. Meðal annars er keppt í þolinmæði. Arna Ýr segist hvött áfram úr öllum áttum, og finnur lítið fyrir neikvæðum aðfinnslum. Fylgjendur hennar á Snapchat eru einkar peppandi að hennar sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Guðrún Ansnes gudrun@frettabladid.is Þá má alveg eiga von á að Þeir skoði Herbergin okkar til að sjá Hversu snyrti- legar við erum. svolítið eins og Þegar maður var á reykjum í 7. bekk, 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r62 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -0 B D 4 1 6 E E -0 A 9 8 1 6 E E -0 9 5 C 1 6 E E -0 8 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.